Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 6
378 LESBOK MORGUNBLaÐSLNS KOSTAMEÐAL það skiljanlegt hvers vegna breska stjórnin varð áhyggjufull út af framkomu Malans. Og til þess að blíðka hann ákvað Gordon-Walk- er, nýlendumálaráðherra Breta, að kalla Seretse Khama til Londorn Konungur var tregur til þessarar ferðar, því að honum gat ekki skilist að neinar þær væringar væri milli sín og bresku stjórnar- innnar að ekki væri hægt að út- kljá þær heima í Bechuanalandi. Drotningin var komin að því að ala barn, og hann vildi ógjarna fara frá henni. Hann grunaði líka að hjer ætti að tæla sig í einhverja gildru. Baring, landstjóri Breta fullvissaði haxm þó um það, að honum mundi ekkert verða gert, og að hann fengi að hverfa aftur heim. En þegar hann kom til London, þá varð nú annað uppi á teningn- um. Fyrst í stað var farið að hon- um með góðu og reynt að fá hann til þess afsala sjer konungdómi af frjálsum vilja. En þegar það mis- hepnaðist, þá lýsti Gordon-Walker yfir því að Seretse væri um fimm ára skeið bannað að hverfa heim til Bechuanalands, en breska stjórn in mundi veita honum þær sára- bætur, að láta hann fá nokkrai þúsundir sterlingspunda á ári þenn an tíma. En Seretse tók það ekki í máL Drotningin símaði til l'ans og bað harm að standa sig. Hann þverneitaði að leggja niður völd og heimtaði að fá að hverfa heim aftur undir eins. Þá fór mál hans að vekja umtal. Blaðamenn þyrpt- ust um hann og blöðin birtu lang- ar gréinar um mál hans. Eriend blöð tóku líka að ræða málið og þeim fanst breska stjórxún hafa gert lítið úr sjer. íhaldsflokkurixm fór einníg á kreik. Churchill lýsti yfir því í neðri deild þingsins, að Attlee og stjórn hans ætti að hafa annan metnað en þaxm að hjálpa Malan FYRIR TUTTUGU árum gekk Dr. Geoffrey Ainsworth frá rann- sóknastofu sirrni í Beckenhara í Englandi og út í sveitina, með tvær sótthreinsaðar dósir undir hend- inni. Haxm hitti þar garðyrkju- mann og bað um leyfi til þess að fylla jressar tvær dósir með jarð- vegi, sem nýlega hefði verið borið á. Leyfið til þess var auðfengið. Dr. Ainsworth fylti dósirnar og fór til þess að „malanisera“ Suður-Af- ríku. Fjölda margir þingmenn úr verkamannaflokknum snerust eixm ig á móti stjórninni í þessu máli. Stjórnin varð því að beygja sig. Forsætisráðherrann lýsti yfir því i þinginu að stjórnin hefði sjeð sig um hönd og Seretse mætti fara frá London Menn skildu þetta svo, að honum væri nú heimilt að hverfa aftur til Bechuanalands. Og Ser- etse var sjálfur viss um þetta og tók sjer þegar far með skipi til Afríku. En er þangað kom var hon- um tilkynt að það þætti ekki æski- legt að hann hyrfi heim til þegna sinna. Þegnarnir mótmæltu þessari meðferð og þegar Baring landstjóri kvaddi þá saman á ráðstefnu til að hlusta á rök bresku stjórnarinnar fyrir þessu, vildu þeir ekki hlusta á hann en þustu út í skóg. Nokkru síðar veiktist drotning- in og þá gaf breska stjórnin Ser- etse leyfi til þess að hverfa heim um stundarsakir. Honum var tek- ið eins og sigurvegara í landi sínu. Málinu er tæplega lokið með þessu, því að Malan mun ekki vilja sætta sig við þessi mála- lok. >W >W með þær heim til sín i rannsókna- stofuna, sem heitir Wellcome Physiological Laboratory og er ein af frægustu rannsóknastofum í EnglandL «i«m Þarna rannsakaði nú doktorinn þessi jarðvegs sýnishorn. Hann var að leita að bakteríum í jarðveg- inum, er verða mætti til þess að hægt væri að búa til lyf gegn ýms- um sjúkdómum. Hann var þá á sömu braut og þeir, er seinna fundu upp penicillin og strepto- mycin. Hann hafði lengi fengist við þessar rannsóknir, leitað í mold úr ótal görðum þar í nágrenninu, en einkis orðið vísari. En í þessu sýnishorni fann hann einnkemiilega bakteríu. Hann sá þegar að hún var lík „bacillus aerosporus“, sem Frank E. Greer i Chicago hafði fundið i skolpi. En það var sagt um þessa bakteríu að hún væri alveg gagnslaus. Greer hafði reynt hana á músum, en það hafði engan árangur borið. Þar við sat svo þangað til Ainsworth rakst þarna á hana aftur. Og hann á- kvað að ganga úr skugga um hvort hún væri með öllu gagnslaus. Hann ræktaði hana 1 blöndu af sykri og manganese og fekk af því það með- al, sem nú er kallað aerosporin. Þessar rannsóknir stóðu í mörg ár, enn nú er svo komið, að vísinda- menn þykjast geta staðhæft að nú sje hægt að lækna ýmsa sjúk- dóma, sem öirnur meðul liaía ekki dugað við. Við rannsóknir hefir það reynst mjög örugt gegn blóðsótt, kóleru og öðrum smitandi sjúkdómum í meltingarfærunum. Þá hefir það reynst ágætlega gegn kikhósta. Tilraunamýs höfðu altaf drepist ef þær voru sýktar af Kik- hósta, en nú brá svo við að hægt var að lækna þær. Fyrstu mann-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.