Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSfNS Í63 ^J\artöHurœmun FYRIR TÆPUM hundrað árum í janúar 1853, segir sjera Bened'kt Þórðarson á Brjánslæk svo í frjetta brjefi: — Fyrir 18 árum eignaðist bóndi nokkur hjer á Barðaströnd, Guð- mundur Guðmundsson á Litluhlíð í Hagasókn, dálítið aí' jarðeplum og setti niður í garðholu hjá sjer og fekk um haustið hálfa tunnu aí' jarðeplum. Þótti honum þessi litla tilraun sín takast svo vel, að han'n hefir síðan alla stund á það lagt, að auka hjá sjer jarðepla- ræktina og hefir hann nú um nokk- ur ár fengið um 20 tunnur á ári. Ekki leið á löngu að sveitungar Guðmundar reyndu sama og nutu tilsagnar hans að, og hefir vel gefist. Nú er og líka jarðeplarækt- in orðin almenn á Barðaströnd, þótt hún skeri fram úr á stöku bæ- um, og fer það eftir dugnaði og þrif um hvers eins. En þá á alt er litið má með sanni segja, að jarðepla- ræktin sje hjer í talsverðri fram- íör. Á næst liðnu hausti fengust hjer um 280 tunnur jarðepla, og þó þori jeg að segja, að bresti ekki framhaldandi dugnað, mætti jarð- eplaræktin hjer margföld verða við þegar svo stendur á, sem nú, að ekki skortir hentugan jarðveg handa jarðeplum á Barðaströnd. — Þannig var þá ástatt í einni út- kjálkasveit á íslandi fyrir hundr- að árum. Ef jafn miklar frarnfarir hefði orðið í kartöfluræktun á land inu eins og á öðrum sviðum síð- an, framleiddu íslendingar nú næg- ar kartöflur handa sjer. En bví miður verða þeir að flytja inn á ári hverju mikið af kartöflum, og þegar svo stendur á, sem nú, að innflutningur bregst og engar kar- töflur eru fáanlegar, þá finst mönn- um sem heimilin sjeu bjargarlaus að hálfu, því að svo nauðsynlegur liður í mataræði manna eru kartöfl ur orðnar. Hjer er um eitthvert öfugstreymi að ræða. Vjer megum ekki vera án þessara góðu jarðávaxta einn einasta dag. Vjer getum, ef vjer viljum, ræktað nóg af þeim sjálfir. Er_ samt erum vjer að mestu leyti upp á aðrar þjóðir komnir. Hvað á það lengi að ganga? BRIDGE S 7 2 H D 8 4 2 T 8 7 5 4 L G 5 2 SÁ S 9 5 4 N DG 1 0 H Á K 6 5 3 V A H G 10 9 7 T 9 6 3 TK 10 L 6 4 S L K 10 3 K 8 3 H — T Á D G 2 L Á D 9 8 7 3 Austur gaf og sagnir voru þessar: S V N A 1 S 3 H 2T 2H pass 4 L pass pass 4 H 5 L pa ss pass pass Það var áhætta og rangt hjá S að segja 5 lauf, án þess að vita neitt um styrkleika mótspilarans, en hafa von um að fella hina á hjartasögninni. En S helt vel á spilunum og vann. HK kom út og S drap hann með trompi. Nú veit hann að V muni einnig hafa ásinn og því eru mestar líkur til þess að hin háspilin, SÁ, TK of LK sje hjá A, og er það stór bót í máli. En til þess að nota sjer þetta verður S að geta spilað út úr borði þrisvar sinn- um. Hvernig á hann að fara að því þegar blindur hefur engin innkomu- spil? Spili hann spaða af hendi getur hann trompað þriðja útspil í borði, en það er ekki nema ein innkoma, og hann þarf að geta spilað bæði laufi og tigli úr borði. Hann sá að ekki var nema um einn kost að velja. Hann sló út LD! A tók slaginn og spilaði hjarta, en S trompaði. Svo kom hann blindum inn á LG, sló út lágtigli, drap með gosa og sló svo út ásnum. Þá fell kóngur- inn í. Nú getur S komið blindum inn á 4. tigul og spilað spaða „í gegn um" A. Þar með er spilið unnið, því að þriðji spaði á hendi er drepinn með trompi í borði. L^r ehhi þetta, óem biaraar y/arat ? Sjóinn jeg gjöri sækja sannlega af innri hvöt, — framleiðslan er fyrir öllu — en átti ekki vinnulót. Jeg sendi til Symfónía. svona út úr vandræðum. og spurði hvort ætti hún ekki eitthvað af vetlingum. Til leikhússins leita j£g gjörði, labbandi á einni brók, og samfesting bað það að senda að Sandgerði eða á Krók. Votur á sjónum að vera vandræði mest jeg tel. Hjá listamanna þingum loksins laug jeg út sjóstígvjel. Við höfum svo oft átt erfitt með útlendan gjaldeyri. Hljómsveitir, leikhús og listir leysa öll vandræði. Sneffhi-Halli. V V V 4/ V ÞAÐ er siður meðal Madi þjóðflokks- ins i Mið-Afríku, að þegar einhver ætl- ar að gifta sig, þá fsera vinir hans honum stórgjafir til þess að ljetta hon- um þann kostnað, sem því fylgir að kaupa sjer konu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.