Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 ^MrehLjaimcj J AMERÍSKI blaðamaðurinn WiUi- am Phelon var alræmdur fyrir alls konar hrekkjabrögð. Og hjer er sagan um það hvernig hann ljek einu sinni á Bill Hannah, vin sinn og starfsbróður. Bill hafði þann sið að fara gang- andi heim á hverjum degi er hann hafði lokið störfum sínum hjá blaðinu. Svo var það eitt vorkvöld er hann var lagður á stað heim- leiðis, að hann mætti Phelon. Þeir spjölluðu eitthvað saman, en áður en þeir skildu hafði Phelon orð á því að Bill væri ósköp vesaldar- legur. Bill helt svo áfram för sinni, en ekki hafði hann langt farið er hann sá hvar Phelon kom á móti sjer. Hann rak í rogastans. Phelon gekk brosandi til hans og rjetti honum hendina. — Komdu blessaður og sæll, sagði hann. Ósköp er langt síðan að við höfum sjest. En hvað geng- ur að þjer maður? Hvers vegna ertu svona vesaldarlegur? Hinum varð fátt um svör. Hann glápti á Phelon eins og augun ætl- uðu út úr höfðinu á honum, en að lokum fekk hann stamað: — Hitti jeg þig ekki rjett áð- an? Phelon rak upp undrunarsvip. — Nei, hvernig í ósköpunum hefði það mátt ske úr því að jeg mæti þjer hjer? — Vertu sæll, sagði Bill, mjer hlýtur að hafa missýnst. Og svo skundaði hann á stað. En fimm mínútum seinna kemur maður á rpóti honum og það er enginn annar en Phelon. — Nei, það var gaman að sjá þig, sagði Phelon. Jeg hefi verið hugsjúkur út af þjer nú um hríð, því að jeg frjetti að þú værir veikur. Bill var sem steini lostinn. Eft- ir nokkra hríð stamaði hann: — Þú hefir sjeð mig fyr í dag — er ekki svo? — Hvað segirðu? Við höfum ekki sjest í tvo mánuði, sagði Phelon. Þá rak Bill upp skelfingaróp, hljóp sem fætur toguðu að næsta leigubíl og bað bílstjórann að aka sjer í hvínandi fleng til næsta sjúkrahúss. Þá var Phelon skemt' ^ ^ ^ Á ALÞINGI 1893 kyntust þeir Björn Bjarnarson, þá bóndi á Reykjahvoli (síðar á Grafarholti) og Sigurður Gunnarsson (yngri) þá prestur austur á Hjeraði Litlu síð- ar sótti Sigurður um Helgafell (Stykkishólm) og hlaut þar kosn- ingu. Fyrsta frjettin, er honum barst um það, var á brjefspjaldi þannig: Með sigri gekstu’ í Hólmi á hólm — en hinir trúi’ jeg fjelli —. Sú skyrra var víst ærið ólm; en allvel helst þú velli. Var það þitt gilda „Grettis-afl“. eða’ gifta þín sem olli að vanstu svona vel það tafl? Nú vari sig hann Skolli. Því svo er mælt að seggjum við hvem sigur hugur vaxi; nú muntu’ ei Kölska gefa grið; en gættu hófsins, lagsi! Því ef þú gerir út af við hið aldna Satan-skarið og gistir hel hans gervalt lið, er gengi klerka farið. — Nú flyttu’ í Hólminn sigursæll, þar sæll um æfi búðu, og sje þjer sjerhver drengur dæll; (en) á djöful engan trúðu. Kunningi. * Ekki vissi prestur hver höfundur- inn var, fyr en þeir hittust næst, hann og B. B. ^ ^ ^ ^ ^ Yjiboiareijjar ENGLENDINGAR fengu Nikobar- eyar hjá Dönum árið 1869. Þar hef- ur drotning ráðið ríkjum undir um- sjá þeirra um langa hríð. Hún á heima í Nancowry, sem er einhver besta höfnin í öllu Indlandshafi. Hún varð Englendingum ekki óþörf í fyrra heimsstríðinu, því að það var henni að þakka að Bretar náðu í „Emden“, hið fræga þýska vík- ingaskip. Emden kom inn á höfnina í Nancowry. Drotningin helt að þetta væri breskt herskip og ljet draga upp enska gunnfánann. En Möller skipherra á Emden skildi þetta svo, að þarna mundi breskt herlið vera fyrir, og sigldi burt. Þá grunaði drotninguna að hjer væri um þýskt herskip að ræða og hún sendi þegar bát á stað til næstu loftskeytastöðvar með þær frjett- ir. En það varð til þess að ástralska herskipið „Sydney“ náði Emden hjá Cocos-eyum. Nú lúta Nikobareyar Indlandi. Þar eru engir peningar, ekkert paál og engin vog. Alt er vöruskifta- verslun. Aðeins einn kaupmaður er þar og hann er indverskur. Hann verslar í búð og inni í búðinni er spjald með þessari áletrun: Segðu altaf satt. Legðu niður ljóta siðu, Máttur er rjettur. Guð er almáttugur. Hrækið ekki á gólfið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.