Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 Einkaleyfi á kynbótum trjáa og jurta UM FJÖLDA ára vann Luther Burbank að jurtakynbótum og varð heimsfrægur fyrir að „finna upp:‘ alfalfa-grasið. Hann hafði ekkert upp úr þessum rannsóknum sínum sjálfur annað en ritlaun fyrir grein- ar, sem hann skrifaði um tilraunir sínar. Honum sárnaði þetta. Hon- um fanst sem hann ætti rjett á að njóta góðs af uppgötvunum sínum, alveg eins og aðrir menn. „Maður, sem finnur upp eitt- hvert nýtt lag á músagildrum, get- ur fengið einkaleyfi á þeim“, sagði hann. „Og sá sem hefir samið eitt- hvert lag, hversu ljelegt sem það er, hefir einkarjett á útgáfu þess. En sá sem finnur upp aðferðir til þess að framleiða nýar nytjajurtir og ávexti, má þakka fyrir ef nafn hans er nefnt í sambandi við þá uppgötvun". Burbank andaðist árið 1926 og var þá fátækur maður. En nokkr- um árum seinna voru sett lög í Bandaríkjunum (Plant Patent Act), sem veita mönnum heimild til þess að fá einkaleyfi á jarðar- gróða, með vissum skilyrðum. Hafa margir auðgast vel á þessu á und- anförnum árum. Eru sagðar um það ýmsar ótrúlegar sögur. urðardóttur, en misti hana fyrir nokkrum árum. Leifur ógiftur. Valbjörn dó ungur, efnismaður. Sesselju ósk og von í lífinu var, að börnin hennar nytu trausts og álits samborgara sinna. Sú ósk hennar og von hefur fylli- lega ræst. Maður er nefndur Frank Smith og á heima í Arkansas. Hann fekk 10.000 dollara fyrir eina grein af perutrje. Trje þetta var alveg eins og öll önnur perutrje af sama kyni og ávextirnir voru alveg eins á bragðið. En þó var sá munur, að á þessari sjerstöku grein þroskuð- ust ávextirnir þremur vikum fvr en á öðrum trjám. Út af þessari grein eru nú komin mörg perutrje, sem eigendur eiga* einkarjett á og græða vel á vegna þess að þeir koma með uppskeru sína á undan öllum öðrum. Síðan þessi lög komu er það freistandi að leita að afbrigðum í náttúrunnar ríki, því að hver mað- ur getur dottið ofan á eitthvað, sem er gulls í gildi. Hann þarf ekki að hafa framleitt það sjálfur með kynblöndun. Hann getur fengið einkaleyfi á hverju því afbrigði, sem hann kann að rekast á. Þó eru settar ýmsar takmarkanir um það. í reglunum segir meðal ann ars: — Það er aðeins hægt að fá einkarjett á plöntunni sjálfri, en hvorki blómum hennar nje ávöxt- um. Plantan verður að vera þann- ig að hún geti æxlast. Eiginleik- ar hennar og kostir fram yfir aðr- ar plöntur sömu tegundar, verða að koma glögglega í ljós, hvort sem þeir eru fólgnir í því að hún er öðruvísi á litinn, vex á annan hátt, að hún þolir betur kulda og storma, að henni er ekki jafn sýkingar- hætt, að hún er nægjusamari með jarðveg, ber meiri ávöxt, ber á- vöxt fyr, ávextirinir frábrugðnir að bragði, blóm frábrugðin að lit, angan önnur, eða hún heldur sjer betur en aðrar. í „National Geographical Maga- zine“ segir frá því að úr ávaxta- garði nokkrum í Washingtonríki hafi eitt sinn komið fjórlitt epli og frábrugðið öðrum eplum um ilm og bragð. Eigandi aldingarðs- ins sá þegar, að ef hann fengi upp- götvað þá grein, sem þetta epji spratt á, þá mundi hann verða rík- ur maður. En því miður fann hann greinina aldrei, því að aldrei fram- ar spratt fjórlitt epli í garði hans. Þetta hefir verið einhver dutlung- ur úr náttúrunni. Það er langt frá því að afbrigð- in, sem einkaleyfi er fengið á, finn- ist þannig dags daglega. Langsam- lega flest afbrigðin eru framleidd þannig, að mennirnir koma nátt- úrunni til aðstoðar. Það eru vís- indamennirnir, sem feta í fótspor Burbanks og með ódrepandi þraut - seigju og alúð stuðla að því að nátt- úran framleiðir ný og ný afbrigði með kynblöndun. Þessir víginda- menn fylgjast með því, eftir þv1' sem unt er, hver afbrigði náttúran sjálf framleiðir án þeirra hjálp- ar. í Kanada hafa ekki verið nein lög um plöntueinkaleyfi til skamms tíma. Því var það að kona nokkur * í Toronto, frú Hague, sneri sjer til Jackson og Perkins í Newark út af því, að hún hafði fundið einkenni- legt afbrigði í garði sínum. Him sneri sjer til þessa firma vegna þess að það er eitthvert frægasta blóm- ræktarfjelag í heimi. Afbrigði það, er hún hafði fundið var nellika, sem bar af öðrum um Ktfegurð og ilm. Þeir Jackson og Perkins sáu þegar að hjer var um merkilegt blóm að ræða og þeir fengu einka- rjett á því í Bandaríkjunum handa frú Hague. Hafa nú þessi afbrigði verið ræktuð í stórum stíl og veitt frúnni mikinn gróða. Það er undir tilviljun komið að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.