Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBEAÐSINS m Re.vkjavík um þær mundir er húsin fengust vátrygð. ■legast að Reykjavík kæmist í bruna bótafjelag dönsku kaupstaðanna, ;,af því að þetta fjelag er óhultara en önnur útlend fjelög og skaða- bætur vissari hjá því og í pólitísku tilliti álít jeg þetta mjög hentugt, því það gæti verið traust pólitískt band milli íslands og Danmerkur ef Reykjavík yrði tekin upp í bruna -bótafjelag dönsku kaupstaðanna.“ Jón Guðmundsson vildi líka, að reynt væri til þrautar með vátrygg ingu hjá þessu f jelagi, ekki með til- liti til þess að það hlekkjaði betur saman ísland og Danmörk, heldur vegna þess að íslendingum væri um megn að stofna sitt eigið bruna- bótafjelag eins og þá var ástatt. Hann gat þess og að hjer væri menn, sem hefðu veðsett hús sín, en til þess að lánardrotnar þeirra hefðu fulltrygt veð fyrir láni sínu, hefðu þessir húeeigendur orðið að útvega sjer brunabótaábyrgð í Eng -landi eða Þýskalandi með afar- kostum. Þessir menn mundu ekki geta orðið stofnendur að nýu bruna bótafjelagi, og svo væri ýmsir, sem kærðu sig ekkert um að vera í slík- um fjelagsskap. Þess vegna væri engar líkur til að hægt væri að koma því á fót. Sumir þingmenn drógu það í efa að Reykvíkingar kærðu sig nokk- uð um það að þingið færi enn að hamra á þessu máli við dönsku stjórnina. En daginn eftir var lögð fram í þinginu áskorun, undirrituð af 53 húseigendum í Reykjavík, um það að þingið reyndi að fá frv. frá 1863 staðfest. Varð það svo úr að þingið samþykti að senda konungi baenarskrá um þetta og voru þeir forgöngumenn þess Halldór Kr. Friðriksson og Jón Guðmundsson. Má og enn geta þess að bæjarstjórn hafði mælst til þess að þessi leið væri farin, því að það væri „lífs- nauðsyn fyrir Reykjavík að kom- ast í eitthvert trygt brunabótafje- lag“ eins og Halldór Kr. Friðriks- son sagði. Danska stjórnin daufheyrðist við málaleitan þingsins og bar því við að hún gæti ekkert gert vegna mótspyrnu landþingsins danska. Teygðist því úr þessari „lífsnauð- syn“ og urðu Reykvíkingar enn að búa við það um 10 ára skeið að hús þeirra væri óvátrygð. Eftir langa mæSu kemur nýtt frnnivarp. Málið lá þó ekki alveg niðri. — Bæjarstjórn og bæjarfógeti, sem þá var Árni Thorsteinsen voru við ög við að ýta undir dönsku stjórnina. Bar þetta þann árangur, að 1872 hafði stjórn brunabótafjeíags' dönsku kaupstaðanna samþykt at5 taka Reykjavík í fjelag við sig.'Ár- ið eftir er svo lagt fyrir Aiþingi stjórnarfrumvarp að.tilskipan flm vátryggingar húsa í Reykjavík. Þar var gert ráð fyrir því að danska fjelagið ábyrgðist % hluta af virð-' ingarverði húsa, en bærinn skyldi sjálfur taka að sjer ábyrgð á % hluta. Bæjarstjórnin var ekki ánægð með þetta. Hún vildi að danska fjelagið tæki að sjer alla ábyrgð- ina. En ef það fengist ekki, þá taldi hún sig til neydda að ganga að þessu, þó með því skilyrði, að hún mætti endurtryggja sinn- þriðja- hluta. Hafði danska fjelagið ekk- ert á móti því. Var frumvarpið svo samþykt og gekk í gildi 1. október þjóðhátíðarárið 1874. Þá fyrst, eftir rúmlega 40 ára baráttu tekst það, að fá hús í Reykjavík vátrygð. Samkvæmt tilskipuninni voru allir húseigendur í Reykjavík skyld aðir að tryggja hús sín, en toríbæ- ina þurfti ekki að vátryggja frem- ur en menn vildu. Þetta sama ár var gefin út reglu- gerð um ábyrgð Reykjavíkurbæjar r. og var hún staðfest 10. nóvember. Er þar ákveðið að öllum vátryggð- um húsum skuli skift tiLábyrgðar . í 5 flokka eftir brunahættu,. sam--. kvæmt þeim reglum, sem giltu í danska fjelaginu. Er nógu .gaman, að sjá hvernig flokkunin van 1. Kirkjur og líkhús. ’ ■ - - - - ; 2. íbúðarhús. 3. Brauðgerðarhús, járnsmiðjur, og myllur, sem knúðar erU áfram af hestum, og verk- smiðjur. 4. Ölgerðarhús, ediksgerðarhús, maltsuðuhús, brennivínsgefð- arhús, leikhús og skemtistað--

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.