Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 6
388 LESBÓK MORG UNBLAÐSINS armynninu. ~ Hún varð fyrir sprengju þar og baðir mennirnir ljetu líf sitt í þessari árás mistu ítalir þrjá menn, en unnu ekkert á. FJÓRÐA árásin var gerð aðfara- nótt 7. maí 1943. Fyrirliðinn í þeirri árás hjet Notori. Hann af- tók að fara inn i Gibraltarhöfn, en rjeðist á skip, sem lágu á ytri höfn- inni. í þeirri árás skemdust stór- kostlega skipin „Pat Harrison“ 7000 smál. og „Mahsud“ 7500 smál., en „Camerata“ var sökt; það var 4875 smál. Allir árásarmenn komust heilu og höldnu til „Olterra" aft- ur. Fimta árásin var gerð í ágúst 1943 og var Notori enn fyrirliðinn. Þrjár torpeitur voru sendar. Notori þræddi með strönd Spánar til þess að forðast leitarljósin. Hann hafði kosið sjer að ráðast á 7000 smál. skip sem „Harrison Grey Otis“ hiet. En þegar hann kom þangað, rakst hann á óvænta hindrun — gadda- vírsflækjur í sjónum. Hann kafaði undir vírinn og komst að botni skipsins. Aðstoðarmaður hans hjet Gianoli og var viðvaningur. Þess vegna tókst honum svo slysalega að missa hakann, sem hann átti að Giannoli og var viðvaningur. Þess vegna varð nú að binda sprengj- una við ruggukjölinn á bakborða aðeins. Þegar því var lokið tók torpeitan að hefjast og lá við að henni mundi skjóta úr kafi. Notori varð það á að opna sjóhylkin of mikið og nú stakst torpeitan niður á fleygiferð og Notori rjeði ekki við neitt. Þeir komust niður í 112 feta dýpi, þrisvar sinnum dýpra en ráð var fyrir gert að torpeitur gætu farið. Notori fanst hann vera að kafna af vatnsþrýstingnum. Alt í einu sneri torpeitan við og brun- aði nú upp á við og kom upp á yfirborðið rjett hjá skipinu. Notori var eins og milli heims og heljar og bjóst við kúlnaregni. En ekkert skeði. Smám saman fór hann að átta sig. Giannoli var horfinn. Ekki var hægt að fara í kaf, þar sem torpeitan Ijet ekki að stjórn og Notori tók þann kost að sigla ofan- sjávar með fullri ferð, og honum tókst að komast aftur til „01terra“. Giannoli hafði slöngvast úr sæti sinu þegar torpeitan ljet sem verst. Honum skaut upp hinum megin við skipið. Hann helt að Notori væri dauður, svo að hann synti að akkerisfestinni og helt sjer þar. Hann klæddi sig úr kafarabúningi sínum og svo hekk hann þarna í tvær klukkustundir eða þangað til hann bjóst við að torpeiturnar væri komnar heilu og höldnu til „Olterra". Þá hrópaði hann á hjálp og var innbyrtur. Skipið tilkynnti þegar þennan atburð og rjett á eft- ir kom varðbátur og lagðist að hliðinni á „Harrison Grey Otis“. Nú var farið með fangann niður í bátinn, en um leið varð sprenging hinum megin við skipið. Sprenging- in reif stórt gat á byrðinginn í vjela rúmi og þeytti stóru járnstykki þvert í gegn um byrðinginn hinum megin. Það kom á manninn, sem helt vörð um Giannoli og drap hann samstundis. Tíu mínútum seinna varð spreng ing undir 10.000 smálesta norsku skipi, sem „Thorshövdi“ hjet. Það brotnaði í tvennt og olían flaut út um allan sjó. Þriðja sprengjan grandaði 6000 smálesta bresku skipi, sem „Stanridge“ hjet. Öll skipin sukku. Að Giannoli einum undanteknum flugu árásarmennirnir allir heim til Ítalíu daginn eftir og var þar vel fagnað. EKKI ljetu ítalir sjer nægja að gera torpeituárásir á Gibraltar- höfn, heldur rjeðust þeir einnig á höfnina í Alexandríu. Það var í desembermánuði 1941 að þrjár ítalskar torpeitur komust þar inn í höfnina. Þar tókst þeim að gera svo mikil spjöll á ensku orustuskipunum „Queen Eliza- beth“ og „Vahant", að annað þeirra var ósjófært í fimtán mánuði og hitt í fimm mánuði. Ennfremur tókst þeim að sökkva þar stóru olíuskipi. Eftir þetta áfall hafði breski flotinn mist yfirhöndina í viðureigninni á austanverðu Mið- jarðarhafi og aldrei í hernaðarsög- unni hefir sex mönnum tekist að valda óvinum sínum slíku tjóni. Um lágnættið sáust tveir ítalir á sundi hjá skipinu „Valiant“. Það voru þeir Biandi undirliðsforingi og de la Penna liðsforingi. Þeir voru dregnir upp á skipið, en hvorugur ljet sjer orð um munn fara. Morgan skipherra skipaði þá að flytja þá niður í botn á skipinu, þar sem hann bjóst við að sprengj- an væri undir. Og þarna sátu þeir þöglir í rúmar tvær klukkustundir. Þá æskti Penna þess að fá að tala við skipherrann: „Jeg ætla að að- vara yður. Skipið springur bráð- um í loft upp“. Meira vildi hann ekki segja og alls ekki hvar sprengjan hefði ver- ið fest við skipið. Skipherra ljet þá kalla alla menn á þiljur og enn fremur ljet hann loka öllum hinum vatnsþjettu skilrúmum í skipinu. Fimtán mínútum seinna varð sprenging. Enginn maður fórst. Svo að segja samtímis urðu sprenging- arnar í hinum skipunum. Allir ítalirnir náðust svo að eng- inn varð til frásagnar um hið mikla tjón, sem Bretar höfðu orðið fyr- ir. Þegar stríðinu var lokið hitt- ust þeir Penna og Morgan skip- herra. Penna sagði þá frá því að sjer hefði ekki tekist að festa sprengjuna við „Valiant" og þess vegna hefði hann skilið hana eftir á sjávarbotni rjett undir skipinu. Hefði skipið því verið flutt til í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.