Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 453 um, heldur um skyldur og þjón- ustu. Við vitum fullvel, að endur- heimt handritanna leiðir af sér mikinn kostnað og mikið erfiði, sem við einir erum fúsir að leggja á okkur. Meðal annars þess vegna fóru íslendingar ekki að óska eft- ír handntunum fyrr en þeir höfðu skilyrði til þess að starfa að þeim í landinu. Við erum ekki að biðja um pund til þess að grafa í jörðu, heldur höfuðstól til þess að ávaxta, og ekki aðeins fyrir okkur sjálfa, heldur aðrar þjóðir. Við viljum um fram 'allt láta handritin lifa. Við erum jafnvel sannfærðir um, að danskir fræðimenn, sem koma til íslands og nema hina iifandi tungu, munu í framtíðinni nota handrit- in meira þar en nú í Kaupmanna- höfn. í þessu máli verða allir ís- lendingar alltaf einhuga, hversu margt sem þeim annars ber á milli. Óskin um skil handritanna verður sífellt viðkvæði í öllum okkar skiptum við Dani. , Og hér kemur að Jokum mjög mikilvægt atriði til greina. Þetta er ekki einungis mál íslenzku þjóð- arinnar, heldur líka fjölda margra Dana. Reyndar er almenningur í Dan- mörku yfirleitt hlutlaus og ókunn- ugur málinu, eins og eðlilegt er, og ýmsir merkir menn virðast enn þá vera því mótfallnir, sumir af því að þeir telja það embættis- skyldu sína, sumir af ósjálfráðri fastheldni og undirgefni við erfða- venjur. En eg hef hitt slíka menn, sem haia sagt við mig með dálitið beizkri mæðuró: „Auðvitað eudar þetta á þvi, að þið fáið handritin!“ Það sést líka á skrifum þessara manna, að þeir hafa ekki nógu ein- læga trú á málstaðnum. Þau eru full af þurrafrosti og önuglyndi eða svo lélegum röksemdum sem þvi að íslenzkar bokuie.nu.Ur seu ekld is- lenzkar, af þvj að þær hafi orðið svo mikils virði fyrir meoningu annarra Norðurlandaþjóða. En ef fslendingar eiga nú að gjalda þess, sem þeir hafa bezt geíið öðrum, fer heimsins réttlæti að verða undarlegt á því sviði, sem sízt skyldi — hinna andlegu mennta! En þess ber samt framar öllu að minnast, að mjög margir ágætis- menn í Danmörku, lærdómsmenn, stjórnmálamenn, lýðháskólamenn, blaðamenn o. s. frv., hafa lagt okkur lið í þessu máli af svo mikl- um áhuga og einlægni, að því verð- ur aldrei gleymt á íslandi. Þetta deilumál hefur, þó að undarlegt kunni að virðast, ef til vill tengt fleiri vináttubönd milli Dana og íslendinga en nokkuð annað af öllu því, sem þessum þjóðum hefur farið á milli. Fyrir þessum dönsku samherjum íslendinga í handrita- málinu vakir ekkert annað en sann- girni og réllsýni, og málflutning- ur þeirra hefur verið að því skapi. Mér kemur ekki til hugar, að þeir skipti um skoðun fremur en við sjálfir. Og getur nokkur danskur maður trúað því, að sumir þjóð- hollustu landar þeirra hefðu þarna hallazt á sveif með íslendingum, ef óskir okkar væru reistar á heimtu- frekri ásælni og ósanngirni? Ef íslendingar hefðu þurft nokkurra utanaðkomandi röksemda til þess að sannfærast um réttmæti mál- staðar síns, hefðu undirtektir Dana verið nægar til þess. Við gelum þess vegna, ef til slíks þarf að taka, haldið handritamálinu vak- andi með þeirri vitund, að ef við reyndum að svæfa það, værum við ekki einungis að bregðast sjálfum okkur, heldur mörgum af réttsýn- ustu og víðsýnustu mönnurn dönsku þjóðarinnar. CW IW ^ 4/ PERSÍA hefur gert sjö ára áætlun um víðtækar framkvæmdir þar i landi og liefux- ráðið til sín rúniiega 3000 sjer- fræáiiiga fm Bretlandí, Baudaxilyun- mu og öðruin löndum til að standa fyrir þeún. ____________________ ^Jvennir tíniar í seinasta stríði mundu Þjóð- verjar hafa gjörsigrað Rússa og iagt undir sig alt land þeirra aust- ur að Úralfjöllum og Kaspíahaíi, ef Bandaríkin hefði ekki hjálpað Rússum. — Til dæmis um hjálp þeirra má geta þess að þau sendu Rússum 14.700 flugvjelar, 7000 skriðdreka og ýmiskonar hergögn fyrir 11 þúsund miljónir dollara. Þakkirnar fyrir þetta voru þær, að Rússar sögðust einir hafa sigrað Þjóðverja og hófu að styrjöld lok- inni heiftarlegt áróðursstríð gegn Bandaríkjunum. Og nú er svo kom- ið, að Bandaríkin verða að senda hergögn til lýðræðisþjóðanna í Ev- rópu svo að þær verði ekki var- búnar við fjandsamlegri árás af hálfu Rússa. Hernaðar sjerfræð- ingar benda nú á að taka beri til- lit til þessa þegar rætt er um hern- að'armátt Rússa. Sú hjálp, sem Bandaríkin veittu þeim í seinasta stríði og kom fótunum undir þá, fer nú öll til þeirra þjóða, sem ó- hjákvæmilega hljóta að eiga í höggi við Rússa ef til styrjaldar dregur. Þeir benda einnig á, að öll þau vopn, sem notuð voru í sein- asta stríði, sje nú orðin úrelt og komi að litlu gagni. Það sje því mikið vafamál hvort Rússar sje nú nokkru sterkari hlutfallslega held- ur en í seinasta stríði, þegar Þjóð- verjar einir helði getað molað bá niður með nokkrum hluta liers síns. -W sL Í/ -i/ Sólskin og steikjandi hiti í Washing- ton. Stjórnarfulltrúi mætir manni úr pólska sendiráðinu á götu. Pólverjinn er í regnkápu og með uppspenta regn- hlif. — Haldið þjer að hanti fari að rigna? spyr stjórnarfulltrúitm — JMeí, en ;það .er nykoiiuð skey ti um að rigning sje i Moskva, svaraði Pol- verjian, _

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.