Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1950, Blaðsíða 12
480 LESBOK MORGUNBLAÐSrNS r Krossinn í llcimaklelti er nr. 4. |7~' H v Hinir krossarnir hal'a vcrið höggn- 1*^7 ) ”pU ir í berg á Skotlandi, Suðureyum og I I iiir ii ■ utifi d oivtnidiiui, ouuui v> iiiii ug i íslandi, og svipar þeim mjög saman. U V •fc. samhliða guðsdýrkuninni. Munk- ar þurítu mat eins og aðrir, enda þótt getið sje um einsetumennj sem liíðu á grösum. Jeg hygg að óhætt sje að fullyrða að í Kirkjubæ hafi menn búið allan ársins hring. Og þetta er ekki eini Kirkjubærinn. Annar er í Færeyum og stendur í grasi gróinni hlíð skamt frá sjó. Þar er landslag mjög svipað og á Kjal- arnesi,-þar sem Örlygur settist að að ráði Patreks biskups. Á fjölda eya undan ströndum Skotlauds voru munkabygðir. Sum- ar vorur reistar á háum klettum, en aðrar á lágum og grösugum eyum, þar scm var gott beitiland. Það er því ekki að sjá aö eitt landslag hati verið valið öðrum fremur. Þess vegna hefði munkarnir getað sest að á hvaða ey sem var við ísland. Og það er einn eyaklasi þar, sem dregur beinlínis nafn af því að þar hafa verið menn frá Bretlands- eyum. Það eru Vestmanneyar. Menn frá Bretlandseyum voru nefndir Vestmenn. Landnáma geymir sögu um uppruna nafnsins, en miklar líkur eru til að hún hafi verið fundin upp til að skýra nafn- ið. Þar segir frá því að Ingólfur hafi fundið Hjörleif dauðan og þrælarnir hafi verið horfnir. Seg- ir þá að Ingólfur hafi gengið upp á höfðann og sjeð eyar í vestri, þangað hafi hann farið og fundið þar þrælana og drepið þá alla. Þetta getur verið satt, en það líkist meira þjóðsögu. Eyarnar eru 60 mílum fyrir vestan Hjörleifs- höfða, og þær sjást alls ekki frá höfðanum. , ----o---- Vestmanneyar eru frægar fyrir það hve mikið er þar af lunda. Hann verpir þar þúsundum þús- unda saman. Margir eru veiddir í háfa og hafðir til manneldis, en hamirnir þurkaðir og hafðir til eldneytls. Einhver besti veiðistað- urinn er Heimaklettur. Hann er hár og þar er einstigi upp að fara og hættulegt með köílum. Sagt er að sumir þrælarnir hafi hlaupið þar fram af. Nú eru settir stigar þar sem erfiðast er að komast upp. Þegar jeg var að fara upp einn þeirra, á allra hættulegasta staðn- um, þá tók jeg eftir höldum og sporum þar í berginu. Og rjett þar hjá var markaður kross, um tvö fet á lengd og náðu armar hans út á brúnir. Kross þessi er fljótvirkn- islega gerður, enda hefir maðurinn sem hjó hann átt erfitt aðstöðu framan í bjarginu, mörg hundruð fet yfir sjó. Krossinn gæti verið frá miðöldum, slíkt er ekki hægt að ákveða. En samt sem áður lík- ist hann mjög hinum elstu kross- um, sem fundist hafa í Skotlandi og Irlandi. Allir þeir krossar eru taldir vera frá tímabalinu frá því er St. Kolumba leið og þangað tii víkingar komu þar. Og mjer finst iang seimilegast að íslenski kross- inn sje frá sama tímabili. Hann er höggvinn í klettinn til þess að fæla illa anda frá þeim, sem þurfa að klífa þar upp. Annað, sem bend- ir til þess að þessi kross sje höggv- inn af keltneskum munk eða Papa, er að uppi á háeynni eru rústir af litlu hringlaga mannvirki, sem er að vísu svo að segja komið í kaí i grasi Því svipar ótrúlega mikið til byrgis, sem enn stendur efst á eynni Skellig Michacl fram undan strönd Kerry-hjeraðs í Skotlandi Það eru líka höld i berginu og þar heíir einhver farið út á ystu kletta- snös og höggvið þar samskonar kross og hjer er. Þetta er að vísu engin sönnun, en einhver ætti að grafa upp þetta mannvirki. Senni- lega er lítið þar að finna, en þó mætti vera að þar fyndist sú sönn- un er vantar. Á íslandi er ýmislegt annað dul- arfult, sem þyrfti að rannsaka. 1 hjeraðinu beint upp af Vestmann- eyum finnast margir hellar gerðir af mannahöndum, og ævagamlir. Þeir hafa fundist smám saman. í „Merlin’s Island“ birti jeg yfirlits- teikningar af tveimur þeirra, sem eru í túninu á Ægissíðu. Þeir líkj- ast svo mjög býkúpuhúsi og lítilli kapellu, sem höggvið hefir verið i sandsteininn, að maður freistast til að halda að þeir hafi verió gerðir af munkum, sem sjerstaklega hent- ugar vistarverur í köldu lofslagi. ----------------o---- Margir íslensku landnámsmann- anna, sem komu frá Suðureyum, voru kristnir. Aðrir höfðu tekið sjer k'ristnar konur. Allir virðast þeir haía haít með sjer f jölda kristinna þræiæ Seiaast er jeg heimsotti ísland,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.