Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSlNS 400 Kristín Óla'sdóttir frá Sumarliðabæ: MERK SVEITARKONA UM SÍÐUSTU aldamót var jeg far- kennari í Mýrasýslu. Þar var gott aö vera. Húsakynni sæmileg, eftir því, sem þá gerðist, efnahagur bænda góður yfirleitt. Kennara- launin voru að vísu ekki ýkja há, 0 kr. á mánuði eða 36 kr. fvrir 6 mánaða kennslu. Fæði, húsnæði og þjónusta ókeypis. Ríkisstyrkur var veittur farkennurum og gat hann numið allt að 100 kr. fyrir allt skólaárið, ef kennarinn þótti kenna vel og fekk góðan vitnis- burð hjá bændum. Fræðslunefnd- ir voru þá ekki til. Ekki fræðslu- málastjóri. Ekki fræðslustjóri. Ekki fræðslufulltrúi. Fkki fræðsluráð ekki einu sinni námsstjóri. Það er ekki að svo komnu, ætlun mín, að skrifa eða gera samanburð á þroska, eftirtekt og sjálfstæðri þekk ingu barna, á ýmsum aldri þá og nú. Víst er, að fræðslan á heimil- um þá var börnum holl og nota- drjúg, margbreytt og þroskandi. Á flestum heimilum voru til þó nokkrar bækur, auk guðsorðabóka, rímna og íslendingasagna og gengu þær bæja á milli svo að þær voru varla annað en slitur sakir elli og brúkunar. Mikið sungu börnin, úti og inni, við vinnu og leika, og mikið kunnu þau af þulum, kvæðum, vísum og versum. Oft var kveðist á í rökkr- inu og fram eftir vökunni, kom þá fyrir að allt heimilisfólkið tók þátt í því. Hraut þá mörg vísan af munni fram, því að víða voru hagyrðing- ar á heimilunum, einn eða fleiri. Á einu heimili, sem jeg þekkti, voru t. d. 4: Húsbóndinn, húsmóðirin, vinnumaðurinn og „niðursetning- Hjónin á Valbjarnarvöllum. Sesselja Jónsdóttir og Jón Guðmundsson. ur“. Á þessum árum var það ekki eins mikill siður og nú er, að geta látinna karla eða kvenna, og er það að vísu ,ver farið,, því að við það gleymist og glatast merki- leg þjóðleg verðmæti og sagnfræði- leg atriði úr lífi og starfi þess íólks, sem lifði og vann við þau kjör, sem þjóðin átti þá við að búa. Ekkj man jég til að getið hafi verið op- inberlega borgfirskrar konu, sem jeg þekkti, hefði þó verið skylt og maklegt, þar sem hún var einhver merkilegasta og mikilhæfasta kona í sínu hjeraði og þó lengra sje leitað. Frú Sesselja Jónsdóttir að Val- bjarnarvöllum var dóttir Jóns Helgasonar bónda að Eskiholti í Borgarhrepp, og konu hans, Rósu Jónsdóttur. Þau bjuggu stórbúi og voru hin mestu sæmdarhjón. Frú Rósa var annáluð fyrir vinnuafköst, listvefnað og hannyrðir. Sesselja giftist ung Jóni Guðmundssyni Guðmundar frá Stangai iiolti og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur Þau voru hin mestu .særndar- og gáfuhjón. Jeg þekkt wi ekki. En það sagði mjer sjera Fin Frið- geirsson, að Guðmundur :idi að Stangarholti í Borgai ;pp og Jakob bóndi að Hreðavatni í Norð- urárdal, væru þeir djúpvitrustu Borgfirðingar, sem hann hefði kynnst. Þau Sesselja og Jón fóru að búa að Valbjarnarvöllum og varð Jón brátt hreppstjóri sveitarinnar. — Stórt var heimilið á Valbjarnar- völlum, 12—14 manns. Börnin 9. Jeg átti að kerna þeim eitthvað h'tilsháttar fyrir iermingu. Áður hafði Jón bóndi haft kennara, hann setti sig aldrei ú: iæri um að mennta börnin, eftir því, sem við varð komið, enda voru þau öll námfús og vel gefin, og svo sönj i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.