Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 371 Fyrir nokkru smyglaði blaðið ílutningabíl, hlöðnum „niðursoðn- um matvælum" inn á bannsvæðið umhverfis uraníumnámurnar. í hverri dós voru hundrað blöð og þeim var skift niður á milli skála verkamannanna. Menn úr leyni- hreyfingunni földu svo blöðin inn- an í hinu opinbera rússneska mál- gagni, sem dreift er út um alt. Þá er að minnast á áróður í út- varpi og er hann engu þýðingar- minni fyrir frelsishreyfinguna. Sá, sem honum stjórnar, heitir Rainer Hildebrandt, og er hann stofnandi einhverrar skeleggustu deildar hreyfingarinnar. Tvisvar á viku i'ær Hildebrandt aðgang að banda- rísku útvarpsstöðinni „RIAS“ í Berlín og þylur nöfn þeirra manna, sem hafa gerst njósnarar og hand- bendi kommúnista. Útvarp þetta nær um alt hernámssvæði Rússa og árangurinn af því hefir orðið eftirtektarverður. Nafnfræg söngkona, sem út- varpið hafði getið um að væri njósnari fyrir Rússa, ætlaði að syngja opinberlega kvöldið eftir, en var hrópuð niður. Öðru sinni var í útvarpinu nefndur veitingamaður í Leipzig. Hann hefir nú orðið að loka veitingahúsi sínu vegna þess að gestir hættu alveg að koma þangað. ÞAÐ VAR Hildabrandt sem fann upp að hafa stafinn „F“ sem tákn frelsishreyfingarinnar, og allar aðr- ar deildir hennar hafa nú tekið það eftir. Kjörorð hans er: „Þögn er sama og sjálfsmorð, athafnaleysi sama og morð“. Ekki vill hann nje aðrir foringjar frelsishreyfingarinn ar þó að valdi sje beitt eða menn drepnir. En eftir því sem frelsis- hreyfingin hefir færst í aukana hafa risið upp ýmsir óaldarflokkar, sem fremja skemdarverk, morð og önnur hermdarverk. Giska yfir- menn bandamanna á að milli tíu og tuttugu óaldarflokkar sjeu nú í Austur-Þýskalandi og vinni kommúnistum allan þann óskunda, er þeir mega. Aðrir segja að þessir flokkar muni vera um 40. Hermdarverkin eru gerð þegar minst varir. Sprenging varð í stórri efnaverksmiðju í Gnaschwitz og rýrði afköst hennar um 70%. — Sprenging varð í járnverksmiðjun- um í Tschornau og eyðilagði mikið af dýrmætum vjelum. í Nieder- schlag var námaturn sprengdur og eimvagn sprengdur í loft upp. En djarfasta skemdarverkið var þó það, er höfuðstöðvar rússnesku herstjórnarinnar í Potsdam voru sprengdar. Enginn veit hve margir hafa farist, en frá sjúkrahúsum í Berlín hafa komið þær frjettir að þangað hafi verið fluttir fimtán særðir menn, rússneskir herforingj ar og þýskir þjónar þeirra. Altaf er verið að herða á eftirlit- inu. Lögreglan er aukin um alt hernámssvæði Rússa. Sjerstakar sveitir eru skipaðar til höfuðs skemdarverkamönnum. Skorað hef ir verið á þá, sem eru í kommún- istaflokknum að hafa nánar gætur á skemdarverkamönnum. Og allir sem eru grunaðjr, eru undir eftir- liti. En þrátt fyrir það magnast frelsis hreyfingin stöðugt. Bandamenn segja, að færi nú fram frjálsar kosn ingar í Austur-Þýskalandi, mundu kommúnistar ekki fá nema svo sem 10—25 atkvæði af hverjum hundr- að. — Enn tekst Rússum að pína hern- aðarskaðabætur út úr Austur- Þýskalandi. En því er bráðum lok- ið. Endurreisninni á hernámssvæði bandamanna hefir miðað svo vel áfram, að hernámssvæði Rússa er orðið langt á eftir, og þeir verða nauðugir viljugir að hætta því að rýa landið. Bandamenn eru sann- færðir um það, að Rússar verði bráðlega að viðurkenna yfirsjónir sínar og neyðist til að reyna að þóknast íbúum Austur-Þýskalands með því að draga þaðan á brott nokkuð af setuliði sínu. En ef svo fer, þá er það að miklu leyti að þakka baráttu frelsihreyfingarinn- ar. (U. S. News and Worlds Report). ^ íW íW' JW V Nýr björgunarfleki NÝLEGA hefur breska flotamála- ráðuneytið látið fara fram tilraunir með nýan björgunarfleka, sem fvr- irtæki nokkurt í Cardiff hefur fund ið upp og búið til. Upphaflega var ætlunin sú að þessi ‘björgunarfleki væri hafður á farþegaflugvjelum. Voru gerðar tilraunir með hann í því skyni hjá Solent, en það varð til þess að flotamálaráðuneytið fekk áhuga fyrir uppíinningunni. Flekinn er stór, hann getur hæg- lega borið 20 menn, en ef í nauðir rekur þá geta 27 verið á honum. Hann er svo ljettur, að tveir menn geta hæglega farið með hann og þegar hann er ekki í notkun er hægt að brjóta hann saman, svo að lítið fer fyrir honum. Sjerstakur útbúnaður fylgir til þess að blása hann upp á svipstundu. í vetur ljet flotamálaráðuneytið níu menn hafast við á flekanum norður í Atlantshafi í fímm sólai- hringa, og gekk sú tilraun ágæt- lega. Er nú búist við því að þessir flekar verði hafðir á öllum her- skipum í framtíðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.