Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 2
518 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bcggja, Erlendar Þorvarðssonar og Orms Sturlusonar, einnig Marteins biskups. En skjöl þeirra og skilríki skyldu koma til næsta alþingis að sumri og þeirra fyrirsvarsmenn. En ef nokkrir að norðan koma með hernaði fyrir þeirra sakir, þá skyldu þeir vera landráðamenn. Þennan dóm samþyktu þeir Ormur lögmaður og Kristján skrifari, en Ari kvað hann sjer líka fyrir sig og sín börn. Og eftir honum sagði Daði þá feðga úr sinni ábyrgð, en Kristján skriíari tók við umsjón þeirra, svo aldrei komu þeir undir varðveislu Daða nje hans manna frá því þeir riðu úr hlaði í Snóks- dal. Reíð nú Kristján skrifari með þá feðga áleiðis í Skálhoít, og með honum Marteinn biskup, Daði og aðrir, til að ráðgast um varðhald á þeim um veturinn. Ákærur konungsvaldsins. Þá þeir komu í Skálhoit voru þangað kallaðir margir hinir vitr- ari menn úr Árnesþingi og nálæg- um sveitum til ráðagerðar, og til að heyra á konungsbrjef um sak- argiftir, er á þá feðga voru born- ar: Flutti Knstjan þær fram: fyrst þá að Jón biskup hefði látið hand- taka Martein biskup á sjálfs hans heimili, berja menn hans, brjóta hús, og halda honum fangnum um heilt ár, 10 dögum fátt í. Þar næst að þeir feðgar hei'ði tekið öll gjöld af öllum sýslum i Norðuriandi og svo Flatey, þau er konungur átti og sagt sig ekkert við konung vilja eiga. Það þriðja að þeir hefði for- smáð konungsboð uni klaustrin og beneficia, Bjarnarnes, Odda, Hóla og helst Fjarðarhorn, er Þorsteinn Þórðarson systurson Ögmundar biskups var skyldugur um hálft til konungs fyrir sakir hans, og að þeir hefði þröngvað undir sic hálfu ísiandL í iunta lagi heíði leikrr og læröir orðið að ílýa íynr þeirra ofríki. í sjöttu grein það, að þeir hefði með öllu afli staðið í móti guðs orði. í sjöunda máta hræðist þá allir, þó þeir sjeu fangnir orðn- ir, því þeir hafi heitast um, ef að þeir losni, að vera tíu hlutum verri en áður við innlenda menn og út- lenda, þar með hafi þeir það ritað sjer um sumarið, að hann og allir Danir skyldu fá refsing að norræn- um lögum, ef þeir kæmist í hend- ur biskupi. Hið áttunda að biskup hafi heitið því Hamborgar kaup- mönnum ,að sjá svo um, hvað sem á eftir kæmi, að enginn af Dönum skyldi verða eftir með lífi hjer við land hið næsta vor. Það hið níunda að þeir kalli konungsb^jefin ósönn vera, þó innsigli hans sje undir, og login út en strokumenn þá sem þau bera. Það tíunda að Jón biskup hafi hótað því opinberlega (augljós- lega) að hann og Laurus Múli skyldu ekki vera hirðstjórar báðir jaínframt á hinu næsta vori. Það ellefta, sem mörg vitni hafi sann- að, að Jón biskup hafi sagt, að hann og villumaðurinn skyldu ekki annað vor vera biskupar báðir, hvort konungi líkaði betur eða ver. Og það í tólíta máta, að hann hafi á næsthðnum íöstudegi heitast um, svo almenningur hafi áheyrt, að halda ekki þá nauðungarlofan er hann geri nú, nær sem hann yrði laus, heldur hefna sem fyrst hann mætti, þótt allur heimur biðji fyr- ir óvini hans. Öxin og jördin geyma há best- Nú var það ráð gert af flestum, að Marteinn biskup og Kristján skrifari skylclu varðveita þá Jón biskup ciLir Snóksdalsdómi. Og sem þar var rætt um, og mest af Kristjáni, bauðst Daði til að geyma cinhvern þeirra, cn einkum Ara, þvi houum var lil hans hugþekk- ast, en þó hvern seru þeir vildu. Var þá talað um að Jón biskup væri varðveittur í Skálholti, en Björn prestur að Bessastöðum. Marteinn biskup var fúsastur til að geyma Ara, því hann hafði honum mjúkastur verið um veturinn fyr- ir. Kristján skrifari og hinir dönsku töldust undan, og treystust ekki til að geyma neinn þeirra ieðga á Bessastöðum, sakir útróðramanna norðlenskra á Suðurnesjum, þar sem Bessastaðir eru í leið þeirra. Stóð svo þessi tvídrægni nokkra daga. En einn morgun, er fyrirmenn tóku árbít í biskupsstofunni og ræddu um geymslu þessa, mælti Jón prestur Bjarnason ráðsmað- ur: „Jeg er fávísastur allra yðar og sje jeg þó ráð til að geyma þá". Þeir hinir kváðust það heyra vilja. Hanh svaraði að öxin og jörð- in geymdi þá best. En þótt þár væri nokkuð um tal- að, þá samþyktist Kristján skrifari því fyrstur, en þaðan af var eigi lengi áður Marteinn biskup íellist á hið sama. Daði var lengi treg- ur og Jón Bjarnarson sýslumaður í Árnesþingi, kváðu það eigi hæfa á móti konungs úrskurði og lög- manns dómi, cn enginn dómur væri fyrir á aðra síðu. Þó kom svo að Daði vildi eigi í móti mæla, kvaðst vera skilinn við það mál. En er þetta var borið fyrir fleiri menn, mæltu margir i móti því, en Kristján skrifari þaggaði þá nið -ur með stórum orðum og illum og lá við hann Ijeti berja á sum- uitii Sögðu þeir það einarðlega Magnús bóndi að Núpi og Arnór í Arnarbæli, er jeg hygg vcra Laga-Arnór son Lofts Guðlaugs- sonar Loftssonar Ormssonar Lofts- sonar hins ríka, en hefir þá þó verið allungur, — að slíkt væri hvorki tilheyrilegt nje mannlegt, heldur heíndavænlegl, uð ailifa þá menn án dóms og laga. En það tjaði ekki og lá nærn að Kristján sknfari ljeti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.