Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 'H>3 Sigurför öldungsins ARTURO TOSCANINI fæddist í Parma á Ítalíu árið 1867 og er því 83 ára gamall, en vel ern enn. Fað- ir hans var fátækur skraddari, sem hafði barist með frelsishetjunni Garibaldi. Það kom fljótt í ljós að Arturo var mjög hneigður fvrir hljómlist og 9 ára gömlum vrar honum komið í hljómlistarskólann í Parma. Átján ára að aldri út- skrifaðist hann þaðan með heiðri og sóma. Næstu árin ljek hann með ýmsum hljómsveitum. Fór þá þeg- ar að fara frægðarerð af honum, og varð það til þess að hann var ráðinn að óperunni La Scala í Milanó 1896 og starfaði þar svo að segja óslitið um 30 ára skeið. Á árunum 1908—1916 starfaði hann við Metropolitan óperuna í New York og er það tímabil venjulega nefnt gullöld hennar. Þá komu þar fram hinir frægu söngv- arar: Caruso, Nellie Melba, Ant- onio Scotti, Emmy Destinn og Marcella Sembrick. Toscanini fór heim til Italíu að þessu loknu, en hvarf aftur til Bandaríkjanna 1921. Árið 1926 varð hann forstjóri New York Phil- harmonie Orchestra og voru hon- um goldin hærri laun en nokkrum öðrum manni þar, eða 80.000 doll- arar. Því starfi helt hann fram til ársins 1936, en skrapp þó stundum til Evrópu á því tímabili. Hann hafði upphaflega verið fylgjandi Mussolini, en sneri baki við hon- um þegar Mussolini fór askvað- andi til Róm með fasista sína. Og árið 1931 varð Toscanini fyrir lík- amlegri árás í Bologna vegna þess að hann vildi ekki leika fastista- sönginn. Hann hafði andstygð á Hitler og þess vegna brá hann vana sínum og fór ekki á músik- hátíðirnar í Bayruth, Salzburg og Vín árið 1937. En þess í stað fór hann til Tel Aviv og helt fyrstu symfóníuhljómleikana þar 1 borg, til þess að mótmæla Gyðingaof- sóknum Þjóðverja. Þess vegna sagði Roosevelt forseti við hann einu sinni: „Eins og allir sannir listamenn hefir þú lært það á lífs- reynslunni, að sönn list getur að- eins þrifist þar sem menn eru frjálsir". Árið 1937 bauð National Broad- casting Corporation honum að ger- ast hljómsveitarstjóri symfóníu- hljómsveitar, er að eins ljeki fyrir útvarp. Tók Toscanini því boði tveimur höndum, enda var betta fyrsta útvarps symfóníuhljómsveit- in, sem stofnuð var í heiminum. Mátti Toscanini sjálfur velja alla hljómlistarmennina. Og ekki vant- aði það að listamenn vildu kom- ast í þessa hljómsveit. Rúmlega 700 hljómlistarmenn í Bandaríkjunum, Evrópu og Suður-Ameríku sóxtu um að fá að vera þar með. Fvrstú útvarps hljómleikana helt Toscan- ini svo á aðfangadag 1937 og síðan altaf einu sinni í viku. Hefir það útvarp orðið óvenju vinsælt. Svo var það að Radio Corpora- tion of America hugkvæmdist bað að senda symfóníuhljómsveitina um öll Bandaríkin til þess að halda sjerstaka hljómleika. Voru seiidar fyrirspumir til 20 stærstu oorg- anna og spurst fyrir um það hvort þær mundu vilja taka á móti hljóm svsitinni og hvort nægileg aðsókn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.