Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1950, Blaðsíða 3
LESBÖK MORG UNBLAÐSINS 399 Reykjavík og nágrenni 1865 Lýsing á klæðaburði íólks og húsakynnum urhús, þá íæ jeg ekki sjeð að það Niðurlag. ÍSLENSKU liúsin eru lág, dimm og rök og óheilnæm að öllu leyti. Byggingarlagið er eitt hið óhent- ugasta, sem nokkur menningaiþjóð á við að búa. Auk þessa er þarna mikill sóðaskapur og það hjálpar til að stytta líf íbúanna. Mörgum mun finnast það ein- kennilegt að í svona norðlægu iandi skuli ekki vera ofnar í húsum. En þótt sumrin sjeu köld, þá eru vet- urnir mildari en á sömu breidd- argráðu í Svíþjóð, og er það að þakka Golfstraumnum, sem liggur að íslandi á þrjá vegu. íslendingar þurfa því ekki að ganga í loðklæð- um á vetrum, heldur eru þeir í sömu fötunum og á sumrin. Mikið hefir verið rætt og ritað um húsakynni á íslandi, sjerstak- lega hvað þau sjeu rök og óheil- næm. Sannarlega er mikið satt í þessu, og óþrifnaðurinn og óhrein- indin í bæunum er óþolandi oftast nær. En ef menn hyggjast bæta úr þessu með því að byggja timb- þess að gera skyldu sína. Sem bet- ur fór var Englendingurinn eins og lamb. Morgunmn eftir flyktust allir eyarskeggjar til þinghússins. Saka- málið misti allan stórfengleik, þeg- ar það kom upp úr kafinu, að Eng- lendingurinn hafði ekki barið kaup mann með marghleypuskefti, held- ur með heyrnartóli af síma. Því lauk svo, að Englendingurinn bað afsökunar og’ dómarinn úrskurðaði að hann skyldi fara frá Sars með næsta skipi. (Úr The American Weekly). verði til bóta. Vegna þess að á íslandi er ekki hægt að framleiða húsavið, þá verður það byggingar- efni alt of dýrt. Hitt væri betra að kenna íslendingum hverjar end- urbætur þeir geta gert á torfbæ um sínum, svo að þeir verði bæði bjartir og þurrir. Nú er bygging- arlag þannig að ekki getur venð bjart í bæunum. Það gera nimr þykku moldarveggir. Þess vegtia er svo dimt í bæunum að maður gæti haldið að maður væri í kjall- ara í stað þes að vera í manna- bústað. Margt mætti óefað gera til þess- að bæta úr þessu og þá mundi heilsufar í landinu batna að miklum mun. Nú er svo mikill raki í bæunum að alt timbur fún- ar þar á fáum árum. Oft hefi jeg undrast það hvað íslendingar hafa lítinn smekk fyrir litum. Hin rauðmáluðu bændabýli vor fara mjög snoturlega við grænt umhverfið, en þihn á íslensku bæ- unum eru annað hvort grá eða tjörguð svört. Rauða málningin sem er svo ódýr, þekkist ekki enti á íslandi. Húsg'ögnin, eru riauða ómerkileg. Og ef fjalagólf er ein- hversstaðar, þá er það venjulega þakið óhreinindum, svo að ætla mætti að það væri moldargólf en ekki fjalagólf. Að vísu er ástandið miklu betra á ýmsum prestssetr- um og’ hjá efnuðum bændum. Þar eru þiljuð herbergi og sæmileg húsgögn og' hreinlæti og þrifnaður svo, að það gæti verið til fyrir- myndar í hvaða landi sem væri En því miður eru þetta undan- tekningar og slíkir bæir eru á stangli um alt landið. Víða verð- ur þess sprglega vart að ekki er fátækt um að kenna hve óþrifa- lega menn ganga um. Manni verð- ur það því á að ætla, að þrátt fyr ir marga ágæta eiginleika, hafi Is- lendingar þennan stóra galla að vera sóðar. MEÐAN jeg beið í Reykjavík hafði jeg gott tækifæri til þess að athuga klæðaburð manna á virkum dögum og helgum. Enn fremur sá jeg þar þjóðbúninginn en hann er ekki notaður nema við hátíðleg tækifæri, brúðkaup og þess háttar. Það eru aðeins kon- ur, sem enn klæðast þjóðbúningi, Þær eru þar hinn íhaldsami hluti þjóðarinnar. Hversdags búningur kvenna er mjög fábrotinn. Það er dökk prjóna treyja, sem fellur þjett að líkam- anum, ermar þröngar með hnept- um líningum. Svo eru þær í vað- málspilsi, sem er mjög skemtileg't, því að eigi aðeins fer það vel held- ur er það hlýtt og þægilegt. Það er flík, sem aðrar þjóðir mætti taka upp. Við þennan búnig nota þær röndótta eða köflótta svuntu, annað hvort græna eða rauða. En ekki má gleyma því einkennileg- asta við þennan búning, höfuðfat- inu eða húfunni. Þetta er lítil svört kollhúfa, fest yfir enninu á snyrti- legan hátt, og með löngum silki- skúf með gullhóik eða silfurhólk. Þannig er búningurinn. Stundum eru lim viðu pils út þanin eins og þær væri með krínólinu undir, en það er auðvitað leyndarmál og má ekki minnast á það. Jeg get bætt því við að þennan búning bera konur af öllum stjettum og öllum aldri, jafnt giftar konur sem ó- giftar. Það verður því ekki dæmt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.