Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 2
374 LESBÓK MORG LJNBLAÐSINS af útgeislan heila, þá er hún breyti- leg eftir því hvort viðkomandi er vakandi eða sofandi. — Árangur- urinn af þessum rannsóknum er hin svonefnda Speetroehrome Therapv, þar sem litróf ljóssins er notað til lækninga. Menn, sem hafa verið lamaðir frá barnæsku, hafa fengið lækningu með litgeislum. Einnig hafa þeir reynst vel við sál- sýki, niðurfallssýki og gigt, og syk- ursýki hefir verið læknuð með þeim, án þess að insulin hafi verið notað eða sjerstakt mataræði. Dr. Hessey hefir birt yfirlit um áhrif hinna ýmsu litgeisla. Grænn litur er róandi og hefir sjerstök áhrif á taugakerfið og er því mjög góður til að lækna taugaæsingu, svefnleysi og þreytu. Hann lækk- ar blóðþrýsting og er algjörlega óskaðlegur. Blár litur eykur blóðþrýsting og eyðir sóttkveikjum. Hann er sjer- staklega góður við gigt og það er gott að nota hann ásamt öðrum ráðum til þess að lækna krabba- mein. Hann dregur úr bólgum. Ekki er ráðlegt að nota hann nema svo sem tíu mínútur í senn, því að annars veldur hann þreytu hjá sjúklingum. Blár litur dregur úr geðshræringum. Gulur litur hefir fjörgandi áhrif Hann örvar æðaslátt án þess að auka blóðþrýsting. Hann er góður við magnleysi og svefnsýki. Rauður litur er æsandi og þess vegna notaður með mestu gætni. Hann getur verið góður við þung- lyndi. Dr. Starr White hefir sagt frá því, að í ljósmyndastofu í Frakklandi, urðu þeir, sem unnu að framköllun í myrkri við rautt ljós, önugir og uppstökkir, en það lag- aðist þegar þeir unnu við grænt ljós. Fjó^ublár litur hefir áhrif á hjart að^ lungun og æðarnar. Hann er því notaður við tæringar-sjúkl- inga. DR. HESSEY hefir einnig birt skýrslu um það hvernig hinir ýmsu litir örva minni á ýmsan hátt: Rautt rifjar upp bernskuminn- ingar. Rauðgult rifjar upp geðshrær- ingar og sterk áhrif. Heiðgult rifjar upp nöfn og hve- nær eitthvað hefir gerst. Grænt rifjar upp ljóð og skáld- skap. Blátt rifjar upp sjerstaka at- burði, list og litskrúð. Indigóblátt rifjar upp söng og hljómlist. Fjólublátt rifjar upp andleg efni. Dr. David Katz, prófessor í sál- fræði og uppeldisfræði við háskól- ann í Rostock, hefir ritað bók, sem heitir á ensku „The World of Colour“. Þar ræðir hann um hver áhrif litir hafi á skapferli manna og sálarlíf. Hann heldur því fram, að áhrif litgeislanna á mannlegan líkama sje svo merkileg, að full ástæða sje til að gera rannsókn þess að sjerstakri vísindagrein. Rannsóknarstofa General Elec- tric í Cleveland í Bandaríkjunum, hefir um margra ára skeið athug- að hver áhrif litgeislar hafi á geð manna. Matthew Luckiesh, for- stjóri þeirrar rannsóknastofu, seg- ir að áhrifin sje aðallega þrenns konar: (a) æsandi, (b) sefandi (c) fróandi. í bók, sem nefnist „Language of Colour“, hefir hann skýrt frá árangrinum af tilraun- um í þessa átt. Þar birtir hann eft- irfarandi yfirlit, og er mjög fróð- legt að bera það saman við það. sem haft er eftir dr. Hessey hjer að framan. Skýrsla um tilraunir gerðar á 63 mönnum um það hver áhrif litir hefði á þá: Æsandi. Sefanði. FróandL Dökkrautt 41 0 10 Faðurrautt 56 0 0 Rauðgult 59 0 0 Heiðgult 53 6 0 Ljósgult 53 6 0 Gulgrænt 14 39 5 Grænt 28 32 0 Blágrænt 32 23 6 Blátt 11 21 30 Fjólublátt 0 6 54 Purpurablátt 3 1 48 Það er mjög eftirtektarvert hve gagnólík eru áhrifin af rauðu lit- unum og þeim bláu. En þetta er í samræmi við það sem litafræðing- ar hafa haldið fram um aldir. Mr.. Luckiesh bendir einnig á það hvað kirkjan hafi áður tahð að litir tákn- uðu og hefir þá skrá eftir Fair- holt: Rautt: kærleikur, píslarvætti fyr- ir trú. Gylt: glæsileikur, vald. Grænt: trú, ódauðleikur. Blátt: von, einlægni, guðstraust. Ljósblátt: friður, samviska, góð- gerðasemi. Purpurablátt: virðuleikur, rjett- læti. Rósrautt: píslarvætti. Hvítt: sakleysi, hreinleikur. Grátt: raunir, armæða. í annari bók, sem heitir „Colour and Colours", segir Mr. Luchiesh að menn sje altaf næmir fyrir á- hrifum lita. Telur hann þar upp ýmsa liti og hvaða áhrif þeir hafi a geð manna og tilfinningar. Á sýningunni í San Francisco voru þessi litvísindi tekin þannig til greina ,að heppilegir litir voru hafðir á hinum ýmsu sýningarsöl- um og inn í sahna var beint ósýnis litgeislum, sem eru utan við bláa htinn í litrófinu. Það sjest á frásögn um blaðanna um þessa htahöll, að með ósýnis litgeislum er hægt að hafa áhrif á fólk og vekja hjá því ýmsar kendir. Fjólublár htur ger- ir menn næma fyrir dulrænum á- hrifum, gulur litur skerpir hugsun- ina, rauðguliu: htur vekur hrlfn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.