Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 353 Frá keppninni viff Frakkland: Á þe«su borði spiluðu Einar Þorfinnsson (fvrir miðju og Gunnar Guömundsson snýr baki að ljósmyndaranum). Sýnilegt er af fjöida áhorfenda. að áhuginn hefir aukist mjög á íslendingunum, sbr. hina myndina. Gray, sem sá um allan undirbúning í Brighton, ber þar mest lof. — J. O. Hartley“. „Sunday Times“ 18. júní. Iain MacLeod, sem er breskur þing- maður, skrifar um bridgemótið í „Sunday Times“. Hann lætur í ljós þá skoðun sína, að Bretarnir hefðu verið vel að sigri sínum komnir, þótt hann hengi á bláþræði. En síðan segir hann orðrjett: „ísland sýndi þó langbesta frammistöðu í Brighton. Land, sem hefir ekki fleiri íbúa en smáhjerað hjá okkur, var óheppið að vinna ekki meistaratitilinn. Sameiginlegt lið frá Svíþjóð og íslandi fer til Bermuda og sá heiður er fyllilega verðskuldaður“. „Aftenposten“ í Oslo 17. júní. „Það sjest af lokastöðunni að efstu liðin voru mjög svipuð. Og síðasta umferðin var sjerstaklega afdrifarík — já, maður vissi í raun- inni ekki, hver yrði Evrópumeistari fyrr en síðustu spilin í síðustu um- ferðinni voru spiluð. Það er hægt að segja að England hafi verið hepp ið með síðustu umferðina: Til þess að vinna varð England að vinna Frakkland. Þar að auki varð ís- land að tapa fyrir Svíþjóð og Itah'a að tapa fyrir Belgíu, þar sem ísland og Ítalía höfðu bæði 13 stig á móti 12 stigum Englands. Þetta gekk allt saman eftir og Englendingar urðu meistarar í þriðja sinn í röð. Það er heldur tæplega nokkur vafi á því að enska liðið var best, og að sigur þess var verðskuldað- ur. Sigurvegararnir segja og spila ágætlega, en þó ekki betur en í fyrra eða bestu liðin fyrir stríð. Allir bresku spilararnir eru vel þekktir: Harrison-Gray, sem var fyrirliði, Dodds og Konstam, Gard- ener og Tarlo, sem voru nú í fyrsta sinn með í landsliðinu, hafa bó ef til vill verið bestir allra. Engler.il- ingarnir spiluðu með ýmsur.: b;eyt ingum eftir enska tveggja lauJa sagnkerfinu og ,,acol“, < g sögðu mjög nákvæmt. Sænska liðið, Kock — Werner, Lilliehöök — Wohlin og Bromé — Kjelldahl, varð í öðru sæti einnig í þriðja sinn í röð. Liðið spilaði illa á móti Englandi og í tveimur öðr- um leikum, sem það tapaði (móti Ítalíu og Frakkland) var Kock fjar verandi. Hann er formaður sænska knattspyrnusambandsins og varð að fara heim til Svíþjóðar í tvo daga af þeim sökum. Það sem mest kom á óvart í þessari keppni var hve vel íslend- ingarnir stóðu sig. Þeir tóku í fyrsta sinn þátt í alþjóðakeppni fyr ir tveimur árum og framfarimar hafa verið mjög miklar. Þeir spil- uðu hreint og viðkunnanlega, og það var langt á milli skvssanna, bæði í sögnum og spili. Þegar tek- ið er tillit til þess, hve íslending- arnir fá sjaldan tækifæri til að reyna sig við menn frá öðrum þjóðum og hve íb'úarnir eru fáir, er þessi frammistaða ennþá mark- verðari. ítalirnir spiluðu einnig ágætlega, en þeir notuðu flókið sagnkeni, sem var ekki vinsælt meðal and- stæðinganna. Frakkland, Belgía og Holland gátu einnig verið mjög hættulegir andstæðingar, og Eng- lancl tapaði einmitt fyrir Belgíu og Hollandi auk þess sem það tap- aði fyrir Ítalíu. Þau lönd, sem hjer hafa verið nefnd, voru í sjerflokki og það var langt bil á milli þeirra og hinna næstu, írlands. Danmerkur, Nor- egs og Finnlands ....... .... Heimr.meistar r eppnír. í Ber? rd íer fram 13.—18. nóv. — Þar keppir lið frá Ameríku, eitt frá breska heimsveldinu og þa var á-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.