Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 6
426 LESBOK MORL.UNBLÁÐSINS ----------------------------— Ddleiðsla er hættulegt vald Dr. Estabrooks forseti „Department of Psychologi“ við Col* gate háskólann í Bandaríkjunum, er þaulæfður dáleiðinga- maður og hefir ritað margar bækur um dáleiðslu. Hann hyggur að með dáleiðingum sje hægt að hafa áhrif á rás viðburðanna, og dáleiðsla geti orðið mjög' mikilvæg í hern- aði og eins mætti með henni stuðla að alheimsfriði. Hjer er stuttur útdráttur úr grein, sem hann hefir ritað um þetta efni. JEG GET dáleitt mann an þess að hann viti af því, og gegn vilja hans, og jeg gæti fengið hann^til þess að fremj'a föðurlandssvik. Og úr því að jeg get gert þetta, þá geta sál- fræðingar annara þjóða einnig gert þetta og beitt því í þágu lands síns í hernaði. Skömmu eftir að Japanar rjeðust á Pearl Harbour, kallaði hermála- ráðuneytið mig til Washington. Það vildi heyra álit mitt um það hvort óvinirnir mundu geta notað dá- leiðslu sem vopn í stríðinu. Jeg skai á höfðann norðan við Húsavík um kvöldið mun mönnum hafa gefið á að líta: Þrjár langar lestir og flest- ir hestanna undir koffortum og töskum. Koffortin voru öll úr krossviði lakkbornum og gljáandi, öll brydd með brosnuðum járn- böndum og glóði kvöldsólin á þetta. En okkur sjálfum fanst held- ur óvirðulegur ferðamannabragur á okkur, að dragast með langar lestir í taumi, og það sem verst var, hvern hestinn bundinn í tagl- ið á öðrum. En það þykir. Norð- lendingum hin mesta smán og hafa skömm á þeim ferðamönnum, er leyfa sjer slíkt. Þetta vissi jeg vel og átti því ekki á neinu góðu von hjá Húsvíkingum. En það verður að teljast okkur til afsökunar hvert hestarusl okkur hafði verið fengið í hendur. Ekki mátti reka hestana, því að þá fældust þeir og ekki þýddi að binda taumana í klyfbera- boga, því að þá ryktu þeir í og slitu. Við urðum því að láta Hús- víkinga horfa upp á þessa ómenn- ingu okkár og jafnvel það, að einn klárinn Var með hengingaról um hálsinn. nú endurtaka það, sem jeg sagði við þá: Tvö hundruð æfðir útlendir dá- leiðendur gætu komið upp hjer í Bandaríkjunum alveg sjerstaklega hættulegum flokki föðurlandssvik- ara, sem ynnu undir dáleiðslu áhrif um. — Flestir munu hafa sjeð dáleiðsiu sýningar, og undrast hvílíkt vald einn maður getur fengið yfir öðr- um. Sumir brosa að þessu og telja það ekki annað en loddaraleik. En þjer megið trúa mjer, að dáleiðsla er hvorki loddaraleikur nje ímynd- un. Fáeinir æfðir dáleiðendur, sem kæmust inn í herstjórn, gætu vald- ið miklu meira tjóni heldur en nokk ur kjarnorkusprengja. Þeir gæti gert hershöfðingjana að samherjum óvinanna. Þeir gæti orðið þess vald andi að 50.000 manna her væri leiddur í þá gildru, að enginn kæmi lifandi aftur. Dáleiðsla hefir verið kunn um hundruð ára. Hvernig stendur þá á því að hún skuli aldrei hafa verið notuð í þágu hernaðar? Það er blátt áfram vegna þess, að til skamms tíma var talið ógerningur að dá- leiða mann án vitundar hans, og að ekki væri hægt að fá menn til að gera það, er samviska þeirra bannaði þeim. Nú hafa verið gerð- ar nýar uppgötvanir, og síðan er hvorugu þessu til að dreifa. Dáleiðsla byggir á þeirri þekk- ingu, að hugur mannsins skiftist í vökuvitund og undirvitund. í vöku vitundinni greinir maður alt sem fyrir ber dags daglega, en í undir- vitundinni leynast hinar dýpstu hugsanir og geðshræringar. Sál- fræðingar ætla, að í undirvitund- inni geymist minningar alls þess er fyrir oss kemur á lífsleiðinni. Hún hefir yfir að ráða afli, sem vökuvitundin veit hreint ekkert um. Með dáleiðslu er vökuvitundin svæfð, en kraftar undirvitundar- innar kallaðir fram til starfa. Það er hægt að telja dáleiddum manni trú um alt. Það er hægt að telja honum trú um að blýantur sje glóandi járnfleinn, og komi maður með blýantinn við hann, þá finnur hann til sársauka og þar hleypur upp blaðra. Það er einnig hægt að auka afl manna með dá- leiðslu. Vísindamaður í London gerði tilraunir með fimm hermenn. Hann ljet þá reyna sig á krafta- mæli og greipaafl þeirra var sam- svarandi 101 punds þunga að jafn- aði. Svo dáleiddi hann þá og Ijet þá reyna aftur, og sagði þeim um leið, að þeir væri kraftajötnar. Þá urðu greipatök þeirra þeim mun fastari, að nú samsvöruðu þau 140 punda þunga til jafnaðar. Á sama hátt væri hægt að gera hermenn að blóðþyrstum berserkjum, sem engu eirðu og ekkert ljeti sjer fyrir brjósti brenna. Það er hægt að láta dáleiddan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.