Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 2
422 LESBÓK MORGJNBLAÐSINS ramfældust og þeyttust æðistrylt- ir inn alla móa utan vegar. Jeg sló í reiðskjótann og þeysti eins og hann komst inn allan veg til þess að reyna að komast fvrir þá. Þegar jeg fór fyrir botninn á Rauðavatni, voru nokkrir af þeim í loftköstum úti í vatninu, 6 eða 7 með klyfsöðl- ana undir kvið (koffortin höfðu þeir losað sig við), en sá sem var með veiðistangakassann braust um úti í vatninu. Jeg helt sprettinum inn í Bald- urshagatraðir og sneri þar á móti hestunum til að reyna að stöðva þá. En svo voru þeir tryltir að mjer datt ekki annað í hug en að þeir mundu ráðast á mig og hest- inn og troða okkur undir hófum. Jeg var með þunga og stóra svipu og hana ljet jeg ganga á þeim miskunnarlaust þangað til mjer tókst að stöðva þá. Voru þeir þá flestir komnir þarna. Sumir höfðu komist upp á veginn og voru með koffortin enn. Nú vildi svo vel til, að bíllinn, sem flutti okkur upp eftir var ekki farinn. Kom hann á eftir okkur upp að Baldurshaga og hjálpaði okkur síðan til að tína saman farangur- inn, sem lá á víð og dreif út um alla móa. Var sumt skemt. Veiði- stangakassinn, sem var úr ma- hogny og allur látúnssmeltur, hafði látið það á sjá, að farinn var af honum mesti glansinn. Alt stóðið var nú rekið niður að Árbæjarrjett aftur og þangað var farangurinn einnig fluttur. Þurfti nú margt að laga, ólar höfðu slitn- að úr koffortum og móttök úr klyf- söðlum, gjarðir sprungið o. s. frv. Kom það sjer nú vel að jeg hafði meðferðis söðlasmíðaverkfæri mín, svo að mjer tókst tiltölulega fljótt að gera við skemdirnar. Var svo aftur farið að búa upp á hestana og gengið sem best frá öllu. Síðan var lagt á stað í annað sinn, en þá tók ekki betra við. Hald ið þið ekki að klárarnir fælist allir samstundis og eru roknir út í lóft- ið kolbrjálaðir áður en við vitum af. Fór nú ver en hið fyrra sinn, því að nú komumst við ekki fyrir þá. Sluppu 5 þeirra inn úr Baldurs- hagatröðum, en hinir allir þeyttust í loftköstulum suður í Rauðhóla. Jeg sendi Tómas og kokkinn eftir þeim, en fór sjálfur að elta hina, sem upp úr fóru. Skamt fyrir ofan Baldurshaga reið jeg fram á tvenn koffortin og skamt fyrir neðan Hólm var einn með alt undir kvið, koffortin líka, og komst hvorki fram nje aftur. Ljet jeg hann eiga sig. Þegar jeg kom á móts við Hólm sá jeg hvar hinir voru komn- ir upp í heiði og þar náði jeg þeim eftir mikið stímabrak. Svo tíndi jeg upp koffortin og helt með hóp- inn niður að Baldurshaga. Þá voru hinir að koma sunnan úr Rauðhól- um með hinn hópinn. Þegar við hittum þau ensku voru þau eins og dáleidd. Þeim mun ekki hafa litist á aðfarirnar og verið að hugsa um að seint mundi ganga að komast á leiðarenda, ef þannig færi alla daga. En þau voru vel stilt og sögðu ekki eitt einasta orð. Nú var ekki um annað að gera en binda alla klárana í lestir og varð hver okkar að teyma 7 hesta. Var svo lagt á stað og farið hægt og þannig skriðið upp í Seljadal og tjaldað þar. Er þetta stysta dag- leið, sem jeg hefi farið í ferðum mínum, en þó einhver hin erfið- asta. Og mjer var ekki rótt er jeg hugsaði til þess að eiga að fara þvert yfir hálendi íslands með þessi villidýr. Við Tómas byrjuðum á því að hefta ella hestana, og kokkurinn átti nú að sýna list sína. En það urðu stór í honum augun og held- ur en ekki vandræðasvipur á hon- um er hann opnaði prímuskass- ann og uppgötvaði, að í honum var ekki annað en prímushausar! Sá enski hafði keypt 2 prímusa hjá Ellingsen, en afgreiðslumanni hafði fipast þannig, að hann ljet kassa með prímushausum í staðinn fyrir annan þeirra. Við höfðum með- ferðis gamlan prímus og reyndist hann ónýtur. Sá enski vildi nú, sem sjálfsagt var, senda prímushausakassann til Reykjavíkur og fá skifti á honum og prímus. Klukkan var nú orðin 5 og efasamt hvort maður næði í búð í bænum. Jeg tók 2 fælnustu klárana, hugsaði mjer að best væri að þjálfa þá ofurlítið. Prímushaus- ana og gamla prímusinn batt jeg fyrir aftan mig. Svo fór jeg í tveim- ur sprettum til Reykjavíkur, hafði hestaskifti einu sinni, og var ekki nema klukkutíma og 20 mínútur niður í Miðbæ. Komst jeg í búð hjá Ellingsen og fekk þar tvo nýa prímusa. Svaf svo heima um nótt- ina og var ekki kominn upp eftir fyr en klukkan 8 um morguninn. Þá var Tómas að tína saman hest- ana, en koksi að þvo upp dalla og borðáhöld. Ekki hafði hann getað notað bökunarofninn góða, því að prímus vantaði til að kynda und- ir honum. Svo voru hestarnir pratnir, að okkur ætlaði að ganga illa að leggja á þá og þó enn ver að koma upp koffortunum. Var heldur en ekki óhugur í okkur og kvíði, að nú mundi fara eins og daginn áður. Bundum við nú alla í lestir, hvern í taglið á öðrum og lögðum svo á stað. Býst jeg við að það hefði þótt ófögur sjón að horfa á þessar lest- ir skríða eins og ánamaðka suður alla Mosfellsheiði, því að það er ekkert ferðalag. Jeg kveið sannar- lega fyrir því ef við ættum að dragnast þannig með þetta truntu- lið alla leið norður í Þingeyjar- sýslu, en þangað var ferðinni heit- ið. — Annars segir nú ekki af ferðum okkar fyr en við komum { Hvítár-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.