Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 523 ætlaði ekki heldur að ganga greið- lega að leysa kjarnorkuna úr læð- ingi. Menn voru ekki komnir lengra áleiðis með það árið 1938 heldur en menn eru nú komnir áleiðis með að handsama sólarorkuna. Rannsóknum og tilraunum verð- ur haldið áfram. Er skemst á það að minnast að aðstoðar innanríkis- ráðherra Bandaríkjanna ráðlagði þinginu í ágúst í sumar að „veita nokkur hundruð miljóna dollara til þess að finna nýar orkulindir", og benti aðallega á sólarorkuna. Það hefur kostað Bandaríkin nokkrar þúsundir miljóna dollara að ná í kjarnorku í nokkrar sprengj -ur. Og nú hafa verið veittar á þessu ári 120 miljónir dollara til allskonar kjarnorkurannsókna, og hvernig hægt sje að hagnýta kjarn- orkuna. En það á þó enn langt i land að kjarnorkan verði notuð sem aflgjafi til iðnaðar. — Þeir, sem stjórna kjarnorku rannsóknunum segja, að þess sje í fyrsta lagi að vænta eftir tíu ár, að kjarnorkan verði tekin til almennra nota. Fyrstu kjarnorkusprengjurnar kostuðu miklu meira heldur en því f je nemur, sem nú er veitt til kjarn- orku rannsókna. Það er óvíst að til- raunir um að handsama sólarork- una, þurfi að kosta svo mikið. Og það ætti ekki að vera meira vanda- mál. Hver veit nema að innan tíu ára verði kjarnorkan úrelt, vegna þess að þá sje kominn annar orku- gjafi, sem er miklu hentugri og við- ráðanlegri. Hver veit nema að eftir tíu ár verði sólin farin að mjólka kýrnar okkar, skaka strokkinn, hreinsa gólfin, þvo þvottinn og yf- irleitt vinna öll þau heimiUsstörf, sem vatnsorkan leysir nú af hendi? Hjer er að vísu ekki átt við hin norðlægu lönd, þar sem sólar nýtur svo lítt, og skin hennar er svo ó- stöðugt. >w ^w ^ >w >w Pyramidarnir Egyptalandi og Mexiko í FORNÖLD var pyramidinn mikli í Egyptalandi talinn eitt af furðu- verkum heimsins. Og enn í dag er hann talinn mesta furðuverk heims -ins. Þarf hjer ekki að rekja ástæð- urnar til þess, því að svo mikið hefur verið ritað um pyramidann á íslensku á seinni árum, að hverju mannsbarni ætti að vera þetta kunnugt. Lengi vel þektust ekki aðrir pyra -midar en hinir egypsku. En síðan hafa fundist pyramidar bæði á Suðurhafseyjum og í Mexikó. Og þá vaknaði þessi spurning: Er nokkurt samband hjer á milli? Er það samskonar menning, sem stað- ið hefur að byggingu þessara ein- kennilegu mannvirkja? í fljótu bragði kynni þetta að þykja óhugs- andi, þar sem um slíkar órafjar- lægðir er að ræða eins og milli þessara fornminja, og að bæði Suð- urhafseyjar og Mexiko voru fyrir utan hinn þekta heim langt fram eftir öldum. En þá ber á hitt að líta, að pyra- midarnir eru svo einkennilegar byggingar, að engpm öðrum bygg- ingum svipar til þeirra. Hugsast gæti þó, að þrjár þjóðir, sem ekk- ert þektu hver til annarar og hver um sig ósnortin af menningu hinna, kynni að hafa fundið upp á því að reisa slíkar byggingar. Menn finna upp hið sama, þótt hvorugur viti af öðrum. Þessi skýring er þó ekki nægileg. Menn vita nú að pyramidinn mikh í Egyptalandi -túlkar heims- skoðun og trú löngu horfinnar kyn- slóðar. Þetta er ekki aðeins topp- mynduð, ferhyrnd bygging, held- ur er alt þar hnitmiðað, svo að menn hafa kallað þennan pyra- mida „steinbiblíuna", og er þá átt við það, að spádómar biblíunnar sje þar letraðir með táknmáli, sem menn eru nú fyrst að læra að lesa. Og í táknmáli hans eru einnig fólgin heimsvísindi og furðuleg þekking á gangi og brautum himin- hnatta, og þar með óskeikult tíma- tal. Pyramidarnir á Suðurhafseyjum eru nú rústir einar, því að þeir hafa ekki verið eins framúrskar- andi vel bygðir eins og pyramid- inn mikli. Menn hafa því enn eigi getað ráðið af þessum rústum, hvort í þessum pyramidum hafi falist álíka táknmál og í pyramid- anum mikla. Hitt er vitað, að bygg- ing þessara pyramida á Suðurhafs- eyjum hefur staðið í beinu sam- bandi við trúarbrögð þeirra, er þá reistu. Lifa enn um það sagnir á vörum fólksins. Landkönnuðurinn Cook hefur lýst einum pyramida þar. Segir Cook að hann hafi verið 40—50 fet á hæð og þrep upp eftir öllum hliðum hans. Undraðist Cook það mjög, að íbúarnir þarna, sem ekki áttu nein verkfæri, skyldu geta reist þvílíkt mannvirki. Telur hann að það hafi verið mikið þol- inmæðiverk. „Hver einasti maður kom með sinn stein í bygginguna, og svo var hún fullgerð, því að þjóðin var fjölmenn þá", segja eyjarskeggjar. Amerískur ferða- maður kom að þessum pyramida fyrir nokkrum árum. Þá var hann að miklu leyti hruninn, vegna þess að byggingarefni hafði verið tekið úr honum og sjór hafði gengið á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.