Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Síða 1
\ 39. tbl. Sunnudagur 22. október 1950. XXV. árgangur, ÞORGRÍMUR HALLDÓRSSON: FARFUGLAR í HRAKNINGUM TELJA má fullvíst að aldrei hafi ferðamannastraumurinn beinst meir að Þórsmörk en siðastliðið sumar. Tugir manna á öllum aldri þyrpt- ust um hverja helgi í þessa paradís ferðamanna. Sumir dvöldu aðeins yfir helgi, en aðrir í viku eða hálfan mánuð og nutu þess að eyða sum- arleyfi sinu á þessum fagra °8 einkennilega stað. — Nú orðið er nær eingöngu farið á bílum inn á Mörk, en áður varð ekki komist þangað nema á hestum eða þá fótganSandi- — Einn versti farartálminn á leið- inni eru vötnin, sem geta stundum °rðið erfið yfirferðar eins og glögt má sjá á eftirfarandi ferðas°gu'3roii' SUMARIÐ 1948 fóru farfuglar í sína árlegu sumarleyfisferð á Þórs- mörk. Skyldi lagt af stað laugar- daginn 23. júlí og dvalist þar inn- frá í 10 daga. Þátttakendur voru 34, flest þaulvant ferðafólk, hert af ýmsu slarki um óbygðir landsins. Undanfarin ár hafði altaf verið farið á hestum, en nú átti að taka þá nýbreytni upp að fara alla.leið á bíl. Var fenginn til fararinnar stór yfirbygður herbíll, sem var eign Póst- og símamálastjórnar; einnig var með í ferðinni annar herbíll, sem er eign farfugla og svo vörubíll, sem skyldi flytja farang- urinn eins langt og auðið yrði. Föstudaginn 22. júlí lögðu fjórir ungir menn upp frá Reykjavík á- leiðis inn á Mörk. Fóru þeir með strætisvagni upp að Lögbergi og heldu svo þaðan fótgangandi með allan sinn farangur á bakinu. Ekki leið samt á löngu þar til tómur bíll á leið austur nam staðar hjá þeim og bauð bílstjórinn þeim far eins langt og hann færi. Gekk i svo koll af kolli, altaf var einhver bílstjóri að bjóða þeim far stutta eða langa áfanga í einu. Þegar dag- ur var kominn að kvöldi slógu þeir upp tjaldi, fengu sjer matarbita og fóru síðan að sofa. Morguninn eftir var svo ferðinni haldið áfram á sama hátt að Stóru-Mörk, en það er síðasti bær í byggð þegar haldið er á Þórsmörk. Þaðan var svo geng- ið sem leið liggur meðfram Eya- Viðsjált vatnsfall framundan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.