Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 6
522 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sonian Institute, sem manna mest hefur fengist við að ná sólarorku með holspeglum, segir að enn hafi ekki tekist að ná nema svo sem 15% af þeim hita sem þeir endur- kasta. Hann er nú að smíða stærstu orkustöðina sem til er af þessari gerð, en það er ekki búist við því að hún muni framleiða meira en fimm hestöfl. Þetta sýnir, að til þess að geta náð nægilegri orku til þess að nota til iðnaðar, þurfa hol- speglarnir að ná yfír gríðarstórt svæði, og er þá óvíst að það borgi sig vegna þess hvað lóðir eru dýrar í stórborgum. Speglarnir eru líka dýrir, enda þótt þeir sje gerðir úr ódýrasta efni, sem fáanlegt er. Auk þess verða þeir að snúast með sól, og til þess þarf mikinn útbúnað og sjerstaka aflstöð sem knýr nokkurs konar sigurverk. Vegna alls þessa fóru hugvits- menn að hugsa um að ná sólarork- unni á sljetta fleti. Menn höfðu veitt því athygli hve geisilega gang -stjettir hitna, þegar sól skín á þær. Gangstjettirnar í New York verða t. d. stundum svo heitar, að hægt væri að sjóða egg með því að leggja það á steininn. Með því að safna sólarorkunni á fleti, sem taka vel við hita, verður jafnframt að gæta þess, að fletirnir sje svo vel einangraðir að neðan, að hitinn missist ekki. Og með því að hafa gler fáeina þumlunga yfir f letinum, þá er hægt að ná þar 275 stiga hita á Fahrenheit. Hjer er því um orkulind að ræða, sem vel get- ur komið iðnaði að gagni. Aðal- ókosturinn á þessu er hinn sami og á holspegla aðferðinni, að fletirnir þurfa að vera gríðarlega stórir. Þessi aðferð hefur verið notuð þar sem hús eru hituð upp með sólarhita. Hafa vísindamenn The Massachusetts Institute of Techno- logy gert það á tvennan hátt. Á öðr- um staðnum láta þeir þak hússins hitna undir gleri og hita upp vatn, sem síðan er leitt í geislahitunar- tæki. Á hinum staðnum er hitan- um beint á ker fylt með glauber- salti. Það bráðnar við 90 stiga hita á Fahrenheit, en þegar það er bráð- ið tekur það við meiri hita og geymir harm í sjer. Sá hiti er not- aður til þess að hita loft, sem dælt er inn í stofurnar. Þegar glauber- saltið svo kólnar hleypur það í krystalla að nýju, en bráðnar svo> aftur þegar hiti kemur á það, og þannig gengur þetta koll af kolli endalaust. Langa lengi hafa vísindamenn verið að velta því fyrir sjer hvort ekki sje unt að framleiða rafmagn á einfaldari hátt en nú er gert. Út af þessu var svo fundið upp áhald, sem menn nefna „thermocouple". Það er þannig, að í því eru tvær skeifur, sín úr hvorum málmi, venjulega zinki og antimony. Þess- ar skeifur eru látnar mætast og samskeytin öðrum megin hituð, en við það myndast rafmagnsstraum- ur. En sá er galli hjer á, að það er ekki nema um 1% af hitanum, sem breytist í rafmagn. Væri unt að breyta 15% af hitanum í rafmagn, þá mundi þessi uppfinning hafa stórkostlega þýðingu. Því var það að dr. Maria Telkes (það var hún sem f ann upp glaubersalt hitunina) var falið að reyna að endurbæta þessa uppgötvun. Hún hefur gert tilraunir með aðra málma og henni hefur tekist að breyta 5% af hitan- um í rafmagn. Þessar tilraunir miðast allar við hitageisla sólarinnar, eða hina rauðu ósýnisgeisla hennar. En í hinum sýnilegu ljósgeislum og út- bláu geislunum er líka fólgin mikíl orka. Og nú eru menn farnir að hugsa um það hvort ekki sje hægt að breyta þessari orku í rafmagn. Þetta hefur tekist, þótt í smáum stíl sje enn. Menn nota til þess koparþynnu, sem er oxideruð nema í öðrum enda. Þegar nú sól skín á þessa þynnu, losna rafeindir, og af því að auðveldara er fyrir þær að fá framrás þar sem koparinn er hreinn, heldur en í aðrar áttir, þá myndast þar rafmagnsstraumur. Þá er að minnast á eina aðferð enn og er það efnafræðingurinn dr. Eugene Rabinovitch sem fyrst- ur fann hana. Hann hafði eins og fleiri tekið eftir því, að sólskin upp- litar. Hann fór að hugsa um af hverju þetta stafaði og komst að þeirri niðurstöðu að þarna færi fram efnabreyting, sem sennilega leysti orku úr læðingi. Hann fór svo að gera tilraunir með þetta, og þeim lauk með því, að hann bland- aði saman purpuralit og járnsölt- um. Þegar nú sól skein á þessa blöndu, breyttist purpuraliturinn, en jafnframt varð efnabreyting í söltunum. Hvernig stóð nú á þessu? Ráðning þeirrar gátu var sú að raf- eindahleðsla þessarar blöndu rugl- aðist, það er að segja þegar sólin skein á hana myndaðist þar raf- magnsstraumur. Þetta er algjörlega ný aðferð til þess að framleiða rafmagn, og til þess þarf ekki annað en lit og járn- sölt. Þetta tvent saman er líkt og rafhleðsla í vasaljósi. Og þessa raf- hleðslu þarf ekki að endurnýja. — Hún endurnýar sig sjálf. Þegar sól- in hættir að skína á blönduna kem- ur purpuraliturinn fram aftur og saltið nær sínu fyrra eðli. Þegar svo sól er aftur beint á blönduna, hefst leikurinn að nýu og þannig koll af kolli. Þessi einkennilegi raf- geymir hleður sig því sjálfur. Sum- ir telja því líklegt að hjer sje fund- ið gott ráð til þess að ná rafstraum úr sólarorkunni. Það hefur gengið ósköp hægt að finna aðferðir til þess að hagnýta sólarorkuna, og þær eru enn ábyrj- unarstigi. En það er engin sönnun þess, að þetta megi ekki takast. — Menn mega minnast þess, að það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.