Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Page 1
30. ó u JlatpwMal^iitg tbl. Sunnudagur 13. ágúst 1950. XXV. árgangur. Á NYRSTA HJARA HEIMS Iljcr sjást bækistöðvar leidangursins hjá Brönlundsfirði. Rannsóknarferðir voru farnar þaðan þvert norður yfir Pearyland og eins nieð ströndum fram. Til liægri er kort af Grænlandi til samanburðar. NORÐUR úr Grænlandi gengur skagi einn allmikill, sem kendur er við Robert E. Peary heimskauta- fara. Er hann á stærð við þriðja hluta íslands. Norðurströnd lians er það land, er næst liggur Norður- heimskautinu og er það því rjett- nefni að kalla þetla nyrsta lijara heims. Tvö undanfarin ár hefur leiðang- ur danskra vísindamanna verið við rannsóknir á þessum slóðum undir forustu Egil Knuth greifa. Hafa rannsóknirnar verið' f jölþaettar og snert jarðfræði, jarðeðlisfræði, dýrafræði, grasafræði, fornl'ræði, veðurfræði o. s. frv. Nú er þessum leiðangri að verða lokið í bili og hefur órangur orðið mikill. Fundu þeir þarna t. d. stóra fjörðu, sem menn höfðu ekki haft hugmynd um áður að væri til og munu athug- anir þeirra breyta mjög landakort- inu af þessum slóðum, eða svo mjög, að gert er ráð fyrir því að Geodætisk Institut geri þangað út leiðangur innan skamms til þess að kortleggja landið. Um seinustu helgi komu hingað með Catalína flugbát nokkrír af leiðangursmönnum. — Er um 11 klukkustunda flug þaðan að riorðan og iiingað til Reykjavíkur. Leið- angursmenn þessir fara allir heim til Danmerkur nema einn, Bendix Sörensen flugliðsforingi. Hann fer með flugvjelinni aftur norður til Sackenberg hjá Franz Josepsfirði, þar sem aðalbirgðastöð leiðangurs- ins var, og verður þriðja veturinn í Grænlandi á einhverri loftskeyta- stöð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.