Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐStNS
359
til tengdaíöðurs síns, Ólaís Stephen
sens á Innra-Hólmi og var þar í
tvö ár.
Enginn skóli var í Skálholti um
veturinn eftir, en 1846 tók Hóla-
vallaskóli til starfa. Saga hans var
hin mesta ófremdarsaga og lagðist
hann niður. Síðan var skólinn á
Btssastöðum til 1846, en þá fluttur
til Reykjavíkur og hefir nú starfað
hjer í rúma öld.
ERLENDA valdið var svo naumt á
fje til byggingar biskupsseturs í
Re\kjavík, að Hannes Finnsson
treystist ekki til þess að flytjast
þangað. Hann keypti Skáiholt á
uppboðinu og fluttist þangað aftur.
Bygð'i hann þá upp staðinn að nýu
og bjó þar til æviloka. Hann var
hinn seinasti biskup í Skálholti.
Nú var bygt biskupssetur í Laug-
arnesi, en það fór líkt um það og
Hólavallaskóla. Húsið var ónýtt. Þó
bjó Steingrímur biskup þar sína
tíð', og Helgi Thordaren um hríð.
Svo flýði hann til Reykjavíkur*) og
síðan hefir ekkert biskupssetur
verið til á íslandi, þangað til húsið
Gimli var keypt handa núverandi
biskupi. Má því segja að biskups-
embættið hafi verið á sífeldum
hrakningi, síðan það fluttist frá
Skálholti, og er það ekki undarlegt
þar sem svo illa var farið með gjöf
Gissurar ísleifssonar biskups.
Þegar Skálholt var selt, fekk
kaupandi ekki aðeins jörð og bæar-
hús, heldur einnig kirkjuna. Hún
átti þá mikið af góðum gripum.
En eftir daga Hannesar biskups og
í rúma öld, meðan staður og kirkja
er einkaeign, fækkar þessum grip-
um og þeir hverfa. Hafa víst flest-
ir þeirra verið seldir útlendingum.
Þannig var ræktarsemin við hina
fornu dómkirkju.
Svo eignast ríkið jörðina. Þá er
Kirkjan í Skálholti eins og hún er nú, íúin og brotin og óhæf til guðs-
þjónustu ef nokkuð er að veðri. ,
* Þegar Helgi flýði til Reykjavíkur
voru liðnar rjettar 8 aldir frá því að
biskupsstóll var stofnaður í Skálholti.
þar alt í slíkri niðurníðslu, að menn
veigra sjer við og hliðra sjer lijá
því eins og unt er. að sýna útlertd-
ingum staðinn. Það er of veglegt
að segja aö menn geri þetta at'
sómatiliinningu. Mcnn skammast
sín landsins vegna að svo skuli
komið um þennan iornfræga stað,
og vilja ekki láta gesti sjá þá for-
smám. Ekkert hefir batnað við það,
að ríkið varð eigandi jarðarinnar.
Haft er eftir málugri kerlingu,
að hún haíi sagt:
„Þagað gat jeg þá með sann
þegar hún Skálholtskirkja brann".
Hún hafði orðið vör við eldinn, en
ekki gert aðvart. Einu sinni á æv-
inni hafði henni tekist að vera þag-
mælsk.
Ráðamönnum þjóðarinnar hefir
farið líkt og kerlingunni. Þeir hafa
horf t á viðurtygð eyðileggingarinn-
ar færast yfir Skálholt, og þagað.
En þegar svo er, verða þegnar þjóð-
fjelagsins sjálfir að hefjast handa,
til þess að sýna að þjóðin vill ekki
þessa þögn og kæruleysi.
Þess vegna er Skálholtsfjelagið
stofnað.
Tilgangur þess er að brýna liáa
og lága til meðvitundar um það að
vjer eigum heilaga skyldu að rækja
við fortíðina. Vjer eigum skyldu
að rækja við Gissur biskuþ, sem
gaf hinni íslensku kirkju Skálholts-
stað. Kirkjan þáði gjöfina og Al-
þingi setti þau lög, að þar skyldi
ávalt vera biskupssetur. Nú er
kirkja og ríki eitt, og böndin berast
því að Alþingi og ríkisstjórn um
það að virða fornar gjörðir. En það
er ekki nóg. Alþjóð verður að rísa
upp og þvo af þjóðinni þann smán-
arblett, sem meðferð hennar á
Skálholti er. Og nú er heppilegur
tími til þess. Árið 1956 er 9 alda
afmæli biskupsstóls í Skálholti.
Fyrir þann tíma verður þjóðin að
bæta fyrir það, sem hún hefir af-
brotið við Skálholt, þetta höl'uðból
kristni og andlegrar menningar um
sjö alda skeið.
Skálholtsíjelagið ætlar að vinna
að endurreisn Skálholts. Því er það
fyllilega ljóst, að í því hugtaki felst
annað og meira en það, að koma
þar á fót *búnaðarskóla. í því felst
það, að Skálholtsstaður og kirkja