Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MOROUNBLAÐSINS 385 nú klappar hann þrisvar á öxl foringjans til merkis um að nú sje alt í lagi. Þá er hreyfillinn settur á stað. Nú er um að gera að kom- ast undan“. DIMMA nótt í ágústmánuði 1941 rendi kafbátur inn í Cadizflóa á suðvesturströnd Spánar og lagðist við hliðina á ítalska skipinu „FuIgor“, sem þar hafði leitað skjóls 1940, þegar ítalir fóru í stríð- ið. Nú var það leynileg birgðastöð og miðstöð fyrir ítalska kafbáta. Kafbátur þessi hjet „Scire“ og hann kom með fjóra þaulæfða torpeitumenn, sjerfræðing og ber- lækni. Er það til marks um hve þessi torpeituhernaður var rekinn af mikilli fyrirhyggju, að menn þessa hafði kafbáturinn tekið í Cadiz, 80 mílur frá Gibraltar í stað þess að lytja þá frá Ítalíu, 1000 mílna sjóleið. Til þessa varð kaf- báturinn að fara tvívegis um Gibr- altarsund, svo að segja í gegnum greipar Breta. En fyrii vikið voru torpeitumennirnir óþreyttir. Þeir höfðu komist til Cadiz á fÖlsuðum vegabrjefum. Kafbáturinn yfirgaf skipið þeg- ar í stað og fór í kaf. Nóttina eftir laumaðist hann inn í suðvestur- horn Gibraltarflóa, inn í spanska landhelgi um fjórar mílur frá bresku höfninni. Meðan kafbátur- inn var enn í kafi komu fjórir menn í kafarabúningun> upp úr honum. Á þilfarinu lágu tvær torpeitur bundnar. Mennirnir leystu þær og tveir og tveir sett- ust þeir klofvega á þær, losuðu þær og lcomu upp á yfirborðið. Nú átti fyrsta árásin að hefjast. En það varð ekkert úr henni. Raf- geymar torpeitanna höfðu bilað á leiðinni. MÁNUÐI seinna, aðfaranótt 18. september 1941, kom „Scire“ aftur þangað er „Fulgor“ lá. Nú var hann með þrjár torpeitur. Og öðru sinni laumaðist hann inn í Gibraltar- flóa, torpeitumennirnir settust á bak neðansjávar reiðskjótum sín- um og stefndu í myrkri inn á höfnina í Gibraltar. Eina von þeirra um að komast af var að ná landi á spanskri grund. Og á ákveðnum stað beið þeirra þar Pierleoni flota- foringi, sem ítalir höfðu sent til Spánar til þess að stjórna þessum árásum. Á yfirborðinu var hann aðstoðarkonsúll í Barcelona. Rjett á eftir að hann hafði tekið við fyrstu fjórum mönnunum á strönd- inni, kom spanskt varðlið og tók þá fasta. En Pierloni sagði: „Þessir menn eru nýkomnir úr árás á breska flotann hjer úti fyrir“. Hann vissi að það myndi hrífa, því að Spánverjar voru hlyntari Mið- veldunum en Englendingum. Og það hi'eif. Mönnunum var tekið eins og hetjum og farið með þá til La Linea. Þar fengu þeir þur föt og voru hrestir á kaffi, víni og vindlingum. En á meðan þeir sátu að þessu kvað við ógur- leg sprenging inni í Gibraltarhöfn. Og litlu seinna komu tvær aðrar sprengingar. Þar sögðu til sín tíma- sprengjur þær, er torpeitumenn- irnir höfðu fest undir kili þriggja skipa í höfninni. Eitt þeirra var olíuskipið „Denbydale“, það sökk ekki, en varð að liggja þarna í höfn til stríðsloka. Annað skipið var 10,900 smál. birgðaskip, sem „Durham“ hjet og skemdist bað svo, að það lá þarna í lamasessi í heilt ár, en var þá dregið til Enp lands til viðgerðar. Þriðja skipi. var olíuskip, sem „Ficua Shell'4 hjet og það sökk. ítölsku torpeitumennirnir \feru nú fluttir til Sevilla og afhentir ítalska konsúlnum þar. Sí~an fiug’ þeir heim og var þar fagnað sem sigurvegurum. EFTIR þetta urðu Bretar varari um sig í Gibraltar. Þeir höfðu eigi aðeins stöðugt leitarljós og varð- báta við hafnarmynnið, heldur var á fimm mínútna fresti varpað smá- sprengjum þar fyrir utan, nægi lega öflugum til þess að þær hefði orðið að bana hverjum manni, er fyrir hefði orðið Auk þessa voru kafarar látnir rannsaka botn á hverju skipi, sem kom þangað úr spænskri höfn og á hverri nóttu köfuðu menn þessir undir skipin, sem lágu í höfninni til þess að athuga hvort sprengjum hefði ver- ið komið þar fyrir. En Pierloni var ekki af baki dottinn. Hann hafði aðra bækistöð í öðru ítölsku skipi, sem lá í Alge- ciras-höfn. Það hjet „01terra“ og með brögðum hafði ítölum tekist að útbúa það sem miðstöð fyrir kafbáta, án þess að spönsku yfir- völdin hefði hugmynd um það. Þaðan voru svo sendar þrjár torp- eitur í desember til árásar í Gibralt arhöfn. Fyrsta torpeitan ætlaði að skríða með botni inn í höfnina, en rak sig á gaddavírsgirðingu og skemdist. Mennirnir urðu að skilja við hana og náðu hafnargarðinum á sundi. Fyrir næstu torpePu fór svo, að annar maðurinn losnaði t.' henni einhvers staðar í flóanum. Varð hún þá að snúa við til „01- terra“. Þriðja torpeitan fórst í hafn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.