Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1950, Blaðsíða 2
LESBÓK 'MORCiUNBLADSINS 393 Hún er miðstöð menningar og iðn- aðar. Kirkjuturnar og verksmiðju- reykháfar gnæfa yfir borgina í bróð urlegu samlyndi. Svo að segja allir æðri skólar Finnlands hafa flutst til höfuðborgarinnar, og við hlið þcirra blómgast vísindi og listir. í hinum sjö höfnum eru ski<pin fermd og affermd. — Finnland er svo sem kunnugt er land líkams- ræktarinnnar. Því bera órækt vitni hinir óteljandi íþróttavellir, 17 baðstrendur, skeiðvellir, sundhall- ir og annað því um líkt. Húsagerðin í borginni er all sund urleit: Hinn þungi byggingarstíll er.durreisnartímabilsins á 19. öld, hin þjóðlega granítrómantík alda- mótanna, ásamt ýmsum tegundum nútíma húsagerðar, þar sem mest ber á brenndum smátígli og fægðu graníti. Finnland er fátækt land, en þar er bvggt með miklum glæsibrag. Má í því sambandi nefna hið fræga þarnasjúkrahús, sem rúmar mörg þúsund sjúklinga, hið 15 hæða háa skólahús fyrir barnfóstrur og versl unarháskólann. Þessar byggingar eru byggðar til frambúðar og þola samjöfnuð við hvaða byggingar, sem vera skal í heiminum. Eins og alls staðar annars stað- ar í heiminum eru mikil húsnæðis- vandræði í Helsinki. Um 47.000 manns eru án varanlegs samastað- ar. Á það að nokkru leyti rætur sín- ar að rekja til styrjaldarinnar, en þó einkum til hins gífurlega fólks- straums úr sveitum landsins og öðr um borgum. Margar fjölskyldur hafast við í loftvarnabyrgjum, sem lagfærð hafa verið til bráðabirgða. Þess vegna er nú byggt af miklu kappi. Eins og gorkúlur á mykju- haug spretta steinhúsin upp úr iðjagrænum skógarbeltunum um- hverfis borgina. Náttúran setur svip sinn á hina nýu borgarhluta, alls staðar gægist gróðurinn fram á milli hinna 6—7 hæða hárra húsa. Fangelsið á ÓTRÚLEG fregn barst um eyna Sark í vetur. Þetta er lítil ey í Ermarsundi. Fiskimenn og bændur söfnuðust saman í hópa og ræddu þennan furðuléga atburð af mikl- um áhuga og geðshræringu. Síðan gengu þeir þangað sem fangelsíð er, dálítill skúr. Jú, það stóð heima. Þarna var Þau eru sólrík og björt og skyggja aldrei hvert á annað. Við hinar stóru verksmiðjur fyrir utan borg- ina rís upp hvert verkamannahverf ið á fætur öðru, og þeir sem ekki hafa efni á að ferðast út á landið, hafa til umráða stór svæði, sem skipt er niður í smærri reiti, og þar er ræktað alls konar græn- meti, jurtir og trjágróður. Hin persónulegu einkenni hverfa æ meir, því af hagkvæmum ástæð- um verður að byggja íbúðirnar htl- ar og hverri annari líkar, — því miður. Það er nú svo komið, að við erum ekki lengur húsbændur heldur þrælar stálsins og stein- steypunnar. — Vegna ólympíuleik- anna, sem í vændum eru, hafa ver- ið byggð fjölmörg glæsileg veit- ingahús, en það er ennþá mikill skortur á gistihúsum, jafnvel und- ir venjulegum kringumstæðum. — Einnig í Helsinki líða „dollara- brosin“ um göturnar, en stúlkurn- ar við stýrið eru ekki nærri eins margar og í Reykjavík og ekki eins leiknar heldur. Þetta er hin hvíta borg Norður- landa, hin sævi girta og gróandi Helsinki. Það er varla hægt að segja, að hún sje brosandi og glað- vær á svip, en hún er framsækin og alvarleg, iðjusöm og óbuganleg. Carmelita Bathelt. eynni Sark mikið um að vera. Frank Baker lögregluþjónn var önnum kafinn við það að moka kolum út úr skúrn- um í stað þess að hugsa um rækju- netin sín. Og konan hans var þar með honum með sófl og klúta. Og þar sem skúr þessi hefir ekki verið notaður til annars en geyma í honum kol, þá sáu eyarskeggjar á þessum hreingerningum, að orð- rómurinn mundi vera sannur. Glæpaalda hafði skollfð á þessari friðsömu ey. Þeir fóru að spyrja Baker og honum var mikið niðri fyrir. Að lokum fengu þeir það þó upp úr honum að hann hefði neyðst til þess að taka mann fastan og setja hann „inn“. Þetta var í fimta skifti á 90 árum að slíkt hafði komið fyr- ir. Fyrst hafði það verið ung stúlka, hún var dæmd til að „sitja inni“ í sólarhring fyrir hnupl. Árið 1902 var fullur maður settur inn og lát- inn dúsa þar þangað til af honum rann ölvíman. Svo var það ungur piltur, hann sat inni í tvo sólar- hringa fyrir það að misþyrma stúlku. Seinast hafði bóndi verið settur inn fyrir það að aka ölvað- ur á traktor. Hinn nýi afbrotamaður var ferða maður frá Englandi. Hann hafði lent í þrætu við kaupmanninn, og svo var sagt að hann hefði barið kaupmann í höfuðið með marg- hleypuskefti. Baker lögregluþjónn trúði vin- um sínum fyrir því, að sjer hefði ekki orðið um sel þegar hann var kvaddur til þess að taka Englend- inginn fastan. Sjer hefði óað við að fást við vopnaðan mann. Hann náði sjer í stóran viðarlurk, sem tákn valds síns og labbaði svo þang að er glæpurinn var framinn, til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.