Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 6
370 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞJOÐVERJAR LATA RUSSA HAFA HITANN I HALDINU I AUSTUR-ÞYSKALANDI magnast dag frá degi andstaðan gegn Rúss- um. Sívaxandi leynifjelagssapur frelsisunnandi manna, gerir rúss- neska hernámsliðinu hverja skrá- veifuna af annari, svo að Rússar fari ekki með Austur-Þýskaland eins og þeir hafa farið með Eystrasaltsrikin. Þúsundum saman ganga Þjóð- verjar nú í leynifjelagsskap til þess að gera Rússum skráveifur. Mót- spyrnuhreyfingin er orðin svo öfl- ug í Austur-Þýskalandi, að Rúss- ar ráða ekki við hana, og valda- mónnum í Moskva er ekki orðið um sel. Dularfullar sprengingar verða í verksmiðjum á rússneska hernáms- svæðinu. Pólitískir fangar eru hrifsaðir úr klóm lögreglunnar rjett við nefið á rússnesku her- stjórninni. Leyniblöðum er dreift ufn alt hernámssvæðið og jafn vel inn fyrir hinar ramgjöru girðingar umhverfis uraníumsvæðið í Sax- landi. Fulltrúar leynihreyfingar- innar hafa komist inn í leppstjórn- ina í Austur-Þýskalandi. Þeir hafa einnig komist inn í lögregluna, sem Rússar hafa valið. Já, þeir hafa janfvel komið sjer í valdastöðúr í kommúnistaflokknum. Njósnarar leynihreyfingarinnar koma upp um njósnara kommúnista og nöfn þeirra eru birt á prenti, svo að al- menningur geti varast þá. Eink- unnarstafur leynihreylingarinna-r er „F“, sem táknar frelsi, og hann er málaður eða festur á hús í Aust- ur-Þýskalandi miklu örar en svo að lögreglan hafi við að afmá hann. TIL ÞESS að reyna að berja þessa írelsishreyíingu niður, fann þýska leppstjórnin upp á því að setja á fót sjerstakt öryggismálaráðu- neyti og fól forstjórn þess gall- hörðum kommúnista, lærðum í Moskva. Heitir hann Wilhelm Zeisser og hann hefir tekið upp starfsaðíerðir og vinnubrögð rúss- nesku leynilögreglunnar og vinnur í samráði við hana. Barátta Rússa við frelsishrevf- inguna er sönnun þess, að þeim hefir enn eigi tekist að kúga Þjóð- verja, eins og þeir hafa kúgað sum- ar aðrar þjóðir. Frelsishreyfingin hefir öruggar bækistöðvar í Berlín og á hernámssvæðum Vesturveld- anna í Vestur-Þýskalandi. Járn- tjaldið á milli hernámssvæðanna er alt glcppótt og hjer er um Ö00 mílna vegarlengd að ræða. Þús- undir flóttamanna, smyglara og ferðamanna fara þar yfir í banni dags daglega. Og með þeim fylgj- ast erindrekar frelsishreyfingar- innar. Kommúnistar mega ekki treysta á lögregluna í Austur-Þýskalandi til þess að berja frelsishreyfinguna niður. Hún á sína menn í lögregl- unni og þeir senda út aðvaranir þegar húsrannsóknir eru ákveðnar, eða þegar á að taka einhverja fasta. Ef þeim er ekki lengur vært í lögreglunni, flýa þeir, og hafa þá oft á braut með sjer pólitíska fanga, sem svo gerast virkir fjelagar í hreyfingunni. Frelsishreyfingunni er ekki mik- il hætta búin. Hún hefir verið á- gætlega skipulögð og hefir miljón- ir Þjóðverja að baki sjer. Best skipulag er á þeirri deild, sem jafn- aðarmenn (socialdemokratar) stjórna. Árið 1946 kröfðust Rússar þess að jafnaðarmannaflokkurinn sameinaðist kommúnistum. Þá hvarf jafnaðarmannaflokkurinn af sjónarsviðinu og gekk inn í leyni- hreyfinguna. Aðal bækistöðvar sínar hefir hann nú í Hannover í Vestur-Þýskalandi, en aðra bæki- stöð hefir hann í Berlín. Og leyni- legir erindrekar hans eru dreifðir um alt Austur-Þýskaland. HELSTA málgagn frelsishreyfing- arinnar í baráttunni við kommún- ista, er lítið blað, sem kallast „Der kleine Telegraph“ og er þessu blaði dreift vikulega um gjörvalt rúss- neska hernámssvæðið. Ritstjóri þess er hálfsjötugur maðurÁArno Scholz að nafni og kalla Rússar hann einn af helstu „stríðsæsinga glæpamönnum" í Berlín. Scholz á sæti í bæarstjórn Ber- línar og hann hefir skipulagt út- gáfu blaðsins ágætlega. Hann hef- ir frjettaritara í öllum helstu bæ- um á hernámssvæði Rússa. Frjett- irnar eru sendar með hraðboðum og birtar undir gerfinöfnum, svo að enginn veit hver sendir þær. Fyrir skömmu fell grunur á einn frjettaritara blaðsins og var hann tekinn fastur. En lögreglan gat ekki fengið neinar sannanir á hann, því að hann geymdi öll sín skjöl á öðr- um stað en þar sem hann átti heima. Þegar hann hafði nú verið handtekinn var öðrum frjettaritara skipað að flýa úr borginni og skilja eftir skjöl, er sönnuðu starfsemi hans. Síðan var Rússum bent á að þarna væri maðurinn, sem þeir hefði ætlað að grípa. Þeir gerðu húsrannsókn hjá honum, fundu þau skjöl, er hann hafði skilið eftir, og að því búnu ljetu þeir lausan frjettaritarann, sem þeir höfðu tekið, en honum var þegar smyglað út úr hernámssvæði þeirra. Nú vinna báðir þessir menn við ritstjórn blaðsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.