Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1950, Blaðsíða 2
342 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hvíti hesturinn hjá Cherhill í Wiltshire. Ilvíti hestnrinn hjá Alton Barnes í Wiltshire. um, sem voru stældar eftir mynt- sláttu Filips Makedoníukonungs. Henni svipar mjög lítið til hests, en enginn vafi er þó á því að hún á að tákna hest. Munnmæli herma, að hermenn Alfreds konungs hafi rist myndina til minningar um orustuna hjá Ashdown 871, þar sem Alfred vann sigur á norrænum víkingum, er höfðu náð undir sig Uffington kast- ala. En þó er talið líklegra eins og áður er sagt, að Keltar hafi rist hana. Það er engu líkara en að hvíti hesturinn hjá Uffington hafi verið friðhelgur og þjóðtrúin verndað hann, vegna þess að enginn hefur nokkru sinni dirfst að breyta hon- um. Og heðan af verður það ekki gert, því að nú er hann friðaður að lögum og undir vernd hins opin- bera. Lítil hæð fyrir neðan hestmynd- ina, er kölluð Drekahæð. Þar segja munnmælin að St. Georg hafi bar- ist við drekann, drepið hann og brent. Það var ævaforn venja í Berks- hire að hreinsa hvíta hestinn sjö- unda hvert ár. Var það gert með mikilli viðhöfn og hátíðahöldum. Valdir menn voru sendir til þess að skera úr brúnum myndarinnar og hreinsa útlínurnar. Að öðrum kosti mundi myndin vera horfin fyrir löngu, jarðvegur og gróður hafa hulið hana. En þess var gætt að breyta ekki svip hennar. Á eftir var svo mikill gleðskapur og söfn- uðust þar stundum saman um 30 þúsundir manna. Þar fóru fram kappreiðar og ýmsar íþróttir, svo sem skilmingar. Einu sinni hlaut stigamaður hæstu .verðlaun þar fyrir skilmingar og komst á burt aftur áður en menn uppgötvuðu hver hann var. Enn eru til gamlar skrár um þau verðlaun, sem veitt voru á hátíð hvíta hestsins, og kemur þar margt einkennilegt fram. Til dæmis var einu sinni heitið verðlaunum þeirri konu, sem gæti reykt mest á klukkustund. Næstfrægasti hvíti hesturinn er í Wiltshire, skamt frá Westbury. Sá hestur er ekkert líkur Uffing- ton hestinum, enda hefur myndin verið endurskorin mörgum sinn- um. Upphaflega var hún 100 fet á lengd og 54 á hæð, en er nú orðin 175 fet á lengd og 107 fet á hæð. Seinast var hún skorin 1853. Um- mál augans er 25 fet. Það er sagt um þessa mynd, að hún hafi verið rist upphaflega árið 878 til minn- ingar um bardagann við Ethand- une, þar sem Alfreð konungur vann sigur á norrænum víkingum og rak þá á flótta. Víkingar komust í vígi sitt, en Alfreð konungur sett- ist um það með allan her sinn og eftir hálfan mánuð urðu víkingar að gefast upp. Þjóðsögn segir, að þá hafi menn Alfreðs konungs skorið myndina af hestinum um leið og þeir fögnuðu sigri. — Nú er ekki lengur hægt að sjá hvernig hinn upprunalegi hestur var útlits, því að ráðsmaður Abingdons lá- varðar tók sig til 1778 og breytti myndinni algjörlega. Þess vegna er þessi mynd nú ekki jafn fræg og hin hjá Uffington. Sögur ganga um það, að hest- mynd hefði verið í Cherhill, mitt á milli Downs og Calne. Árið 1780 tók sig til Christopher Allsop lækn ir, sem átti heima í Calne og „þótt- ist itiundu skera myndina upp að nýju, eins og hún hefði áður verið. Hann tók sjer stöðu þar sem hann gat sjeð vel yfir hlíðina og ljet svo menn fara með litlar merkisteng- ur og setja þær niður með stuttu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.