Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 1
í>#fl 35. tbl. Sunnudagur 17. septeinber 1950. XXV. árgangur. SLARKSAMT FERDALAG ÁRIÐ 1931 átti jeg- heima á Húsa- vík hjá sjera Knúti Arngrímssyni, Þá var það í júní að jeg fekk skeyti frá Geir H. Zoéga að koma með fyrstu ferð til Reykjavíkur og fara í langferð með útlendingum, sem hann átti von á. Tveimur dögum síðar lagði jeg á stað með „Súð- inni", og það stóð heima, þeir voru komnir til Reykjavikur þegar jeg kom þangað. Þetta var enskur nátt- úrufræðingur, Hagen að nafni og var hann kominn hingað til þess að safna jurtum og fuglum. Með hon- um var frænka hans fulltíða kven- maður. Geir hafði ráðið Tómas Snorra- son, gamlan og reyndan ferðamann fyrir túlk, og auk þess matreiðslu- mann, því að svo hafði sá enski i'yrir skipað. Var smíðaður í Hamri sjerstakur bökunarofn handa hon- um, því að brauð skyldi jafnan bak- að á leiðinni. Ofn þessi var hið mesta þarfaþing, mátti taka hann allan í sundur og láta niður i kof- i'ort. Nú var farið að afla matvæia og raða þeim niður i koffort. Voru það margir smáir hveitipokar, 10 pund af lauk, 40 pund ai' kartöfl- um og svo alls konar niðursuðu- vörur, sem oi' langt yrði upp að telja, kaííi, te og sykur o. s. frv. Árni Óla skráði eftir írásögn Stefáns Filippussonar Ennfr. hafði sá enski m>eð sjer marg ar flöskur af spiritus, sem betra var að búa vel um. Svo voru olíu- dunkar og þrír primusar og ótal margt annað. Þurfti mikið rúm fyr- ir alt þetta og var hvert koffort i'ult. En hjer við bættisl svo nær 3 alna langur kassi með veiðistöng- um. Fatnað allan höfðum við í klyí' töskum. Urðu þetta samtals klyfj- ar á 15 hesta. Nú var öllu haíurtaskinu iilaðið á vörubíl, en við settumst upp í i'olksflutningabíl og svo var ekið upp að Árbæ. Þar biðu okkar þeir, sem útvegað höfðu hesta til ferða- lagsins, afhentu þá og iijálpuðu okkur til að búa upp á þá. Geir haíði beðið Sigurö Danielsson á Kolviðarlióli að útvega 20 hesta. Sigurður fór austur yfir fjall og keypti þar nokkrar truntur, en eitthvað lagði hann til frá sjálfum sjer. Magnús á Laugalandi útvegaði eða ljeði 5 hesta, en Tómas Snorra- son lagði til 2 hesta handa sjer. Mjer leist ekkj á „gæðingana" og það lagöist í mig að þeir mundu gera okkur margar skráveifur og erfiðleika. Þetta var að mestú leyti ótamið og illa tamið „rusl" t>g eng- inn þeirra hafði komið undir-koff- ort i'yr. En það var hú svona á þeim árum að íylgdarmenn yrðu að taka við þeim hestujn, Sémjeim voru fengnir, máttu sjaldnastsjálf- ir velja hestana. Þeir voru keypt- ir og leigðir án tiliits til þess hvernig þeir mundu duga í fiSrða- lögum. Oi't voru þetta gallagfiþir, sem eigendur gátu ekki notað sjálf- ir eða þá tryppi, sem \'arla gátu talist bandvön. Hlutust oft mikil vandkvæði af þessu, eins og.enn mun sagt verða. Sæm-ilega gekk að ieggja á hest- ana og koma upp klyíjunum. Var seinast ekki annað eftir cn veiði- stangakassinn og hann urðum við að binda ofan á, þvert yfir koff- ortaklyfjar. Náði hann auðvitað langt út fyrir koffortin á báða vegu. Nú var alt (íibúið, bundnir upp taumar á öllum áburðarliestum og lausum liestum, stigið á bak og lialdið á stað. En naumast var lest- in komin á skrið fyr en veiðistanga- kassinn rakst í kofi'ort á öðrum hesti. Var þá eins og hleypt hefði verið af fallbyssu. Allir hestarnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.