Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1950, Blaðsíða 8
388 LESBOK MORCjUNBLaÐSINS betur að kaupa hesta, og selja þá svo á uppboði í Reykjavík að ferða- lagínu loknu. Meðalverð áburðar- hesta er 24 ríkisdalir, en reiðhesta 30—40 ríkisdalir. Pað er svo hægt að selja þá aftur fvrir helrning verðs, eða að minsta kosti -þriðjung verðs, en það fer eftir því hvað ferðin hefir verið löng, hvernig þeir eru út litandi og á hvaða tima þeir eru seldir. — Hjer er alt mið- að við það að ferðamenn hefji föf sina í Reykjavík, enda er það tvi- mælalaust best. 4. Gúmmbát væri sennilega hægt að nota hjer, en hann kæmi sjaldan að haldi, þ' í að ferjur eru á öllum hinum stærri ám. 5. 3est er að ferðast á íslandi í júLímánuði, og þar næst í ágúst. Ferðalög má þó byrja um miðjan júní, en fyr er okki kominn nægi- legur hagi handa hestum. Venju- lega er hægt að ferðast fram í miðj- an september án þess að eiga á hættu að fá vont veður. Þetta eru þá allar þær upplýsing- ar, sem jeg get gefið yður. Jeg er viss um að ýmislegt fleira þyrfti að taka til athugunar, en jeg hafi svar að eftir bví sem jeg er fær um og í miklum flýti, og verður það að teljast afsökun fyrir þeim mörgu villum, sem jeg er viss um að eru í en-hu minni. Með bestu óskum. Yðar einlægiu O. Pálsson. 4 íw íW Endalok Páls Stígssonar, Um fráfall fáls Stígssonar er all- einkennileg frásögn í handriti nokkru í Lbs. 1540 4to, sem er annálasamtín- ingur Gísla Þorkelssonar á Setbergi við Ilafnarfjörð. Þar segir svo (í árinu 1566): „Deyði Páll Stigsson á Bessa- stöðurn, sem var höfuðsmaður, 1 dag T'ail. Druknaði skamt frá staðnum. ! ÞORLAKSHÖFN. — Fyrir nokkru voru gömlu verslunarhúsin a Eyrarbakka rifin, og liefur það mælsl ákaflega misjafnt fyrir. — Finst mörgum hjer liafa vcrið unnið eitt af þeim spellvirkjum á sögulegum miujuni, er vjer Íslendingar virðumst svo afar gefnir fyrir. Og víst var Eyrarbakkabúðin orðin fonigripur. Eii fleiri eru göniul verslunarhus lijer á landi, t. d. í St,\ kkishólnii og Vopnafirði og ætti þá að gæta þess að ekki fari eins um þau. — Timbrið úr Eyrarbakkaiiúsuiium var flutt til horláks- lialnar og er nú verið að rcisa úr því þök á stóreflis fiskiiús, sem þar er í smiðum, eins og sjá iná hjer á myndinni. Hann var jarðaður fyrir framan altarið i kórnum. Hann þafði ætlað fram á nesið og reið út í forað eða gróf hjá Lambhúsum; fórst svo þar.“ Mun þetta tekið eftir alþýðusögnum á Álftanesi, en hefur verið litt á loft haldið; aldur- tili svo göfugs manns i hlandfor líklega þótt fremur óveglegur, og höfuðsmað- ur að líkindum drukkinn verið. En engin ástæða er til að efast um sann- indi þessarar frásagnar, sem jeg hef hvergi fundið nema í þessu eina hand- riti, enda áður óþekt. (Hannes Þor- steinsson). Arnarstapaumboð. Guðmundur Erlendsson, velmegandi bóndi í Þingnesi i Borgarfjrði, veitti oft Halldóri ábóta (Tyrfingssyni á Helgafelli) heiðarlega gisting og ann- an góðan fararbeina, helst þá ábótinn reisti til alþingis eður frá þvi, hvar fyrir Halldór ábóti i ærusemdarnai'ni tók til uppfósturs og kenslu ungan son hans Þórð, sem síðan varð lögmaður sunnan og austan á íslandi. Og af því hann ólst upp á þessum seinustu munkaárum var honum margt kunn- ugt um þá sjerlegustu hluti, sem þá skeðu. Löngu siðar, þegar Gísli lög- maður sonur lians, vildi taka eður og tók Arnarstapa umboð í forljening, hafði Þórður lögmaður afráðið það syni sínum Gísla að fást mikið við þá for- ljening, þó hún væri ábatasöm, og lagt það til: ef hann hefði heyrt á fyrir- bænir og yfirsöngva, sem munkarnir hefði haft yfir þessu klausturgóssi, þá þeir grátandi og berfættir viku þaðan og voru útreknir án vægðai-, mundi hann ekki langa til að fást vjð það mikið án nauðsynja. (Sjera Jón Háll- dórsson). Útlegðardomur. Árið 1577 veitti Alexius nokkur Þoi varðarson fýrirsát Ormi bónda Þor leifssyni á Knerri í Snæfellsnessýslu. Varðist Ormur fyrst þangað til Alexius hjó af honum hægri höndina i ulfliðn- um. Mál það kom til Alþingis um suin- arið qg útnefndu lögmenn tólf menn að dæma. Var dómur þeirra sá, að Alexius skyldi útlægur og ekki eiga afturkvæmt nema hann bæri sanna hersögu, sem landsmenn vissi ekki áður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.