Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1950, Blaðsíða 8
380 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Xiu huudrað barna faðir. Sauðfj árrækt er mikii á íslandi og pess vegna er það eðlilegt að þessar dtepnur eigi þar mörg nöfn. Eitt af --eim er kind og skemtileg saga er sögð i t ,1- bandi við það nafn. Einu sinni fór íslenskur biskup til Danmerkur og var >-r.n kyntur drotningunni, sem auð- ,að var þýsk prinsessa. Drotning á- varpaði hann á þýsku: „Wie viele Kinder haben Sie?“ (Hve mörg börn eigið bjer?) Biskup var fjárríkur og helt aö hún væri að sþyrja um það svaraði því: „Níu hundruð, yðar iiátign'*. Drotningu hefur sennilega funoíst þetta allmikill barnahópur og sagði eitthvað á þá leið, að mikið þyrfti nú til þess að seðja alla þessa munná. En biskup kvað það ekki til- finnanlegt, því að á sumrin lifðu þau á grasi, en á haustin væri þriðjungn- um slátrað og kjötið etið. í>á brá drotn- ingu og gefðj’hún sem óðast krossmark i': sjc-rv því að hún var kaþólsk. — Biskup þessi hjét Jón. Hann hendi einn- ig það óhapp, er hann var kyntur drotningunni, að honum skrikaði fótur á' hálu gólfinu og fell þannig að það þótti ekki samrýmast hírðsið. En upp frá því var hann kallaður „drotningar- hlunkur". (Ferðabók Paijkulls). Jón Magnússon Vesturl-'ndspóstur (1861—74) kom eitt sinn að Staðarfellí. Þá var þar Bogi Tho-'arensen sý4lufnaður, og var þá nýlega settur amtmaður. Hann var stórbok.ii í lund og svo bráðlyndur að hann g eip stundum til korða síns eða b' ssu og ógnaði mönnum, ef honum fanst -,jer ekki sýnd tilhlýðileg virð- íng. - n gek1 í stofu til sýslumanns ogt h , ^ijóI I.o^um með þessum orð- um: „Komið þ,er sælir, sýslumaður góður." Sneri sýslumaour sjer þá held- ur hvatskeytlega að Jóni og segir, án þess áð taka kveðju hans frekar: „Vit- ið þfjer ekki að jég ef orðinn amt- maður? ‘ — ,,Jú, víssi jeg vel,“ svarar Jón, „on mjer þótti heldur langt í því að segja: Sælir verið þjer, sýslumaður góður, settur amtmaður." Þá var Boga nóg boðið, sprettur hann upp og grípur til korðans. Jóm pósti var líka nóg boð- ið, grípur utan um handlegg sýslu- UR REYKJAVÍKURHÖFN. Þessi einkennilega myncT er fekin á hafnarbakkanum í Reykjavík og sjer á skipin Gull- toss og Lagarfoss þar sem þau snúa stöfnum saman. Framan á Gullfossi er merki Eimskipaf jelags íslands, cn ekki á neinu öðru skipi fjelagsins. Á milli skipanna sjer út á höfnina og er hollenska rannsóknaskipið „Ciunulus“ að sigla þar inn Þetta skip hefir annars bækistöð vestur í hafi um tniðja vegu millí íslands og Grænlands og heldur þar uppi veður- athugunum og hálofta-inælingum. (Ljósm. Ól. K. Magnús.) manns og hristi korðann úr hendi hans, tekur hann síðan og brýtur á hnje sjer. — Það fylgir sögunni, að Bogi sýslu- maður hafi jafnan bofið mikla virð- ingu fyrir Jóni póstí eftir þetta (Söcnih landp.) Eins og ltjarnageislan. í ferðabók Symingtons er sagt frá ýmsum eldgosum þjer á landi og í frá- sögninni um Kötlugosið 1755 stendur meðal annars þetta: „Miklar eldingar fylgdu gösinu og þær fóru i gegn um kletta og urðu tveimur mönnum og eílefu hestum að bana, þar af þretnur í húsi. Bóndi varð fyrir eldingu um leið og hann kom út úr bæardyrum sinum og dó. Merkilegt var það, að ytri föt hans, sem voru úr ull, voru óbrunnin og sá ekkert á þeim, en nær- fötin, sem voru úr líni voru brunnin. Þegar hann var afklæddur kom í ljós að hörund og kjöt var brunnið inn að beini á hægri hlið. Vinnukona hans wrð fyi-ir sömu eldingunni, og þótt hún væri þegar færð úr fötum, þá lielt bruninn áfram í likama hennar, svo aö föt, sem hún var klædd í sviðnuðu utan af henni. Hún dó eftir nokkra daga og hafði liðið ógurleg harmkvæii“ I frásögn Jóns' sýslumanns Sigurð'ssonar af þessu gosi, segir að bóndinn sefn fórst hafi verið Jón Þorvaldsson hrepp- stjóri í Svínadal í Skaftártungu. Hafi hann staðið ásamt vinnukonu sinni utan við bæjardyr þegar eldingin kom. „Kvemnaðurinn brann a annari hlið- inni og höfðinu; lifði hún fáar vikur eftir“. Páll prestur a Barði. sonur Árna biskups Þórarinssonar, var maður hreinlyndur, en afar bráðlynd- ur og trúgjarn. Um hann sagði Jón smiður á Neðra-Haganesi að hann hygði „að guð hefði ekkert mót átt svo fárán- legl eins og það, er hann hefði steypt Pál prest í“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.