Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS ' 375 ingu, bláir og grænir litir hafa sefandi áhrif og svo framveg- is. — Þessi vísindi hafa leitt til þess, að menn eru nú farnir að hafa sjerstaka liti á herbergjum á heim- ilum sínum, liti, sem geta haft á- hrif á skaplyndi manna og vellíð- an. Gul skreyting eða gult ljós er liressandi fyrir þá, sem eru daufir í dálkinn. Rauða liti ætti að forðast, því að þeir æsa hug manna. Rauð- gult er betra, því að guli blærinn dregyr úr hinum æsandi áhrifum. Blátt, indigóblátt og heiðblátt eru fróandi htir fyrir skapið. Ljós- gulur litur fjörgar án þess að gera menn uppstökka. Hann örfar hugs- unina og skerpir skilning. Reynslan er sú, að instu litirnir í litrófinu, rauðu litirnir, æsa og örfa, en ystu litirnir, þeir bláu, sefa og róa. Græni liturinn dregur úr þreytu og fjörgar taugakerfið á þægilegan hátt. Hann dregur úr þeim æsingi, sem rauði liturinn veldur. Vilji menn hvílast er grænt og blágrænt þægilegast. Blár ht- ur vekur menn til andlegrar um- hugsunar, en það er ekki gott að vera lengi undir áhrifum hans, því að hann eykur blóðþrýsting. Heppi- legt er að hafa saman bláa og græna liti því að græni liturinn lækkar blóðþrýsting og vinnur þannig á móti hinum óhollu áhrif- um bláa litarins. Bjartur, ljós- grænn litur eykur samúð og vel- vilja og ljósblár litur vekur hjá mönnum innri frið. Rósrauður ht- ur er heppilegur fyrir börn því að hann vekur hjá þeim ástúð. En sje um mjög’ geðrík börn að ræða, þá er betra að liturinn sje grænn. Yf- irleitt er græni liturinn heppileg- astur, því að hann er örfandi án þess að æsa og hann hefir engin óholl áhrif, hversu lengi sem hann umlykur menn. Litir eru aldrei hættulegir, eins og sum meðul, og þess vegna verð- ur farið að nota þá mikið til heilsu- bótar. Þeir hafa áhrif á taugakerfið og geðið, en ekki á líkamann, eins og meðul. Með litum er hægt að hafa bætandi áhrif á mannkynið og ættu þeir, sem sjá um uppeldi barna að hafa það sjerstaklega í huga. Litirnir eru eins og hljóm- listin, með þeim má hafa mikil á- hrif bæði til góðs og ills. M. SCRIABINE, sem samdi tón- verkin Mysteries og Prometheus, lýsti yfir því skömmu áður en hann dó, að hann hefði fundið samsvör- un milli hljóma og lita. Hann var þá einmitt að fást við að reyna að smíða lita-orgel, sem átti að vera þannig að litir kæmi fram á spjaldi um leið og leikið væri á það, þannig að áheyrendur gætu, jafnhliða því að hlusta á orgel- hljómana, sjeð þá liti er samsvör- uðu hljómunum. Þetta þótti nú fjarstæða þá. En nú er þetta orðið að raunveruleika. Árið 1937 /ar 1 Bandaríkjunum sýnt lita-orgel (Mobile Colour-Organ). Hötund- ar þess voru Mr. C. A. Wragg (Ástraiíumaður) og Mr. G. Shook. Þetta orgel var ætlað til þess að notast í sjúkrahúsum til þess að róa taugaveiklað fólk eða erfiða sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt, að vissir Htir hafa samsvarandi bylgjulengd og vissir tónar og viss angan. Hrif- næmir menn sjá að hljómar hafa vissa sýnilega liti með sjer. Hafn merkilegar rannsóknir verið gerð- ar um þetta í The Colour Clinic í Blackpool í Englandi, undir stjórn Mr. Roland Hunt. Hann liefir skrif- að um þetta bók, sem heitir „Fra- grant and Radiant Symphony“ Þar segir frá því að margir menn hlustuðu samtímis, en þó sinn í hverju lagi, á sjerstaka tóna, og voru látnir segja á eftir hvaða lit- ur og angan fylgdi hverjum tón. Svörin urðu furðulega lík, aðeins misjafnlega djúpt tekið í árinni. Þá var gerð tilraun um ilman og hvaða litir fylgdu hverri. Gerani- um hafði með sjer „Ijettan, dumb- rauðan lit“. Aðrir sögðu að litur- inn væri mitt á milli dumbrauðs og skarlatsrauðs. Og sumúm heýrð- ist eins og bjölluhljómur fylgdi. Svo var skift um, cassia tekin í staðinn og þá var sagt að liturinn hefði breyst og orðið gulbrúnn, en það var eins og bjölluhljómurinn yrði skýrari. Ilmvötn, með angan þessara blóma, höfðu með sjer sömu liti, en það stóð lengur á því að þeir kæmi fram. Edward Maurer gerði samskonar tilraunir með menn í dáleiðslu, og niðurstaðan varð hin sama. Eins fór um tilraunir sem gerðar voru með miðil í dái. Samsvörun ilm- ana, lita og' hljóma er þannig fylli- lega sönnuð. O1 í ■■. The State Asylum í Michígan í Bandaríkjunum hefir notað ilman til lækninga með góðum áratigri, sjerstaklega þegar um sálsýki var að ræða. Og dr. Cannon, hinn al- kunni læknir í London, notaði bæði hljóma og ilman í sambandi við dáleiðslu til þess að lækna tauga- veiklaða sjúklinga. '='• 3r-í 'u: ? SKÝRINGIN á því, að menn skuli sjá liti og finna angan í sambandi við hljóma, er talin vera sú, að viss- ir hljómar, litir og angan hafi sama sveifluhraða eða bylgjulengd, en ára mannsins, eða lífsgeislan sje þar eins og' viðtökutæki. Öllum er kunnugt um það, að sá unað- ur er hljómlist vekur, er ekki lík- amlegs eðlis. Og þó snertir hljóih- listin menn með ómótstæðilegu afli. Menn þurfa ekki að vera tón- fróðir, þurfa ekki að þekkja tóna nje geta gert sjer grein fyrir tækni- legri list tónskáldsins. Hljómarnir smjúga rakleitt inn í sál manns, vegna þess að lífsgeislanin tek- ur við þeim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.