Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 415 og brunasárin í andliti hans svo algjörlega gróin, að ekki sáust ör eftir. En sagan um þetta kraftaverk er þannig að þjónn verkfræðingsins, sem var Indíáni, tók sjúklinginn um nóttina, bar hann á bát og reri með hann upp eftir Orinoco-ánni, lengst inn í írumskóginn. Þar var töfralæknir, sem tók hann að sjer og græddi hann svo rækilega, sem nú hefir verið sagt. Þessum ein- falda og ómenntaða töfralækni tókst að gera það, sem hálærður hvítur læknir sagði að væri óhugs- andi. TÖFRALÆKNAR meðal hinna frumstæðu þjóða nota þúsundir lyfja til lækninga og þekkja hvítir menn ekki nema örlítið brot af því. En eftir því sem hvítir menn kynnast hinum frumstæðu mönn- um betur, eftir því verða þeir fleira áskynja, og á hverju ári kom- ast þeir a® nýum og nýum lækn- ingaaðferðum þeirra og fá vit- neskju um ókunn meðul. Meðal þeirra lyfja, sem hvítir læknar hafa fengið hjá þessum „stjettarbræðrum“ sínum, og eru nú farnir að nota mikið, má nefna curare og rotenone. Það er þó enginn hægðarleikur að komast að því hver lyf töfra- læknarnir nota. Þekking þeirra er fengin með margra alda til- raunum og þeir vaka yfir henni eins og helgidóm. Prófessor Elisa- beth Ferguson segir í „Scientific Amerícan“ að Navalio Indíánar þekki 1200 tegundir lækningagrasa, en aðeins örfáar þeirra hafi verið reyndar af hvítum mönnum, vegna þess að Indíánar vilji ekki segja frá því hvernig þeir noti þessar jurtir. Og' þegar svo er um Indíánaþjóð- ílokk, sem lengi hefir búið í sam- býli við hvíta menn, hvað þá um töfralækna þeirra þjóðflokka, sem sjaldan sjá hvíta menn og umgang- ast þá ekki neitt? Langt inni í Kína komust amer- ískir læknar á snoðir um gras, sem læknar kláða svo að segja á einni nótt. Þeir komust einnig á snoðir um annað gras, sem kínverskir læknar hafa notað öldum saman til þess að búa til úr því meðal gegn malaríu. Þetta gras hefir ver- ið rannsakað af efnafræðingum við California Institute of Technologi og þeir hafa komist að þeirri niður- stöðu að í því sje efni, sem er langt um kröftugra heldur en kínín. Þá hefir og verið leitað til töfra- læknanna til þess að reyna að finna hjá þeim meðul gegn krabbameini Krabbameins-rannsóknastofnunin í Washington (The National Canc- er Institute) hefir t. d. gert rann- sóknir með jurtina alrúnu (mand- rake) og komist að raun um að með henni er hægt að stöðva krabbamein í músum. Aðrar tilraunir með lækningar á krabbameini eru gerðar í Edin- burghs Royal College of Physicians og þar reynd grasameðul, sem hin- ir viltu Jivaro Indíánar í Suður- Ameríku hafa notað. . í Cleveland Western Reserve University eru vísindamenn nú að rannsaka rúmlega 1000 tegund- ir af jurtum, sem vitað er að Indíánar hafa notað til lækninga. Er talið að þessar tilraunir muni hafa stórkostlega þýðingu. Úr einni jurt hefir mönnum t. d. tekist að búa til meðal, sem hefir unnið bug á mænuveikis-vírus, sem ræktaður hefir verið í tilraunastofu. Og nú á að fara að reyna þetta meðal á lifandi dýrum. VÍSINDAMENN eru nú farnir að líta öðrum augum en áður á það. sem kallað hefir verið „skrípalæti“ töfralæknanna, það er að segja hve afkáralega þeir búa sig og hvaða tilburði þeir hafa í frammi þegar þeir stunda sjúklinga. Menn hafa sem sje komist að því að þetta er alt annað en kjánaleg skrípalæti, heldur eru töfralæknarnir með þessu að koma inn hjá sjúklingn- um trausti á sjer. Þeir hafa fund- ið hve ákaflega miklu það varðar, að sjúklingur hafi trú á því að lækn ing takist. Þeir hafa fundið að hverjum sjúkdómi fylgir andleg vanheilsa, sem jafnframt verður að lækna. En þessi vísindi hafa nú- tímalæknar fyrst nýlega uppgötv- að og viðurkent. Lærdómshrokinn og gorgeirinn, sem margir vísindamenn hafa ver- ið svo uppþembdir af, læknast máske þegar það sannast vísinda- lega, að vísindin geta margt lært af hinum hálfviltu töfralæknum frumstæðu þjóðanna. BETRA AÐ SÁLIN SJE MEÐ Einn af vinum mínum, kunnur landkönnuður, var einu sinni um allangt skeið meðal viltra Indíána upp með Amazonfljóti, Einhverju sinni þurfti hann að fara þar í gegn um frumskóg og tvo fyrstu dagana gekk ferðalagið að óskum. En þriðja morguninn, er hann ætl- aði að leggja á stað, sýndu hinir innbornu fylgdarmenn hans ekk- ert fararsnið á sjer. „Þeir verða að bíða“, sagði for- ingi þeirra. „Þeir geta elcki lagt á stað iyr en sálirnar hafa komist inn í líkamina“. Þetta finst mjer umhugsunarefni fyrir okkur. Hvernig eigum vjer að brjóta nýar brautir, ef vjer gef- um ekki sálunum tíma til að fylgja líkömunum? Ef við hugsum um það hvernig lifnaðarhættir fólks voru fyrir nokkrum árum, þá sjá- um vjer að öll okkar ævi fer í flaustur. Áður höfðu menn altaf tíma til alls. Nú hefir enginn tíma til neins. — (James T. Adams).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.