Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 461 Vátrygging húsa í Reykjavík Eftir 40 ára stríð komst Dærinn í samband við brunahótafifilaa ríóndias kaiinstfl/Sanna Bygðin í Gcófinni um það leyti er fyrst var farið að hugsa um vátryggingu húsa. SVO má telja að Reykjavík yrði höfuðborg landsins þegar verk- •sraiðjurnar vóru settar hjer á fót. Að vísu fekk hún ekki kaupstaðar- rjettindi fyr en nokkru seinna, og var þá ekki hátt á henni risið. Hjer áttu þá heima 160 sáhr og bygðin var torfbæir, nema kirkjan og nokkur verksmiðjuhúsanna. En þegar verslunin var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, tóku að rísa hjer upp verslunarhús úr timbri. Sex árum eftir að bærinn fekk kaupstaðarrjettindi, er talið að hjer hafi verið 6 verslaiiir. Og um aldamótin 1800 hafði fólkinu fjölgað nær um helming; töldust þá íbúar hjer 307. Stungið upp á sambandi við brunabótafjelag dönsku kaupstaðanna. Á næstu árum fjölgaði timbur- húsum mikið, en lítið eða ekkert var um það hugsað að fá þau vá- trygð gegn eldsvoða. Mun þar tvent hafa valdið, að ekki heíir verið hlaupið að því að fá vátrygg- ingu erlendis og að aldrei varð hjer neinrr eldsvoð: til bess að ýta undir menn með að tryggja hús sín. Það er ekki fyr en 1833 að hið ágæta yfirvald, Krieger stift- amtmaður, ritár Rentukammerinu og vekur máls á því hve óvarlegt sje að hafa öll hús Reykjavíkur óvátrygð. Stakk hann upp á því, að ákvæði varðandi brunamál og vátryggingu húsa eins og þau voru í tilskipun frá 6. apríl 1832 um brunamál hinna dönsku kaupstaða, yrði einnig látin ná til Reykjavík- ur. Stjörnarvöldin dönsku voru ekki að flýta sjer neitt með afgroiðslu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.