Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1950, Blaðsíða 2
353 LESBÓK MORGUNBLADSINS ísleifur var biskup í 24 ár og and- aðist 1080. Tveimur vetrum síðar var Gissur sonur hans vígður bisk- up, og var hann þá fertugur að aldri. „Gissur biskup var ástsælli ai' öllum landsmönnum, en hver mað- ur annara, þeirra er vjer vitum hjer á landi hafa verið. Af ástsæld hans og af tölum þeirra Sæmundar (fróða), með umráði Markúsar lög- sögumanns, var það í lög leitt, að allir menn töldu og virtu alt fje sitt, og sóru að rjett virt væri, hvort sem var í löndum eða lausaaurum. og gerðu tíund af síðan. Það eru miklar jarðtegnir, hvað hlýðnir landsmenn voru þeim manni, er hann kom því fram, að fje alt var virt með svardögum, það er á ís- landi var, og landið, og tíundir af gjörvar, og lög á lögð, að svo skal vefa meðan ísland er bygt. Gissur biskup ljet og lög leggja á það, að stóll biskups þess, er á íslandi væri, skyldi í Skálholti vera og lagði hann þar til stólsins Skál- holtsland og margra kynja auðævi önnur, bæði í löndum og lausum aurum". Margt er merkilegt við þessa frásögn Ara fróða. Á henni sjáum vjer það fyrst og fremst, að fyrir forgöngu fyrsta íslenska biskupsins hafa forráðamenn þjóðarinnar og alþýða sameinast í bæn á neyðar- stund og beðið guð heitt og innilega að afljetta þeim harðindum, sem þá voru. Og það hrífur. Þegar á eftir kemur sú árgæska að heita má eins dæmi á íslandi. Hjer er ekki um neina tilviljun að ræða. Þetta er árangur þess að menn ákalla hin góðu máttarvöld með samstiltum huga. Hinn mikli spekingur, Helgi Pjeturss., sagði það óhikað, að menn gæti haft áhrif á tíðarfarið, ef hugir þeirra væri nógu samstilt- ir Þetta sýnir líka, að það er ekkert hjegómamál að tala um það að halda almenna bænardaga í land- inu, þar sem menn sameinast af einum huga og í einlægni og biðja hins sama af brennandi sál. Með því gerast kraftaverkin, því að kraftur andans nær himinskauta milli Það var svo í lög tekið á Alþirgi, eftir að þetta kraftaverk bænarinn- ar hafði gerst að tilstilli fsleifs bisk- ups, að jafnan skyldi t'asta hinn tólfta dag jóla, það er að segja, sá dagur var valinn sem almennur bænadagur fyrir góðu árferði. Þau lög hefði gjarna mátt standa enn í dag en hafa illu heilli gleymst fvr- ir löngu. Þá er og getið um tvenn lög, er Gissur biskup gekst fyrir að sett væri. og skyldu standa um aldur og ævi. Önnur voru þau, að biskups stóll skyldi ætíð í Skálholti vera, og til þess gaf biskup ættleifð sína, Skáiholtsland og mörg auðævi önn- ur. Alþingi tók við gjöfinni og setti þessi ævarandi lög, sem nokkurs konar skipulagsskrá fyrir því að gjöfin skyldi haldast og tilgangur hennar, meðan íslensk þjóð væri kristin. Þetta hefir ekki verið haldið. En hin lögin, sem Gissur ljet setja, tíundarlögin, þau haldast fram á þennan dag. Það voru Mammons lög, og þess vegna hafa þau haldist. En hin tvenn lögin, sem miðuðu að viðhaldi og eflingu kristinnar trúar í landinu, hafa ranglega verið feld niður. íslending ar hafa heimtað sinn Barrabbas. HJER skal ekki rakið hver áhrif siðcbótin hafði á gengi Skálholts- stóls. Það yrði of langt mál. En þess má aðeins geta, að þá hrifsaði erlent vald til sín yfirráð kirkjunnar á ís- landi og þá fór frám stærra eigna- rán hjer á landi en svo, að nokkur von væri til þess að íslendingar gæti lifað hjer til frambúðar, mann sæmandi lífi. En á tvenn tímanna tákn má benda. Feðgar voru fyrstu biskup- arnir í Skálholti og feðgar voru seinustu biskuparnir þar. Skálholts staður hófst með guðsblessun og góðæri eftir hörmungaár og mann- felli. Eftir rúmar sjö aldir lagoist hann niður vegna óárans og harð- inda. Vegna móðuharðindanna og mannfellis þess og hörmunga, sem af þeim leiddu, var með konungs- brjeii 29. apríl 1705 ákveðið að leggja niður bæði skóla og biskups- setur í Skálholti og flytja hvort tveggja til Reykjavíkur, „þar sem íddrei helir jörð brunnið síðan er landið bygðistog liggur aðeins mílu vegar frá aðsetri sliftamtmanns, og mundi því verða til mikils hægðar- auka fyrir hinn sameiginlega em- bættisrekstur beggja (biskups og stiftamtmanns)". Jafnframt var á- kveðið að selja á uppboði allar jarð eignir Skálholtsstóls. Önnur höfuðástæðan fyrir flutn- ingi biskupsembættisins til Reykja- víkur var því sú, að gera erlenda valdinu, þ. e. stiftamtmanni hægra um vik. Þá voru biskupar í Skálholti Finnur Jónsson og Hannes sonur hans, hinn mætasti maður í alla staði. Hann var þó þessum flutn- ingi meðmæltur, og mun það með- fram hafa verið af því hvert afhroð Skálholt galt í jarðskjálftunum 1784. Þessir jarðskjalftar voru hinir mestu, er nokkurn tíma hafa kom- ið á íslandi síðan það bygðist. Hrundu þá í grunn flest bæarhús í Skálholti og brotnuðu allir húsa- viðii svo, að ekki var hægt að nota þá til þess að reisa húsin að nýu. Kirkjuna sakaði lítt. Þessir jarð- skjálftar voru 14. og 16. ágúst og urðu biskupar að hafast við í tjöld- um ásamt heimafólki sínu. Ekki var hægt að ná í timbur í kaup- stöðum til þess að byggja upp stað- inn, svo að Hannes biskup flýði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.