Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Side 1
*?» 1 34. tbl. im Sunnudagur 10. september 1950. XXV. árgangur. Sveinn Björnsson forseti: t í SYSIDRIMAR FRA BRIMNESI gerðu Islandi sóma ytra ER JEG las i blöðunum um andlát Hólmfríðar Einarsdóttur frá Brim- nesi, datt mjer í hug atvik frá sendiherraárum mínum í Kaup- mannahöfn. Með því að segja frá því nú, vildi jeg leggja lítinn stein í minnisvarða þessarar látnu sæmd- arkonu. Dag nokkurn komu til mín tvær íslenskar stúlkur, sem jeg þekti ekki áður. Það voru „systurnar frá Brimnesi“, var Hólmfríður heitin önnur þeirra. Þær voru þá á hús- stjórnarskólanum Vældegaard ná- lægt Kaupmannahöfn, hafði verið sagt að allar námsmevjar á þess- um skóla fengju dálítinn náms- styrk úr rikissjóði Danmerkur. Nú væri lokið úthlutun styrkja þess- ara, en þær engan styrk fengið af því þær væru ekki danskar. Mundu nú komast í vandræði, af því þær hefðu gengið að því vísu, að þær fengju styrk eins og hinar. Jeg ráðlagði þeim að flýta sjer að sækja um styrk úr dansk-ís- lenska sambandssjóðnum. en til þess voru þá síðustu forvöð í það skifti. Gerðu þær það. Við nánari umhugsun datt mjer í hug hvort þær ættu ekki sama rjett til stvrks eins og dönsku námsmeyjarnar, eftir 6. gr. sam- bandsiaganna, um jafnrjetti Dana og íslendinga. Gekk jeg svo á fund þáv. menntamálaráðherra Dana, Jakobs Appel. Hann halði verið lýðháskólastjóri í Askov, en þann skóla höfðu margir íslendingar sótt, hafði komið til íslands og þótti af þessum ástæðum vænt um ís- land og íslendinga. Jeg var honum auk þess kunnugur persónulega. Nú lagði jeg málið fyrir hann. Hann' svaraði án umsvifa, að auð- vitað ættu þessar íslensku stúlkur að fá styrk eins og þær dönsku. Hann kallaði á starfsmann þann í ráðuneytinu sem hafði al'greitt málið og sagði: „Hvers vegna fengu þessar tvær stúlkur engan styrk?“ „Af því að aðrir fá ekki styrk en danskar stúlkur“, svaraði hann. „Þjer gleymið þá 6. gr. sambands- laganna. Viljið þjer sjá um að þess- ar íslensku stúlkur fái sama styrk og' þær dönsku, taíarlaust“, sagði Brimnessysturnar. Sigurlaug «g Hólml'riður. iiann í mjög ákveðnum ton. Og þær fengu styrkinn. Nokkrum vikum síðar lútti jeg Appel í samkvæmi. Hann gekk til mín strax og sagði: „Er það ekki eins og jeg hef alltaí' sagt? íslend- ingar eru sjerstakir í sinni 'röð“. Svo sagði hann mjer þessa sögu:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.