Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37í> legu sjúklingarnir, sem það var reynt við, voru því börn, sem feng- ið höfðu kikhósta og hefir heim hatnað furðu fljótt. Það er talið algjörlega hættu- laust að nota stóra skamta af aero- sporin. Talið er það í flokki með strepto- mycin, fremur en penicillin, því að það drepur, eins og streptomycin, hina svokölluðu gram-negativu sýkla, en penicillin eyðir aðeins gram-positivum sýklum. Þessi að- greining sýkla er kend við danska bakteriufræðinginn Hans Christi- an Grom. Hann sýndi fram á það, að með sjerstökum efnafræðisað- gerðum var hægt að upplita suma sýkla, en aðra ekki. Þeir, sem upp- litast, eru kallaðir gram-negativir, en hinir gram-positivir. Penicillin er því notað gegn sjerstökum teg- undum sýkla, en hin lyfin, strepto- mycin og aerosporin gegn öðrum. Og þo er þar nokkur munur á. Streptomycin eyðir t. d. berklum, en aerosporin hefir engin áhrif á þá. Aftur á móti hafa tilraunir á músum sýnt að aerosporin er á- gætt gegn inflúensu og týfus. Hefir það reynst þar miklu virkara en nokkurt annað meðal. ^ ^ JOJL umar i HOUDINI, hinn frægi töframaður, ljek einu sinni laglega á Nikulás II. Rússakeisara. Sagan byrjar á því, að þau Houdini og kona hans voru komin til Moskva og keisar- inn óskaði þess, að Houdini sýndi sjer listir sínar. Kom Houdini því til konungshallarinnar og tók keis- arinn hann tali. Nú var Houdini glöggur mann- þekkjari og hann byrjaði á því að tala um hinar þöglu klukkur í Kreml. Um þrjár aldir hafði aldrei heyrst í þeim, því að svo langt var síðan að klukknastrengirnir höfðu fúnað og dottið niður. Þeir töluðu um þetta nokkra stund og alt í einu segir keisarinn að ef Houdini sje nú eins mikiil töframaður og af var látið, þá skyldi hann nú sýna það og láta klukkurnar hringja af sjálfsdáðum. Houdini gekk þá fram að glugga, þar sem Kreml blasti við. Hann bað alla menn að vera hljóða. Svo dró hann gluggatjöldin frá og horfði um stund á turninn í Kreml, sem bar við dimmblátt loftið. Svo opn- aði hann gluggann og hóf upp hend urnar. Og nær alveg samtímis barst gjallandi hljómur frá hinum þöglu klukkum í Kreml. Houdini stóð þarna nokkra stund með upplyft- um höndum og altaf hljómuðu klukkurnar. Svo Ijet hann hend- urnar falla, og þá þögnuðu þær. Hann lokaði glugganum og sneri sjer svo brosandi að keisaranum og hirðinni. Enginn sagði orð. Allir voru eins og steingjörvingar af undrun og ótta — þar á meðal keis- arinn. BRIDGE Þetta er dæmi um frábærilega góða spilamensku. S 10 7 6 H 9 6 4 3 T 10 8 6 3 L K 2 S 5 3 HG 8 7 2 T G 7 5 2 L D G 10 N V A S S G 9 4 2 H 10 5 T 9 4 L 8 6 5 4 3 S Á K D 2 H Á K D T Á K D LÁ 9 7 Suður hafði sagt 6 grönd og enginn getur láð honum það. V sló út LD og S verður að drepa hana með ásnum á hendi til þess að eiga innkomu hjá blindum í þeirri von að fá slag annað hvort á hjarta eða tigul í borði. Hann spilar svo tiglunum, en gosinn var varinn. Hann spilar hjörtunum og það fer á sömu leið, gosinn var varinn. Þá spilar hann þremur hæstu spöðunum og í þriðja spaðann verður V að kastá L 10, en það virðist ekki hættulegt úr því að S á ekki neina innkomu á hendi. Nú liggja spilin þannig: Hvernig fór Houdini að þessu? Það var mjög einfalt bragð. Gisti- húsið, þar sem frú Houdini var, stóð andspænis höllinni og Kreml. Frú Houdini stóð þar við glugga s — með riffil í hönd og beið eftir hinu H G umtalaða merki. Þegar Houdini T r opnaði gluggann í höllinni og stóð þar með birtuna að baki sjer, sá hún hann glöggt. Og um leið og hann rjetti upp hendurnar byrjaði hún að skjóta og skaut stöðugt á klukkurnar þangað til Houdini gaf henni merki um að nóg væri komið. ^ ^ ^ ^ í TJEKKÓSLÓVAKÍU er nú öll heild- verslun í höndum stjórnarinnar, 73% af smásöluverslimum í höndum sam- vinnufjelaga, 97% af öllum iðnaði og 93% af allri verslun með byggingarefni í höndum stjómarinnar. s — .. . : .1. . H 9 T 10 L K N SG V A H — f — * 1 — S L 8 6 * S 2 .. . ..__C - - H — T — L 9 7 S slær nú út S 2 og nú á V úr vöndu að ráða. Hann má hvorki fleygja hjarta nje tigli, því að þá fleygir blind- ur aðeins öfugt og faer slag á annan hvorn litinn. V verður því að fleygja LG. S fleygir LK úr borði. A drepur með SG en svo á S báða laufsiagina á hendi. ^ ^ ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.