Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 427 mann einbeita huganum að ein- hverju sjerstöku. Maður var dá- leiddur í stóru gistihúsi og honum var sagt, að þegar hann vaknaði, yrði hann að ganga í kring um gisti húsið og setja á sig númer allra þeirra bíla, sem þar væru. Skömmu eftir að hann vaknaði, bað hann um leyfi til þess að skreppa út til þess að ná sjer í sígarettur. Þegar hann kom aftur, eftir svo sem stundar- fjórðung, var hann spurður að því hvort hann hefði sjeð nokkuð ný- stárlegt..„Jú, jeg sá hunda vera að fljúgast á hjerna á horninu“, sagði hann. Nú var hann dáleiddur aftur og þá romsaði hann upp úr sjer lýs- ingu á ellefu bílum, sem stóðu hjá hótelinu. Hann sagði frá því hverr- ar tegundar þeir væri,>>hvenær þeir hefði verið smíðaðir, og hvaða núm er væri á þeim. Reyndist þetta alt rjett um níu bílana. Setjum nú svo að maður, sem dá- leiðandi hefir á valdi sínu, vinni í einhverri hergagnaverksmiðju og hafi leyniteikningar undir höndum. Hann þarf þá alls ekki að stela þeim, eða Ijósmynda þær. Hann man upp á hár hvernig þær eru og getur komið þeim á framfæri við umboðsmenn óvinaríkis. Það er merkilegt við dáleiðslu, að hinn dáleiddi er nauðbeygður til að framkvæma í vöku alt, sem dáleið- andinn skipar honum að gera. Sem dæmi um það verður þessi saga að nægja: Maður nokkur var dáleiddur og honum var sagt, að þegar hann vaknaði yrði hann að taka spaðaás úr spilum þar á borði og afhenda hann ákveðnum manni. Þegar hann vaknaði var honum sagt frá því, að hann hefði fengið fyrirskipan, en ekki hver hún var. Hann veðjaði þá einum dollar um að sjer mundi tak ast að þrjóskast við að framkvæma fyrirskipanina. Fáum mínútum seinna stóð hann skyndilega á fæt- ur og gekk að borðinu. Hann tók spilin, en sagði um leið hvað eftir annað: „Jeg vil það ekki“. Og eftir litla stund lagði hann spilin aftur á borðið, en hann tók það svo nærri sjer að svitinn bogaði af honum. Svo æddi hann frarn og aftur um gólfið eins og ljón í búri, reykti hverja sígarettuna af annari og var hvað eftir annað kominn á fremsta hlunn með að taka spilin. Á þessu gekk í tvær klukkustundir og þá var hann 'orðinn úrvinda af innri baráttu. En hann hafði ekki hlýtt skipaninni um það að taka spaða- ásinn. Þá var talið að hann hefði unnið og honum var afhentur doll- arinn, sem lagður var að veði. Síð- an fór maðurinn að hátta. En hann gat ekki sofnað og hafði enga eirð í sjer. Það var eins og hræðileg martröð hefði komið yfir hann, og hann sá altaf fyrir sjer spaðaásinn og var altaf að hugsa um hann og ekkert annað. Að lokum þoldi hann ekki mátið — hann fór á fætur, hljóp í dauðans ofboði þangað sem spilin lágu og náði í spaðaásinn. Svo fór hann með spilið til dáleið- andans, rjetti honum það og tvo dollara og sagði: „Jeg þoli þetta ekki lengur, þið hafið unnið“ Þáð er augljóst af þesSh dæmi, að í styrjöld verður hægt að fá dá- leidda menn til þess að vinna hvers konar skemdarverk og landráð. Það er hægt að dáleiða menn mÖrgum sinnum án þess að þeir hafi hug- mynd um það sjálfir. Auðveldast mundi þetta verða á stríðstímum, þegar geð manna er úr jafnvægi. Sífeldur hávaði, svefnleysi og þreyta gera menn mjög næma fyr- ir áhrifum dávaldsins. Og það er mjög, sennilegt að á þennan hátt hafi nasistar fengið Van der Lubbe til þess að meðganga það, að hann hefði kveikt í þinghöllinni forðum. Og með þessum ráðum er líklegt að Sovjetstjórnin fái sakborninga sína til þess að bera sjálfa sig lognum sökum. Og líklegt er að þannig hafi verið farið með Mindzenty kardínála. í fyrra heimsstríðinu kom kunn- ur dáleiðandi með einkennilegt til- boð til flotastjórnarinnar. Hann bauðst til þess að dáleiða þýskan kafbátsstjóra og senda hann svo með kafbátinn í gegn um tundur- duflasvæði Þjóðverja og ráðast á þýska flotann. Flotastjórninni þótti tilraunin alt of viðsjárverð. En jeg er ekki viss um að henni mundi nú þykja slíkt tilboð fjarstæða. Jeg er viss um að dáleiðsla er svo stórhættulegt vopn í hernaði, að einmitt þess vegna ættu menn að kosta alls kapps um að koma í veg fyrir styrjöld. iW ^ ^ íW á LjrjótnesL ÞORSTEINN hjet maður og var Hákon arson. Kona hans var Guðrún Pjeturs- dóttir, systir Pjeturs hanskara. Þau bjuggu á síðari hluta 18. aldar á Grjót nesi á Sljettu. Þorsteinn var hægðar- maður hinn mesti, friðsamur og guð- rækinn. Til merkis um friðsemi hana og góðlyndi er þetta sagt: í Leirhöfn bjuggu hjón þau, er Jón og Guðrún hjetu. Þau voru fátæk, en miður vönduð, einkum konan. Eitt haust hurfu Þorsteini á Grjótnesi tvö Svarthöttótt lömb úr heimahögum eftir göngur. Var lambanna víða leitað, en fundust hvergi. Snemma um veturinn kom Þorsteinn að Leirhöfn og sá litinn skinnstakk nýan í bæardyrum, er hann skoðaði og þóttist kenna bjórana. Bóndi kom til dyra og er þeir höfðu heilsast, segir Þorsteinn: „Líkir eru bjórar þessir, Jón minn, í skinnstakknum og þeir væri af lömb- unum mínum“. Jón svaraði engu en þaut inn göng til baðstofu. Þorsteinn fór í humáttina á eftir honum. Heyrir Þorsteinn þá, að Jón segir við konu sína: „Nú er komið upp um lömbin hans Þorsteins, Guðrún; hvað á- nú að gera?"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.