Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Page 5
IV LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 521 ORKA SOIAR HVERINIIG Á IVfANMKYIMIÖ AÐ HAMDSAIVIA HAMA? þeir grófu upp líkin og lögðu mold- ug í kisturnar, en fyrir grafarstæð- inu vottar enn, því það var óbyrgt. Voru íestar bjöllur neðan í kist- unum, ein í kistu Ara, tvær í kistu Bjarnar prests, en þrjár í kistu Jóns biskups, og hringdust þær er kist- urnar hræðrusk Fóru þeir til Torfa- staða um kvöldið, en annan dag að Laugarvatni, ijölduðu þar yfir líkunum, þvoðu bau, og bjuggu um sem best máttu, og í'luttu norður til Hóla síðan. Jökulsá er kallast Hjeraðsvötn, var í leysingu, komust þeir yfir um á isbrú einni, en þegar er þeir voru yfir komnir, rak af spöng- ina. Hvar sem þeir komu nærri kirkjum i Hóla biskupsdæmi, var hringt klukkum öllum, og er fyrst sá til líkfararinnar frá Hólum, hjá Laufskálaholti, var öllum klukk- um hringt þar til er líkin voru í kirkju borin, en kennimenn og all- ur lýður gengu út yfir tröð í móti líkunum með söngvum og harmi. Voru þau jörðuð í Hólakirkju fyr- ir framan kórdyr, þvert yfir frá kapellunni, virðuglega e-ftir fyrir- sögn Sigurðar prests, og þeir treg- aðir mjög af mörgum norðanlands. En sjónlitlir menn og vanfærir með ýmsum hætti, keptust við að snerta kistur þeirra, og þóttust fá af heilsubót, kölluðu þá heiliga menn og guðs píslarvotta, or var það á djúpum rótum sett mjög lengi á Norðurlandi síðan, og svo hatur það hið mikla, er menri höfðu á öllum mótstöðumönnum þeirra. V 'V HEIMSFRAMLEIÐSLAN af oliu er nú hartnær þrisvar sinnum meiri heldur en hún var 1928. Framleiðsla alumin- íums hefur ferfaldast á sama tíma. -----o----- — Ofl hefi jeg hugsað um það hví- likt saeluríki jörðm væri, ef við kæro- um jafn vel fram við náungann eins og við hundinn okkar. (Albert Guérard). FRÁ sólinni stafar svo mikil orka, að nægja mundi mannkyninu um allar aldir, sje hægt að handsama hana. Á hverri einustu klukkustund stafar svo mikil orka frá sólinni til jarðarinnar, að jafngildi er þeirrar orku, sem er í 210 miljónum smá- lesta af kolum. Frá sólinni fáum vjer meiri orku heldur en er í öllu úraníum jarðarinnar. Á hverjum sólarhring stafar frá sólinni meiri orka til hitabeltisins og tempruðu beltanna, heldur en er í öllum orku- verum jarðar, hvort sem þau eru rekin með kolum, olíu eða vatns- afli, og þótt talin sje öll þau orku- ver, sem maðurinn hefur komið upp frá því að hann skapaðist. Öll sú orka, sem geymd er í kolum, gasi og steinolíu í iðrum jarðar, jafn- gildir ekki meíru en 100 daga sól- skini, Hjer er um orkustöð að ræða, sem getur fullnægt öllum þörfum mannanna um ljós og híta svo lengi sem jörðin er bygð. En hví er þá þessi mikli kraftur ekki hagnýttur? Hvaða tilraunir hafa verið gerðar i þá átt? Og hvenær megum vjer eiga von á því að fá sóiarorkuver ? Margskonar tilraunir hafa verið gerðar til þess að handsama orku sölarinnar, og ber þá fyrst og fremst að nefna þær tilraunir, sem farið hafa fram í Massachusetts Institute of Technology, undir yfir- umsjá dr. Hovt C. Hottel. Þessar tilraunir hafa verið með ýmsu móti. Það hefur verið reynt að safna hitageislum sólarinnar til að fram- leiða gufu, framleiða rafmagn og hita upp hús. Það heíur einnig ver- ið reynt að komast að því á hvern hátt grös og jurtir breyta sólarljós- inu í sykurefni, sterkju og chlorop- hyll. Sem stendur eru nú reyndar fimm aðferðir til þess að hagnýta sólarorkuna: Hita sólarljóssins er safnað, ann- að hvort með holspeglum eða á stóra fletí, sem drekka í sig hita, og' síðan á að nota hitann til þess að framleiða gufu. Þá er og verið að reyna að finna upp sjerstök tæki, sem taka við sólarljósinu og breyta því í raf- magn. Og að lokum er reynt á efnafræð- islegan hátt að breyta sólargeislun- um í rafmagn. Lengst hefur mannkymð fengist við það að safna sólargeislunum með holspeglum. Frá þeim tíma, er menn uppgötvuðu það, að hægt er að kveikja í brjefum með því að láta sóíargeisla falla á þau í gegn- um brennigler, hafa menn broiið heilann um það, hvernig hægt værí að nota þennan hita í stórum stíl. Og þegar menn höfðu kynst gufu- aflinu, fóru þeir að hugsa um að nota sólarhitann til þess að fram- leiða gufu. Nú eru menn farnir að nota stóra holspegla til þessa, og speglarnir eru betri eftir þvi sem þeir eru stærri. Endurkasti hitans frá þeim er beint á örmjóa pípu- vafninga og er vatn í pipunum, En á þessu eru þó mörg vandkvæði. Dr. Charles G. Abbot við Smith-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.