Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 351 Hörður Þórðarson: EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ ( BRIGHTON Dagbókarbrot og ileira I.andslid íslcndinga í bridgc (talid frá vinstri: Gunnar Guöniundsson, I.inar l'orfinnsson, Höröur I'órðarson. Krislinn Bergþórsson, Lárus Karlsson og Stcian Stefánsson. það á þinginu, að sú sveií skvldi EVROPUMEISTARAMOTIÐ í bridge hefir verið haldið þrisvar siðan ófriðnum lauk, í Kaupmanna- höfn 1948, París 1949 og í Bright- on á Englandi 1950. íslendingar hafa tekið þátt í öll- um þessum mótum. I Kaupmanna- höfn voru þeir í hópi hinna lægstu að stigum, en í París voru þeir í miðjunni. Á síðasta mótinu var frammistaða þeirra aftur á móti miklu betri. Þá voru þeir í fremstu röð, í hópi þeirra þjóða, sem fram til síðustu stundar höfðu möguleika á fyrsta sætinu. Um leið og mót þessi eru haldin situr einnig þing, sem skipað er l'ulltrúum þeirra landa, sem eru í Evrópusambandinu (European Bridge Lcague). Að þessu sinni átti þingið m. a. að laka afstöðu til, hvernig lið það, sem Evrópu- sambandið sendir á heimsmeistara- mótið, sem haldið verður í Ber- muda verði skipað. Varð fljótlega samkomulag um Hörður Þórðarson, foringi islenska landsliðsins. skipuð fjórum mönnum úr efstu sveitinni og tveimur úr þeirri næstu. Það er að segja, fvrirfram var ákveðið að Stóra-Bretland vrði fulltrúi breska heimsveldisins í keppninni og breska sveitin kom því ekki til gi'eina sem fulltrúi Ev- rópusambandsins. í heimsmeistarakeppninni eiga þrjár sex manna sveitir að keppa, ein frá Ameríku, ein fyrir breska heimsveldið og ein fyrir Evrópu Kcppnin í Brighton. Keppnin í Brighton hófst að kvöldi 4. júní s. 1. íslendingarnir kepptu þá við Norðmenn, sem þeir unnu eftir erfiðan lcik. 5. júní kepptum við s\ro við Dani og unnum þá með yfirburðum. — Þótti þeim súrt í brotið á sjálfan þjóðhátíðardag sinn. 6. júní spiluðum við tvo leika, fyrst við Finnland, sem við unnum auðveldlega og um kvöldið við England, sem við töpuðum fvrir með talsverðum mun. 7. júní áttum við frí. 8. júní spiluðum við svo aítur tvo leika, fyrst við Holland, sem við töpuðum fyrir, og um kvöldið við Frakkland, sem við gerðum jafntefli við, en þann leik áttum við að vinna. 9. júní spiluðum við á móti Belgíu og unnum. 10. júní spiluðum við aftur tvo leika, fyrst við Irland, sem við unnum auðveldlega og svo um kvöldið við Ítalíu. Kappleikurinn við Ítalíu vakti mesta eftirtekt allra leika á mótinu. Ef Ítalía vann þann leik, var hún búin að vinna mótið, og má segja, að 'allur þing- heimur stóð á öndinni á meðan á leiknum stóð. Okkar menn stóðu sig ágætlega í þessum leik, hraðinn og mýktin í sögnum og spila- mennsku gerði andstæðingana ó- vissa og allt fór út um þúfur hjá þeim, enda unnu íslendingarnir leikinn glæsilega. Síðasta leikinn spiluðum við svo við Svíþjóð sunnudaginn 11. júní. Ef við unnum þann leik, vorum við nr. 1 í Evrópumeistaramótinu, en því miður, sveitin spilaði ekki nærri eins vel og kvöldið áður, og tapaði með litlum mun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.