Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Qupperneq 4
520 LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS meum“. Var hann orðinn boginn mjög á herðarnar, svo höfuðið var nær fram úr bringunni. Komu ax- arhöggin mjög á axlirnar, svo ekki tók af fyr en í fimta höggi eða sjötta. Lágu svo líkamir þeirra feðga þar fram eftir deginum, og var litt um hirt, þar til er þeir fengu kirkjuleg fyrir tillögur góðra manna og voru jarðaðir skamt fyr- ir aftan kórinn. Skeði þessi til- burður á föstudag hinn sjöunda nóvembermánaðar, þá Jón Arason hafði biskup verið í sex vetur og tuttugu, en skorti á vetur í sjötug- an. Hefndir Norðanmanna. Kristján umboðsmaður á Bessa- stöðum var kallaður skrifari fyrir þá sök, að sumir segja að hann hafi verið ráðstofuskrifari fyrrum. Hann reið þegar eftir aftöku þeirra feðga suður að Bessastöðum og sendi jafnskjótt eftir Einari presti Ólafssyni í Görðum og sagði hon- um tíðindin. Einar prestur spurði hví hann hefði hrapað svo mjög að slíku og kvað vissulega mundi ilt á eftir koma. Kristján samsinti því og kvaðst vita að bæði mundi hann og aðrir þess þunglega gjalda áður sá vetur liði, kallaði þá Mar- tein biskup og ráðsmann hans Jón prést Bjarnason valdið hafa. Liðu nú af jólin og komu ver- menn eftir venju að norðan til út- róðrar á Suðurnesjum, nær þrem- ur hundruðum, og voru í þeirra flokki nokkrir menn, er ætlaðir voru af frændum Jóns biskups til að leita á hefndir fyrir þá feðga. Þeir þóttust víða í sveitum þar sem þeir fóru yfir, heyra skapraunar- orð mörg og fríanir, að aftur færi nú Norðlendingum, þar sem þeir ljeti enga hefnd koma fram, eftir slíka menn sem þeir feðgar hefði verið. Drógust þeir bá því fleiri samari sém iengra kom suður, þar tíl ér þeir voru 30, að því er Björn á Skarðsá segir, en Jón prestur Egils- son segir 60. Nærri Pálsmessu fór Kristján skrifari, sem hann var vanur, suður á nes til að skipa þar fyrir og hafði fylgdarmenn fleiri en ella og þá tygjaða, því hann grunaði um Norðlendinga. Hann reið um í Görðum og fann Egil son Einars prests og spurði hvað hann vissi til norðanmanna og hvort þeir væri farnir suður um. Hann ljest ei vita til þeirra, en kvað þá farna og ráðlegra hann færi hvergi lengra. Kristján reið þó þar til er hann kom að Kirkjubóli á Miðnesi og tók þar gistingu. Komu þangað norðanmenn með hettum niður- flettum og hökustöllum fyrir and- liti, svo þeir yrði síður kendir, og tóku hús á honum. Gekk einn að bæardyrum og spurði hvort þar væri sá maður er Jón hjeti og væri Bárðarson, bað hann út ganga, svo honum yrði ei meint. Hann gerði svo. Þá gekk annar að dyrum, ung- ur maður um tvítugt, þrekinn og knálegur, og spurði hvort þar var sá maður inni er Sveinn hjet, vel hagur á skurð og látún, hefði orð- ið manni að skaða fyrir norðan og af því flúið til Bessastaða, bað hann skríða út ef hann vildi lífi halda. Sveinn gekk seinlega fram í dyr- inn, en hinn seildist til hans, kipti honum út og fleygði fram á hlað- ið, og bað hann liggja þar það skarn, segir að hann nyti þess að hann væri skyldur honum, ella skyldi hann drepinn. Þeir báðu bóndann á Kirkjubóli að leyfa sjer að rjúfa húsin. Hann hjet Jón Kenichsson, og kvað svo vera mætti ef þeir bætti aftur. Ljet Páll H\%feldur sumarið eftir höggva hann fyrir það í Straumi, og hjáleigumann hans og setja höf- uð þeirra á stengur en búka á hjól, og sá þess merki um 20 ár. Síðan veittu þeir Kristjáni og hans mönnum atgöngu harða og drápu 7 eða 8 menn danska og ung- an son Kristjáns er Baldvin hjet. Kristján komst út nokkuð sár eða lítt, því hann var í treyu er ei bitu járn á. Kom þá maður að honum 18 vetra, sveinn Þórunnar á Grund, og hafði lensu í hendi og mælti: „Jeg skal finna á honum lagið“. Hann lagði undir treyuna og upp í smáþarmana, en Kristján æpti við og lýsti hann banamann sinn. Maður þessi leit skamt frá sjer hest gráan, er Ari biskups son hafði átt, og hljóp á bak honum og reið á þremur dögum, að því er mælt er, norður í Evafjörð. í Másbúðum voru tveir fylgd- armenn Kristjáns. Þar drápu þeir annan, hinn er Pjetur hjet, og kall- aður síðan Másbúða-Pjetur, ljet baun fyrir byssu sína og skaut með einn af norðanmönnum, og komst síðan undan í Skálholt. Norðanmenn fóru um Suðurnes öll og drápu alla eftirlegumenn danska sem þeir fundu, 14 að tölu, en tóku alt það er þeir áttu. Þá sem þeir drápu á Kirkjubóli dysj- uðu þeir fyrir norðan garð. Þeim þótti þar reimt, fóru því til aftur, grófu þá upp og hjuggu af höfuð- in og settu nefin milli þjóanna. Það gramdist Dönskum mest er þeir frjettu sumarið eftir, og þótti níðst á líkunum. Þeir feðgar jarðsettir að Hólunv. Á annan dag páska sendi Sig- urður prestur biskupsson 30 menn karska suður í Skálholt. Voru þrír prestar fyrirliðar þeirra. Þeir höfðu með sjer líkkistur og allan útbúnað og flestir hettur með hökustöllum fyrir andliti. Þá er þeir komu nærri Skálholti, sendu þeir menn heim með því er- indi, að þeir beiddu leyfis að mega grafa upp líkami þeirra feðga. Ljet Marteinn biskup það til reiðu. Töfðu þeir eigi lengur en á meðan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.