Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1950, Blaðsíða 6
410 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vin að frá bar. Öll lærðu þau meira og minna að spila á orgel, sum þeirra urðu svo leikin í þeirri list að þau önnuðust söng og organleik í sóknarkirkjum sínum og víðar, um fjölda ára og gera það enn. Eitthvað munu þau Valbjarnar- vallahjón hafa kostað Guðmund son sinn til náms í organleik og hann svo kennt systkinum sínum eða þau lært það hvert af öðru, svo sem þá var títt um námfús börn. Gestkvæmt var mjög á Valbjarn arvöllum og mun svo víðast vera þar, sem húsbóndinn vinnur mikið í þarfir sveitar sinnar, er t. d. bæði hreppstjóri og oddviti og auk þess hygginn og ráðhollur, en það var Jón bóndi í besta lagi. Gest- nauð jók mjög við störf húsfreyj- unnar á Valbjarnarvöllum, eins og venjan er þar sem mafgir koma. Sjaldan hafði Sesseelja hjálparf stúlkur á heimihnu, hún vann sjálf, myrkranna á milli og meira en það. Auk matreiðslu, þvotta og þjón- ustubragða og óteljandi annara 6tarfa á heimilinu, spann Sesselja allt band, sem þurfti í sokka, nær- föt og utan yfirföt á heimilisfólk- íð, svo og í fóðurdúka, sem hún Ijet einnig vefa. Nærri má geta svo stórt heimili þurfti mikils við. t Húsbóndinn óf voðirnar, en hús- móðirin tók á móti þeim úr vef- stólnum og dóaði þær til, og gerði að fallegum dúkum. Saumaði svo föt, yst og innst, á allt heimilis- fólkið. Sjaldan sagðist Sesselja hús- freyja byrja svo á að sníða og sauma flík að morgni, að hún lyki ekki við hana að kvöldi. Oftar en einu sinni sýndi hún mjer jakka eða buxur, sem hún hafði saumað um daginn, með öðrum verkum.. „Jeg á ekki ráð á morgundegin- um, og börnin min þurfa að klæð- est“; var hennar viðkvæði. Þá var ekki alltaf verið að líta á klukkuna eða telja tímana. Ekki mátti held- ur gleyma að mjólka kýrnar kvölds og morguns og koma mjólkinni í mat. Það kom líka fyrir að Sesselja húsfreyja' settist í vefstólinn og óf, því að hún kunni mæta vel að vefa Óf hún þá af hinni mestu smekk- vísi, bæði glit og salúnsvefnað, sást það og á heimili hennar. Það voru bæði salúns- og glitábreiður yfir rúmunum á Valbjarnarvöllum. hygg jeg þó, að marga ábreiðuna hafi Sesselja gefið þeim, sem lítið áttu af þeirri vöru, en hún vildi allra nauðsyn bæta. Sami var flýtirinn og myndar- skapurinn, ef hana vantaði kot eða klukku á telpurnar sínar, þá hekl- aði hún þær, svo að segja á svip- stundu, allt úr heimaunnu og heima htuðu bandi. Ekki man jeg eftir að jeg sæi á öðrum bæjum heimagerðar húfur, nema lambhúshettur, en Sesselja á Valbjarnarvöllum saumaði á sína drengi fallegar derhúfur og á telp- urnar heklaði hún fínar húfur. Svo sem títt var á bæjum á þeim árum, sátu allir við vinnu sína á vökunni. Húsbóndinn skrif- aði reikninga hreppsins eða lagði í tíundir, sem þá var kallað. Börn- in lásu undir næsta dag, eða sungu og sp^luðu á orgelið. Það sagði móðir þeirra að aldrei liði sjer eins vel og aldrei ljeki vinnan eins í höndum sínum og þegar hún hlust- aði á söng og spil barnanna sinna, sjálf söng hún mjög vel og tók „oft lagið“ með þeim. Húsbóndinn söng líka vel, var t. d. forsöngvari í Staf holtskirkju, ljek og nokkuð á org- el. Frú Sesselja var fríð kona, svip- mikil og fagureygð. Vöxturinn hár og grannur, framkoman öll hin við- feldnasta. Ljett og glatt var yfir Valbjarn- arvallaheimilinu. Húsmóðirin sí glöð og kát með leikandi lund, alla daga jafnlynd. Húsbóndinn fátalað- ur að vísu, en traustur og vitur. Jeg man vel eftir þeim sunnudegi á Valbjarnarvöllum, þegar börnin sóttu mömmu sína fram á eldhúsið og báðu hana að koma inn, „því að nú ætlar Mundi að spila og við að syngja, „Lóan í flokkum flýgur“. En það fer ekki vel nema að þú syngir með okkur, mamma“. Og Sesselja húsfreyja kom inn og söng með, meira að segja stjórn aði röddum barna sinna allra. Þess ari söngskemmtun hef jeg enn ekki gleymt. Ekki vann Sesselja utan heimil- is. Ekki var hún forvígiskona í fje- lagsmálum kvenna. Aldrei sat hún á kvenfjelagsfundum eða þingum. Þá var ekki útvarp og lítið gert að því að hvetja konur til þess að vera vel á verði um sín hagsmuna- mál. Óvíst er, að Sesselja hús- freyja hefði trúað á notagildi allra þeirra tillagna og ályktana, sem konur nú á tímum láta frá sjer fara. Hún hafði áhuga á allri mennt un og studdi börn sín á þeirri braut, eftir bestu getu. Hún vakti yfir heill og hamingju heimilis síns og barna sinna. Hún vann verk sinn- ar köllunar í kyrþey. Hún fórnaði allri starfsorku sinni, andlegri og líkamlegri, til þess að gera börnirt sín að góðum og nýtum mönnum. En börnin eru þessi: Guðrún, gift Magnúsi Jónssyni sparisjóðsgjaldkera í Borgarnesi. Rósa, gift í Kaupmannahöfn. Valbjörg, gift Ásbirni Guð- mundssyni, trjesmið í Borgarnesi. Jón, bóndi að Birkihóli í Borg- arhrepp, ógiftur. Guðmundur hreppstjóri að Ein- arsnesi í Borgarhrepp, giftur Þór- unni Jónsdóttur. Jóhann bóndi að Valbjarnarvöll- um, giftur Stefaníu Sigurjónsdótt- ur. Kristófer bóndi að Hamri í Borg- arhrepp, var giftur Elinborgu Sig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.