Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 1
42. tbL JN*t0miMatoiit0 Sunnudagur 12. nóvember 1950. fo&k XXV. árgangur. Ævilok Jóns biskups Arasonar og hefndir Norðlendinga ''raáoan sýónó (Lðpkoil, Mó NÚ ER Daði hafði handtekið þá Jón biskup Arason og syni hans á Sauðafelli, flutti hann þá með sjer heim í Snóksdal og hafði þá þar í varðhaldi þröngu. Sendi hann þegar suður að Bessastöðum til Kristjáns skrifara, umboðsmanns Laurusar Múla, en ritaði honum hvar komið væri; ljet það um mælt að Kristján vissi vel boð kon- ungs til höfuðsmannsins, að taka Jón biskup, en nú byrji honum hans erindum að gegna, þar hann sje eigi í landi, og taka við þessum mönnum, er nú sje hjá sjer í varð- haldi, bað hann koma sem skjót- ast á sinn fund. Snóksdalsdómur. Kristján brá við skjótt, og voru ger orð Marteini biskupi, er þá var hið fyrsta fullkomlega frjáls mað- ur. Riðu þeir til Snóksdals og fleiri aðrir vitrir menn, til ráðagerðar Minnisvarði Jón.< biskups Arasonai og sona hans i Skálholti reistur aí enskri konu. um það vandræði. Varð það af eftir ósk Daða, að Ormur lögmaður Sturluson setti þing um það hvað gera skyldi af þeim feðgum, og var dæmdur dómur, sá er Snóksdals- dómur er kallaður. Dæmdust þeir feðgar rjettilega fangaðir af kon- ungs hendi, en Daði og hans fylgd- armenn saklausir, þar með Daði við þá skilinn, en Kristján skrifari skyldi þá varðveita til næsta Öxar- árþings, með styrk lögmanna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.