Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 1
béh 36. tbl. Sunnudagur 24. september 1950 XXV. árgangur. Þóroddur Guðmundsson í GRASALEIT Á KILI LAUGARDAGINN í 13. viku sum- ars var margt um manninn við Ferðaskrifstofu ríkisins hjá Lækj- artorgi. Sumir voru að íá sjer far- seðla, aðrir að koma i'yrir dóti sínu eða taka sjer sæti í einhverri hinna mörgu bifreiða, sem biðu þar ferð- búnar um tvöleytið. Nokkrir virt- ust vera áð fylgja kunningjum, sem ætluðu í orlofsfór. Og maður spurði mann: — Hvert ætlar þú? Hvenær kem- urðu aftur? Getið þjer "sagt mjer hvaða bíll fer norður? Hvar er Vesturlandsrútan? En sá, sem fer á Kjöl? — Hann er þarna og stendur á honum N. L. F. R. Þar í'annst sá fararskjóti. Og íolkið tók sjer smám saman sæti, uns nálega hver bekkur var full- skipaður. Ákveðið hafði verið að ieggja af stað klukkan tvö stundvis- k:ga. En þá vantaði konu, sem sagt var, að gæti ekki komið fyr en stundarfjórðungi seinna, vegnu annrikis. Allir tóku þau i'orföll góðfúslega til greina, eins og vera bar. Sum- ir voru þó að verða hálfórólegir í sætum sínum, þegar bifreiðin var enn kyrr — og klukkan að verða hálf-þrjú. En þá kom sú, sem beð- ið var eftir. Hýrnaði' þá heldur yfir sumum —, þótti sem biðin hefði borgað sig og verða mundi tlokksprýði og yndisauki að henni, blessaðri .... Ekið um breiðar bygðir Förirtni var heitið horður á Kjöl. Gekkst Náttúruiækningafje- lag' Reykjavíkur íyrir henni i þeim tilgangi að afla þeirrar hollu og þjóðlegu fæðu: íslenskra fjalla- yrasa. Leiðtoginn var svo góður sem á varð kosið: Steindór Björns- son frá Gröf. Á Gunnarsbraut naní bíllinn staðar við hús nokkurt. Út úr því kom unglings maður og frár á fæti, sem tvítugur væri, og slóst í förina. Reyndar er hann á átttug- usta aldursári. Þetta var Jónas Kristjánsson læknir, hinn síurtgi heilbrigðisfrömuður. Var svo ekið viðstöðulaust aust- ur i Grimsnes. T\'ivegis námum vjer staðar í þeirri merkilegu sveit: hjá Kerinu fræga, sem allir þekkja, til að skoða það; og við Sveina- vatn. Á síðarneíndum stað bætt- ust tvær blómarósir í bifreiðina, og voru síðan öll sæti hennar full- V;*'V < ' py'^ ¦ V -^Fv* Leiðin frá Bláfellshálsi norður ad Hveravöllum og grasasvæðið. skipuð, tuttugu og tvö að tölu. Pungbúið Joít halói verið fram- an ai' degi og stun'duin jafnvel rignt lítilsháttar. En pegar ekið var upp Grímsnes og Biskupstungur. tók að ljetta til. Gleymst hafði til þessa að geta bifreiðastjórans og er það ómak- legt, jafn ágætur maður og hann reyndist oss og sómi stjettar sinn- _--^_ •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.