Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1950, Blaðsíða 4
I
-:
LESBÓK MORGJNBLAÐSINS
Norðmenn hafa grafið upp forsögu
hins norræna kynstofns f
Ræða Kiistjáns Eldjárns við móttöku norsku gjaf-
arinnar í Þjóðminjasaíninu þann 18. júlí
Virðulega samkoma!
ÞESSI dagur er á fieiri en einn hátt
merkisdagur í sögu Þjóðminjasafns
íslands. Vjer tökum við einni merk
ústu og virðulegusíu gjöf. sem oss
fiefur nokkru sinni færð verið, og
vjer tökum jafnframt til notkunar
fyrstu stoíurnar í hinni nýju bygg-
ingu þjóðminjasafnsins. Fjarri fer
því, að þetta sje vígsluhátíð bygg-
ingarinnar. Þjer sjáið öll, sem hjer
eruð saman komin, írumbýlings-
braginn og að margt er ófrágeng-
ið innan húss. En þessi dagur er
merkur áfangi á hinni löngu og tor-
sóttu leið, og sýnilegt, að einhvern
tíma verði komið á leiðarenda. Nú
vantar aðeins herslumuninn, og er
þess að vænta, að allir aðiljar, sem
þar mega nokkru um ráða, verði
samtaka um að hrinda málinu
áfram. í- sambandi við þetta er
rjettað þakka öllum, sem hlut eiga
að máli, þann árangur, sem þegar
er fertginn, stjórnarvöldum lands-
ins, formanni byggingarnefndar,
yfirsmiðum og verktökum ýmsum,
þótt ercgínn sje sjerstaklega nafn-
greiriður að sinni. En jeg hef ekki
viljað láta þetta liggja í þagnar-
gildi í fyrsta sinn sem fólk kemur
saman í þessari byggingu, vegna
þjóðminjasafnsins sjálfs.
verði samþoðin fornum frægðar-
ljóma;,og áð nýr f'rægðarljómi stafi
frá þéím stað.
Vó.
Margs er að minnast, er vjer í
dag tökum við hinni virðulegu
norsku safngjöf. Þess fyrst, hversu
einstæðan atburð hjer er um að
ræða. Sú reynsla er bæði gömul og
ný, að það er ekki laust, sem söfn-
ín halda. Sá hlutur, sem eitt sinn
ei kominn á safn, er oftast nær, að
því er virðist, dæmdur til að vera
þar um aldir alda, hversu lítið er-
indi. sem hann á þar. Þessa grónu
venju, sem kann að vera skiljan-
leg frá safnmanns sjónarmiði, hafa
Norðmenn nú óhræddir haft að
engu, er þeir hafa valið úr flest-
um söfnum lands síns gripi til að
gefa oss íslendingum, og það ekki
rðíkotadýr eða úrhrök, heldur góða
gripi úr norsku menningarlífi, sem
mundu skipa sinn sess með heiðri
í hvaða norsku menningarsögulegu
safni sem væri. Jeg get vel ímynd-
að mjer hug þess safnmanns, sem á
að velja úr safni sínu gripi í fjar-
lægt land. Það er eins og að gera
upp á milli barnanna sinna, sem
maður elskar öll jafnmikið. En
norska safnið ber það með sjer,
að norskir safnmenn hafa ekki val-
ið af verri endanum. Gripirnir, sem
þeir senda, eru valdir af umhyggju
og vináttu til vor, sem við þeim
eigum að taka. Þeir eru gildir full-
trúar þeirrar menningar, sem skap-
aði þá, og þeir eru vottur þess að
Norðmenn telja oss munu kunna
að meta þá og geyma þeirra svo
að sómi sje að fyrir báðar þjóðirn-
ar. Er það von vor, að Norðmenn
Kristján Eldjárn
þurfi aldrei að iðra þess, að þeir
ljetu þessi börn sín í vorar hendur
og að þau megi á sinn hátt verða
þeim til ekki minni gleði en bau,
sem heima eru. Rjett er og skylt
í þessu sambandi að minnast þess,
sem er á fárra manna vitorði, að
norskir safnmenn hafa áður sýnt
oss íslendingum sjerstakt veglyndi,
er þeir hafa sent oss marga íslenska
safngripi úr norskum söfnum. Ár-
ið 1930 sendi Hans Aall, forstöðu-
maður safnsins á Bygdöy, Þjóð-
minjasafninu 231 íslenskan grip,
sem hafnað höfðu í því «•**»!. og
árið 1935 fylgdi G. F. Heiberg i
Amble í Sogni dæmi hans og sendi
69 íslenska gripi úr safni sínu. í
þessu var fólgin viðurkenning þess-
ara ágætu manna á því, að rjett
væri, að íslendingar endurheimtu
þjóðgripi þá, sem útlendingar höfðu
á brott með sjer á þeim tímum, er
vjer áttum ekkert safn sjálfir og
landið var eins konar almenningur
fyrir hvern þann forngripasafnara,
sem þangað kynni að koma í veiði-
hug.