Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1950, Blaðsíða 16
452 T-r LESBÓK MOROUNBIÍAÐSINS Jarðrask á Þingvöllum. Árið 1789 voru miklir jarðskjálftar í Árnessýslu. Víða komu sprungur í jörð og urðu sumar tveggja faðma breiðar. Mest jarðrask varð norðanvert við Þingvallavatn og komu þar í hraun- unum ótal sprungur. Grundvöllur Þing- vallavatns sökk að norðan og dýpkaði það þeim megin og hljóp á land, en suðvestan grynkaði það svo, * að þar sem áður var fjögurra faðma dýpi var þurt á eftir. Alfaravegur forn, sem lá fyrir enda Almannagjár, varð undir vatni svo að hann tók af, en síðan hafa menn farið Kárastaðastíg niður í gjána. Þá hrundu og margir klettar í Almanna gjá og víðar. Sveinn Pálsson segir, að alt land milli Almannagjár og Hrafna- gjár hafi sigið rúma alin, og sáust merki þess á klettum í báðum gjánum þegar Sveinn kom þangað 1792. Sökum skemda og breytinga þeirra, sem urðu, varð jarðskjalfti þessi meðfram tilefni þess, að Alþingi var flutt frá Þingvöll- um og breyttist I yfirrjett i Reykjavík. (Þorv. Thoroddsen). Kaldadalsvegur Jón Magnússon vestanpóstur kom fyrst til sögunnar hjer f Borgsu'firði 1877. Það vor var byrjað á þvi að ryðja veg um Kaldadal og tók Jón að sjer að vera verkstjóri. Stóð það verk tvö eða þrjú sumur. Jón gekk að þessu verki bæði með forsjá og kappi. Sjálfur var hann heljarmenni að burðum og hlífði sjer hvergi. Varð því flest ondan að láta, þar sem hann gekk að. Hafði hann mörg trje til þess að velta með þeim stórbjörgum, sem víða lágu þvert yfir veginn og lestamenn höfðu krækt fjuir öld eftir öld. (Kristleifur á Kroppi). Slegið i myrkri Víðast var unnið kappsamlega um sláttinn, oftast farið til verka klukkan sex og hætt klukkan 10 á kvöldin. Sums staðar var siður, einkum I eyum, að láta birtuna ráða kvöldhættum, eftir að átján vikur voru af sumri. Til er sú saga um kappsbónda einn í Flat eyarhreppi, að hann var að slá að kvöldi dags ásamt Vinnumanni sínum, sem Valdi hjet. Helt bóndi lengi til fram eftir kvöldinu, og mjög tekið að ÍSLENSKIR HESTAR — Hesturinn er ekki lengur þarfasti þjónn íslendinga. Þegar svo er komið, sem nú er, að jafnvel Skagfirðingar og Skaftfellingar eru hættir að fara ríðandi til mannamóta, þá sjer maður að hverju fer. Jepp- arnir eru að útrýma reiðhestunum og traktorar útrýma dráttarhestum. Þetta hefir skeð með svo skjótri svipan, að manni verður á að spyrja hvort ekki sje eitthvað bogið við þetta. Er þetta framför eða afturför á þeim krepputima, sem nú w? Ekki þarf að kosta erlendum gjaldeyri til hestanna, en handa bílum og traktorum verður að kaupa bensín, og bensínkaup fslendinga eru orðin ískyggi- lega mikil. Væri það ekki hagkvæmara fyrir bændur og þjóðarbúskapinn, að beita hestum eingöngu fyrir hinar smærri vinnuvjelar, jarðræktarvjelar og hey- skaparvjelar? Eða erum vjer á rjettrl leið, að kasta fyrir ætternisstapa þörf- ustu þjónunum, sem íslendingar hafa átt síðan land bygðist? (Ljósm. Ó. K. M.) dimma, en Valdi hamaðist sem mest hann máttl. Segir þá bóndi: „Mikil er sjónin þín, Valdi, að sjá til að slá í þessu myrkri." En Valdi svarar: „Held- urðu maður að jeg sje með nakinn voð- ann i þessu myrkri? Jeg er löngu bú- inn að slá fram úr.“ — Annar bóndi var gefinn fyrir að halda lengi til á kvöldin Hafði hann lagt steinbrýni sitt á þúfu og var að leita að þvi myrkr- inu. Einn af piltum hans spyr þá að hverju hann sje að leita, og segir bóndi honum það. „Hjerna mun það vera,“ segir þá maðurinn og rjettir honum kriuunga i dimmunni, sem hann hafði fundið fyrir fótum sjer. (Barðstrend- ingabók), Engan drepur það Friðbert Guðmundsson í Hraunskoti i Súgandafirði var maður fluggáfaður, bráðfyndinn í svörum og skemtilegur, allmikill drykkjumaður, og þó helst á yngri árum. Súgfirðingar voru einu sinni sem oftar í hákarlalegu. Var Frið- bert þar með, svo og Guðmundur Jó- hannesson (á Langhól) en eigi vitum vjer hver formaður var. Höfðu þeir sel í beitu, sem rommi hafði verið helt í (rommsel). Þegar kom til hafs, langaði Friðbert í vín. Náði hann þá rommi úr selnum og drakk, en mælti síðan „Ekki er það gott, en engan drepur það. Smakka þú nú, Guðmundur Jóhann- esson.“ Er síðan haft fyrir orðták: Ekki er það gott, en engan drepur það. (Frá ystu nesjum). Knapinn á hestbaki er kóngur Enginr. veit hve mikinn þátt góð- hestar hafa átt í því að halda við manndómi þjóðarinnar þegar illa horfði. Skagfirðingar hafa jafnan ver- ið taldir mestu hestamenn landsins, og Sveinn læknir Pálsson lýsir þeim svo um 1800: — Skagfirðingar eru vanari ferðalögum en öll önnur landsins börn. Og í stað þess að fólk í sumum sveit- um ferðast aldrei og er að kalla má mannfælið og hefur einhvern heim- óttarsyip, þá eru Skagfirðingar manna frjálslyi.dastir, fljótir til og opinskáir í viðmóti.-----Það er ekki óvenjuleg* hjer i sýslu að sjá ótíndar vinnukonur betur til fara en húsfreyur 1 öðnun hjeruðum. (Ferðabók).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.