Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Page 1
37. tbl. 3H0V0miMatot!t* Sunnudagur 8. október 1950. XXV. árgangur. 1845 (Jtlend kona lýsir Rey k ja vi k AUSTURRÍSK kona, frú Ida Pfeiffer, kom hingað »umarið 1845 og ferðaðist nokkuð um landið. Talsverða viðdvöl hafði hún hjer í Reykja vík og hefur lýst bæariifinu í bók sem hún ritaði um ferðalagið. Ekki mun sumum Reykvikingum hafa líkað lýsing hennar og segir Klemens Jónsson í „Sögu Reykjavikur“ að hún hafi verið „óánægð með alt og alla“ og „skammi því alt“; þyki sjer því ekki ástæða til að segja frá lýsingu hennar á bænum. En segja má frá því hvað ferðalöngum hefur fundist um Reykjavik, þótt ekki sje það eintófnt hrós. Lýsing hennar og frásögn snertir og aðallega danska fólkið í bænum, og væri það ó- þarfa viðkvæmni ef íslendingar kiptu sjer upp við þann vitnisburð, sem hún gefur því. Dönsku kaupmennirnir hjer reyndu að viðra sig upp við útlenda ferðamenn, en vegna þess að hjer á kona í hlut, verða við- tökurnar með nokkuð öðrum hætti og er því eðlilegt að hún líti öðrum augum á bæarlífið heldur en þeir karlmenn, sem hjer ferðuðust um líkt leyti, og þarf það ekki að rýra gildi frásagnarinnar. FRÚ Pfeiffer kom á skipi Knudt- zons til Hafnarfjarðar og steig þar á land 16. maí. Ljeði Knudtzon henni hest til Reykjavíkur og fekk henni konu til fylgdar, og mun það hafa verið Þuríður formaður, eftir lýsingunni að dæma, en Þuríður átti heima í Hafnarfirði 1840—47. I.ýsing frú Pfeiffer á fylgdarkon- unni er á þessa leið: — Þarna kyntist jeg svo merki- legum íslenskum fortíðargrip, að hún á það skilið að jeg lýsi henni með fáum orðum. Hún er eitthvað um sjötugt að aldri, en að útliti virðist hún tæplega fimtug. Hún hefur mikið bjart hár, sem fellur í lokkum. Hún gengur í karlmanns- fötum, hún fer sem sendiboði í löng og erfið ferðalög, hún kann að halda á ár eins og besti sjómaður, og rækir öll störf sín fljótar og bet- ur en nokkur karlmaður, því að hún er ekki jafn gefin fyrir brenni- vín eins og þeir. Hún gekk svo hratt, að jeg varð að knýa hestinn áfram með svipu til þess að geta fylgst með henni. Klukkan rúmlega átta um kvöld- ið komst jeg heilu og höldnu til Reykjavíkur. Knudtzon hafði verið svo huguisamur að láta útbúa handa mjer snoturt herbergi í einu af húsum sínum, þar sem Bernhöft bakari býr, og sennilega hefði mjer hvergi verið tekið betur. >4 Allan þann tíma, sem jeg dvaldist þama, sýndi öll fjölskylda hans mjer meiri kurteisi og ljúfmensku en jeg hef áður átt að venjast. —- Mörgum stundum eyddi Bemhöft í það að fylgja mjer þegar mig langaði til að skoða mig um. Hann hjálpaði mjer trúlega til þess að safna jurtum, skordýrum og skelj- um, og gladdist innilega ef hann gat fundið handa mjer nýa tegund. Hin góða kona hans og blessuð börnin keptust líka við að gera mjer alt til geðs. Og jeg get aðeins óskað þess að guð launi þeim þús- undfalt alla vináttu þeirra og hlý« leik. Mjer var það líka ánægja að Bernhöft talaði þýsku. Hann er fæddur í Holstein, en hefur þó týnt niður hinu kæra móðurmáli vegna þess að hann hefur verið langdvöl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.