Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 8
372 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VÍGSLA BORGARVIRKIS. — Húnvetningafjelagið í Reykja vík gekst fyrir því. að blaðnar voru að nýju hinar hrundu brjóstvarnir í Borgarvirki. Og um seinustu helgi efndi það til hjeraðshátíðar í virkinu í tilefni af því, að verkinu var þá lokið. — Borgarvirki er klettaborg, scm gnæfir hátt á hálsi fyrir austan Vesturhópsvatn. 1 þessari klettahorg er víð l.vos, með skeifmnynduðum klcttum, en hlið.á gegnt austri. I hliðinu var áður varnargarður mikill, en hann var að mestu hruninn. Þó voru undirstöður hans eftir og sást hvar hlið iiafði verið inn að ganga. Þessi varnargarður var nú hlaðinn upp að nýju, og cins annar varnargarður utan í suðurbrún virkisins, þar sem skriða náði upp á brún. — Myndin cr (ekin inni í virkinu á vígsludaginn og sýnir hinn nýhlaðna virkisvegg og hliðið, en beggja megin við það blakta íslenskir iánar á slöng. I baksýn er Yíðidalsfjall. Ofurlítil rigning var, þegar myndin var tekin og slær því móðu á fjallið og það sem sjer á Víðidalinn út um hliðið. Fingurhosg. Stjúpsonur Stigs á Horni (d. 1899) Elías Einars'^n varð fyrir meiðslum á fullorðinsaidri og skemdist mjög visi- fingur hægri handar. Sárið hafðist illa við og leið Elías kvalir, þótt litt kvart- aði hann. Bað hann Stig oft að höggva af sjer fingurinn og taldi ekki nema manns verk, og væri það sæmra en láta fingurmeinið verða sjer að bana. Stigur sendi til ísafjarðar eftir læknis- ráðum og meðulum fyrir Elías. Þá var læknir á ísafirði Þorvaldur Jónsson. Sagt er að Stigur hafi látið sendimenn sína spyrja hann, hvort sjer mundi óhætt að höggva fingurinn af, ef hann teldi nauðsynlegt að það væri gert. Þorvaldur læknir taldi líklegt, að taka þyr. : fingurinn af og taldi ekki frá- gíuigisök aö Stígur gerði það, væri rjettur umbúnaður veittur á eftir. Sendi hann meðul og sáraumbúnað og 'agði ráð á hvernig skvldi um búið. Stígur tók nú El' s meo sjer út í timb- urhús og kvaddi með sjer Jason Sig- urðsson og tvo aðra vinnumenn sína. Var nú bundið fyrir augu Eliasar og hann látinn leggja höndina á borð, sem þar var, en Jason hjelt um hönd hans. Fylgdarmenn aðrir stóðu að baki Eliasi og skyldu viðbúnir að styðja hann. Leiddist nú Elíasi að biða eftir að- gerðum og spurði hvort ekki skyldi höggva. Stigur kvað þess enn stund að bíða. Ln þá reið höggið af og geig- aði e>:ki. Fmgurinn tókst í sundur þav sem til var ætlast, en Elías brást svo hat t við, er höggið fell, að þeir sent set<:r voru til að styðja hann, hrukku sinn i hvora áttina. Mælti hann ókvæðis o ð til þ.jiira fyri ósannsöglina, en stiltist þó brátt. Var svo um hendina búio eftir iæknisráðum og annaðist Stígur umbúnaðinn. Hafðist sárið vel ið og gieri brátt. (Kornstrendinga- bók). Fram á skógi. í Setbergsannál er þess getið að árið 1704 hafi geðveikur maður horfið frá Svif holti á Álftanesi. Hann hjet Geir- mundur Bjarnason, 38 ára og var vinnu meður hjá Þorleifi bróður sínum er þar bjó. „Hann fanst fram á skógi þrem vikum og einum degi meir, eftir það mn í burtu hvarf, með nær því sama þrifnaði til hoids og burða sem áður hafði“. Höfundur annáisins var kunn- ugur á þessum slóðum og hann mun hafa talið að allir skildu við hvað var átt þegar sagt var „fram á skógi“. Nú skilja menn þetta ekki, en hjer mun átt við Alinenninga, þvi að þar var þá skógarhögg. llautaspar. Það var liægt að spyrja í flautir; þær voru oft hrærðar, þegar leið á veturinn. Flautirnar átti að spyrja með því að stinga í þær hornspæni, silfurskeið mátti það ekki vera, enda voru hornspænir meira notaðir áður. Ef auður blettur var innan í spónblað- inu, þegar það var tekið úr flautun- um, sögðu þær já, en væri það ekki, sögðu þær nei. Fiéstum var skammtað- ur hræringur og flautir út á, en við unglingarnir vildum aðeins flautir, svo liægt væri að spá í þær. (Gamlar glæð- ur). Hrossalækning. Arið 1092 var austur í Hreppum fá- tækur maður, hrumur á fótum og bólg- inn mjög. Hann bað sjer væri lclcið blóð á fótum. Þá þess var freistað drógust þaðan ormar. Hann baö þá að höggva af sjer fæturna en til þess vilc’.i enginn verða. Fekk hann þá öxi og drógst í einhýsi, fanst þar dauður en annar fóturinn höggvinn mjög. Sá hjet Gott- skalk Arnþórsson. (Setbergsannáll).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.