Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 195 samningar á döfinni milli Kanada og Bandaríkjanna um að stækka stöðvarnar þarna, og er þá ráðgert að þar fáist 4 miljónir hestafla. Uppkast að samningi hefur þegar verið gert, en stjórnirnar í Was- hington og Ottawa verða að stað- festa það áður en hafist verði handa um framkvæmdir. Verkfræðingar segja að vel sje hægt að ná 4 miljóna hestafla orku úr Niagara- fossum, án þess að þeir sje sviftir fegurð sinni. Gert er ráð fyrir að kostnaður Kanada við þetta fyrir- tæki verði 150—200 miljónir doll- ara. KANADA er mikil þörf á því að auka rafmagnsframleiðsluna. Síð- ast liðin þrjú ár hefur verið skort- ur á rafmagni í Ontario fylki, svo að menn hafa neyðst til þess að skamta rafmagnið, en það hefur orðið til hnekkis fyrir iðnaðinn í hinum stærri borgum. Orsökin til þessa rafmagnsskorts er sú hvað notkun þess hefur farið ört vax- andi, en auk þess hefur vatnsmagn ánna verið með minna móti vegna þurka. Harðast hefur rafmagns- skömtunin komið niður á einstak- lingum, því að það hefur altaf ver- ið viðkvæðið að iðnaðurinn yrði að sitja fyrir, því að allur iðnaðuv og námagröftur í Ontario og Quebec er rekinn með raforku. í fylkjum þessum eru engin kol og það er því augljóst, að iðnaður hefði ekki getað tekið svo stórstíg- um framförum þar, sem raun hefur á orðið, ef vatnsorkan hefði ekki verið. Það er giskað á, að orkan, sem Kanada fær frá vatnsorku- stöðvum sínum, samsvari að gildi 29 miljónum smálesta af kolum á ári. Einhver helsti iðnaður Kanada er timbursuða og pappírsgerð, enda tekur hún um fjórða hluta af raf- orkunni. Það þarf 100 hestöfl til þess að framleiða eina smálest af blaðapappír, og 95% af pappírs- verksmiðjunum nota raforku til framleiðslunnar. Hinar miklu aluminium og asbest verksmiðjur í Quebec nota einnig rafmagn eingöngu. Nú sem stendur koma 857 hest- öfl raforku á hverja 1000 íbúa í Kanada, og er það því með fremstu löndum í hagnýting raforku. MIKIÐ af þeirri vatnsorku, sem enn er óbeisluð í Kanada, er langt norður í óbygðum. Þetta telja menn kost, því að bygðin hljóti smám saman að færast norður eftir, og það verði miklu auðveldara að nema þar land, þegar rafstöðvar sje komnar þar. Robert Winters ráð- herra, sem hefur með raforkumálin að gera, hefur lýst yfir því, að Kanada eigi framfarir sínar og al- menna velmegun mest að þakka rafmagninu. Nú er í ráði að bæta 2.000.000 hestafla orku við á næstu tveimur árum, og þykir með því trygt að þessar framfarir haldist og ný tækifæri skapist til aukinnar velmegunar. ^ ^ ^ ^ »» Oibotiheta T í LANDNÁMU segir frá því að hafið var sakamál á hendur Erni í Vælugerði í Flóa til þess að revna að flæma hann úr hjeraði. En hann varð svo sekur, að hann skyldi falla óheilagur fyrir and- stæðingum sínum „hvarvetna nema í Vælugerði eða í örskotshelgi við landareign sína“. Örskotshelgi hefir þá verið inn- an þess svæðis, er menn gátu skot- ið lengst af handboga, en ekki neitt ákveðið mál. Það sjest á því sem á eftir kemur: „Svo fengu þeir færi á Erni að hann rak naut úr landi sínu; þá vágu þeir Örn, og hugðu menn að hann mundi óheilagur fallið hafa. Þorleifur gneisti, bróð- ir Arnar, keypti að Þormóði Þjóst- arssyni, að hann helgaði Örn; Þor- móður var þá kominn út á Eyrum; hann skaut þá skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð í öi'- skotshelgi hans“. Nú „er enginn einna hvatastur“ og mátti því ekki vita nema að ný met víkkuðu örskotshelgina enn. Þá mun hafa verið ákveðið hvað örskotshelgi næði langt, og getur Páll Pálsson þess í athugasemd á handriti nokkru í Landsbókasafni að löggild örskotshelgi hafi verið „1200 faðmar tolfræðir“. Einkennilegt er það, að land- helgi hefir skapast á sama hátt og örskotshelgi. Hún var upphaflega miðuð við það hvað fallbyssur þeirra tíma gæti dregið langt, það er að segja hve vítt út fyrir land- steina menn gæti varið með fall- byssum í landi. Og þar sem fall- byssur reyndust ekki langdrægari þá en þrjár sjómílur, þá varð land- helgin talin ná þrjár sjómílur frá landi. Landhelgin var með öðrum orðum kúluskotshelgi. Ef menn hefði verið sjálfum sjer samkvæmir, átti landhelgin jafnan að færast út eftir því sem fallbyss- ur urðu langdrægari, alveg eins og Þormóður Þjóstarsson færði út ör- skotshelgina með hinu fræga bog- skoti sínu. Væri landhelgi þá orð- in svo víð nú, að enginn þyrfti að kvarta. Þá ætti ísland tvímælalaust alt landgrunnið. Á þessari öld virðist það harla heimskulegt og út í hött, að miða landhelgi við það hvað elstu fall- byssur voru langdrægar. En svo er þó gert. Og þeir, sem mestu ráða um þessi mál, halda því fram að það sje hefðbundið, hvað sem rjettarmeðvitund manna segir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.