Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Blaðsíða 6
418 LESBOK MORL,UTsBIxAÐSINS Steíán Filippusson Reimleikar kveðnir niður ÞEGAR VIÐ systkinin vorum að alast upp í Kalfafellskoti í Fljóts- hverfi og hin elstu frumvaxta, voru reimleikar miklir á Kálfafelli, sem er næsti bær. Heyrðist mönnum þar þrusk og umgangur og var haldið að þar væri ákveðinn mað- ur afturgenginn. Var fólk mjög óttaslegið og þorðu sumir varla að þverfóta um bæinn eftir að dimma tók. Okkur hafði aldrei verið innrætt trú á drauga nje afturgöngur og vissum við því ekki af eigin reynd hvað myrkfælni var. Hend^im við stundum gaman að þeim sögum, sem bárust frá Kálfafelli, en jafn- framt vorkendum við fólkinu svona hálft um hálft að það skyldi láta hjátrú og hindurvitni glepja sig. Heyrt höfðum við getið um það, að reimleikar slæfðust mjög, ef ein- hver gat sjeð drauginn. Var það trú að hann dasaðist mjög við það og hætti að gera vart við sig. Nú hafði enginn maður á Kálfafelli sjeð drauginn, annað hvort af því að enginn var þar skygn, eða þá af hinu að draugsi var svo var um sig að hann ljet ekki sjá sig. Þóttu því mestar líkur til þess að reim- leikarnir mundu halda áfram von úr viti, fólkinu til hugarangurs og margs konar óþæginda. Út af þessu fórum við systkinin að hugsa um að gaman væri nú að þvi að losa Kálfafellsfólkið við reimleikana en gera því þó jafn- framt dálítinn grikk vegna hjá- trúar þess. Varð það ráðagerð okk- ar elstu systkinanna, að við skyld- um lofa því að sjá drauginn. Átti jeg að leika drauginn og búa mig sem afkáralegast. Biðum við nú tækifæris að koma þessari fyrir- ætlan í framkvæmd, en gættum þess vel að foreldrar okkar fengi engan pata af þessu, því að við vissum að þau mundu fyrirbjóða okkur að gera góðum nágrönnum slíkar glettur. Nú var það eitt sinn í skamm- deginu að systir mín var fengin að Kálfafelli til að sauma og ætl- aði að vera þar fram á kvöld. Var þá afráðið að láta til skarar skríða, svo að hún gæti verið vottur þess hvernig fólkinu brygði við. Ofur- lítið hrím var á jörð, en þó ekki svo að sporrækt væri. Það var því engin hætta á að slóðin kæmi upp um mig. Þegar komið var langt fram á vöku bjó jeg mig út sem draug. Jeg setti á mig hárkollu úr ullar- flóka og hengu toglagðarnir sem ókrjálegast ofan á ennið og niður með vöngunum. Einnig útbjó jeg á mig skegg með sama hætti og málaði mig eldrauðan umhverfis augun. Var jeg þá ekki frýnilegur og ekki bættu um einhverjir fata- ræflar og kollhúfa. Þannig út bú- inn helt jeg heim að Kálfafelli. Var mjer það alveg óljóst hvern- ig jeg ætti að gera vart við mig, en ætlaði að láta skeika að sköp- uðu. Mikið var undir því komið hvort menn væri úti og sæi til ferða minna, eða yrði varir við mig áður en jeg kæmi heim á bæ- inn. Alt gekk vel þangað til jeg kom í hlaðið á Kálfafelli. Þá kemur á móti mjer tík, með miklu gjammi og grimdarlátum. Jeg vissi að hún hafði það til að ráðast á menn, sem henni gast illa að og Ieist því ^kki á blikuna. En jeg tók það fangaráð að láta engan bilbug á mjer finna. Hleypti jeg mjer í kuð- ung og teygði fram armana og gekk þannig á móti tíkinni. Þá sá hún framan í mig, og sannar- lega hefir draugsgerfið verið gott, því að hún lagði skottið þegar á milli fóta sjer og flýði ýlfrandi inn í bæ. Stór gluggi var á baðstofunni og þrep fyrir framan. Engin tjöld voru fyrir glugganum fremur en annars staðar á sveitarbæum á þeim árum. Ljós logaði þar glatt og er jeg gægðist inn um gluggann sá jeg að alt fólkið var þar inni, 14 manns, og las einn á bók. Jeg skreið nú upp á þrepið fyr- ir framan gluggann og ljet birt- una skína á mig. Þannig stóð jeg um stund, en enginn tók eftir mjer, En svo leit lesarinn upp úr bók- inni og út í gluggann. Mun hon- um hafa sýnst hundur vera á glugg anum, því hann kallaði: — Svei þjer hvutti. Síðan helt hann áfram að lesa. Jeg sá að þetta dugði ekki, svo nú lagðist jeg blátv áfram á glugg- ann og þrýsti nefinu á rúðuna. Lesarinn leit nú upp, líklega til þess að gæta að því hvort hundur- inn væri farinn. Jeg sá að hann hrökk við og heyrði að hann hróp- aði: — En þær glyrnur. • Þá beið jeg ekki boðanna, busti ofan af veggnum og helt sem hrað- ast heim og hafði fataskipti. Systir mín sagði svo frá að margt af fólkinu hefði sjeð drauginn í svip og orðið svo skelkað að það liljóp saman í hnapp og helt hver i annan dauðahaldi. Hún kvaðst þa hafa spurt livort enginn ætlaði að fara út til að forvitnast um þetta, en húsráðandi lagði blátt bann við því. Seinna um kvöldið þurftu stúlkur í fjós að mjólka kýrnar. Ekki þorðu þær að íara einar og mundi ekki heldur hafa þótt ráðlegt að þær íæri einar, svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.