Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 1
SLARKSAMT FERÐALAG ÁRIÐ 1931 átti jeg- heima á Húsa- vík hjá sjera Knúti Arngrímssyni, Þá var það í júní að jeg fekk skeyti frá Geir H. Zoéga að koma með fyrstu ferð til Reykjavíkur og fara í langferð með útlendingum, sem hann átti von á. Tveimur dögum síðar lagði jeg á stað með „Súð- inni“, og það stóð heima, þeir voru komnir til Reykjavikur þegar jeg kom þangað. Þetta var enskur nátt- úrufræðingur, Hagen að nafni og var hann kominn hingað til þess að safna jurtum og fuglum. Með hon- um var frænka hans fulltíða kven- maður. Geir hafði ráðið Tótnas Snorra- son, gamlan og reyndan ferðamann fyrir túlk, og auk þess matreiðslu- mann, því að svo hafði sá enski fyrir skipað. Var smíðaður í Hamri sjerstakur bökunarofn handa hon- um, því að brauð skyldi jafnan bak- að á leiðinni. Ofn þessi var hið mesta þarfaþing, rnátti taka hann allan í sundur og' láta niður í koi- fort. Nú var farið að af|a matvæla og raða þeint niður i koffort. Voru það margir sntáir hveitipokar, 10 pund af lauk, 40 pund af kartöfl- um og svo alls konar niðursuðu- vörur, senr of langt yrði upp að telja, kaifi, te og sykur o. s. irv. Árni Óla skráði eftir frásögn Stefáns Filippussonar Ennír. hafði sá enskt með sjer rnarg ar flöskur af spiritus, sem betra var að búa vel urn. Svo voru olíu- dunkar og þrír prímusar og ótal margt annað. Þurfti mikið rúm fyr- ir alt þetta og var hvert koífort iult. En hjer við bættist svo nær 3 alna langur kassi með veiðistöng- um. Fatnað allan höfðum við í klyí töskurn. Urðu þetta samtals klyfj- ar á 15 hesta. Nú var öllu haíurtaskinu hlaðið á vörubíl, en við settumst upp í fólksflutningabíl og svo var ekið upp að Árbæ. Þar biðu okkar þeir, sem útvegað höfðu hesta til ferða- lagsins, afhentu þá og hjálpuðu okkur til að búa upp á þá. Geir hafði beðið Sigurð Danielsson á Kolviðarhóli að útvega 20 hesta. Sigurður fór austur yfir fjall og keypti þar nokkrar truntur, en eitthvað lagði hann til frá sjálfum sjer. Magnús á Laugalandi útvegaði eða ljeði 5 hesta, en Tórnas Snorra- son lagði til 2 hesta handa sjer. Mjer leist ekki á „gæðingana" og það lagðist í mig að þeir mundu gera okkur margar skráveifur og erfiðleika. Þetta var að mestu leyti ótamið og' illa tamið ,,rusl“ og eng- inn þeirra hafði komið undir kofí- ort fyr. En það var nú svona á þeim árum að fvlgdarmenn tirðu að taka við þeim hestum, sem þeim voru íengnir, máttu sjaidnast ájálf- ir velja hestana. Þeir voru keypt- ir og leigðir án tillits til þess hvernig þeir mundu duga í ferða- lögum. Oft voru þetta gallagripir, sem eigendur gátu ekki notað sjálí- ir eða þá tryppi, sem varla gátu taiist bandvön. Hlutust oft mikil vandkvæði af þessu, eins og enn mun sagt verða. Sæmiiega gekk að ieggja á hest- ana og koma upp klyíjunum. Var seinast ekki annað eítir en veiði- stangakassinn og hann urðum við að binda ofan á, þvert yfir koff- ortaklyfj'ar. Náði hann auðvitað langt út fyrir koffortin á báða vegu. Nú \’ar alt tílbúið, bundmr upp taumar á öllmn áburðarhestum og iausum hestum, stigió á bak og haldið á stað. En naumast var lest- in komin á skrið fyr en veiðistanga- kassinn rakst í koffort á öðrum hesti. Var þá eins og hleypt hefði verið af fallbyssu. Allir hestarnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.