Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 345 frjóvsemisdýrkunar. — Uppruna sumra myndanna sje aftur á móti að rekja til klaustranna. En hann bætir því þó við, að þetta sje aðeins getgátur, og ef til vill ekki senni- legri en það sem þjóðtrúin segir, að þær sje gerðar tii minningar um orustur. (The P. D. Review). Á* 4/ Árf V BRIDGE S Á D 3 2 H Á G 10 5 4 T 8 L 9 5 3 S K G 9 7 H 8 T 5 4 L K D G 8 7 6 N V A S S 10 8 H KD97632 T K 3 2 S 10 S 6 5 4 H — TÁDG 10 976 L Á 4 2 Norður gaf og sagnir voru þessar: N A s V 1 H pass 2 T 3 L pass pass 5 T pass pass pass LK kom út og S drap með ásnum, sló út spaða og drap með drotningu í borði. Þá sló hann út HÁ og fleygði laufi í hann. Svo sló hann út H 10 og A drap með D. Mönnum kann nú að virðast sem það hafi ekki skift miklu máli, þar sem A átti bæði K og D, en þetta kemur honum í koll síðar. Það var líka óþarfi að drepa, því að A vissi að V var hjartalaus. S drap með T9, kom blindum inn á SÁ og sló út trompi og drap með 9 í hendi. Sló svo út ásnum, en ekki kom kóngurinn i. Með því að athuga spilin sjer S að aust- ur getur ekki haft annað á hendi en TK og hjarta. — Hann slær því út trompi og A verður að taka á kóng- inn. Síðan tekur hann slag á HK, tþví að S gaf spaða í), en verður svo að spila hjarta undir gosann hjá blindum og þá getur S losað sig við laufið. Nú hefði verið gott fyrir A að hafa hjarta- drotninguna, því að þá var spilið tapað hjá S. (Ort á ieið á lýSveldishátíð að Mountain, N.-Dakola, 16. júní 1950) Óskir, vonir og þakkir þrinnast þennan vorbjarta dag. Ljúft er árdegis æsku að minnast, ættarlandsins með sigurbrag. Brúar hafdjúpið hjartans lag. Hendur tengjast og hugir mætast, hljómar fagnaðai mál. Draumar frændsemi fagrir rætast, fastar bindast nú sál við sál, bróðurþeli um breiðan ál. Heiður brosir þinn heilladagur, hjartkær ieðranna jörð, söguvígður og sumarfagur sveipar ljóma þinn dal og fjörð. Faðmi gæfan þig, feðrajörð! Richard Beck. Kjornorku vígbúnaður HANSON W. BALDWIN. hermála- sjerfræðingur ameríska stórblaðs- ins New York Times, hefur nýlega gert samanburð á því hvernig Bandaríkin og Sovjetríkin standa að vígi í kapphlaupinu um kjarn- orku vígbúnaðinn á ýmsum svið- um, og er hjer útdráttur úr þeirri grein. HRÁEFNI Bandaríkin. — Þar vinna nú 1272 orkustöðvar, . verksmiðjur, rann- sóknastofur og önnur fyrirtæki að kjarnorkurannsóknum og notkun kjarnorku á ýmsan hátt. Það er nú nokkuð síðan að þessi fyrirtæki voru komin yfir tilraunastigið og byggja þau á margra ára þekkingu Engin þjóð í heimi stendur Banda -ríkjunum á sporði um framleiðslu. Þau framleiddu rúmlega 60 miljón- ir smálesta af stáli árið 1946, rúm- iega 631 miljón smálesta af kolum og rúmlega 228,189,000 kilowatt- stundir rafmagns árið 1944. Úraníum-námur þeirra eru á víð og dreif. f Bandaríkjunum sjálfum er lítið um úraníum, helst í Color- ado og Utah en það er heldur lje- legt og ilt að vinna það. Aftur á móti hafa Bandaríkir ■ inkarjett á fran.æiðslu úraníum í bestu úran- íumnámum heimsins í belgisk' Kongo. Þaðan kemur me t af því úraníum er þau nota. En ^ó fá þau

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.