Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 8
r~ 524 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kastala-pyramidinu í Cbictaen Itzá. hann, en var þó enn hið furðuleg- asta mannvirki. Ferðamaðurinn sá, að undirstaða pyramidans var lilað- in úr höggnu grjóti, en efri hluti hans úr stórum kóralla-björgum, sem höggvin höfðu verið úr kór- allarifi þar úti fyrir. Alt hafði síð- an verið límt saman með kalki. Þar sem pyramidanum er lýst er eitinig sagt frá þehn helgisiðum, sem þar fóru fram, og svipar þeim að nokkru til þeirra helgisiða, sem fóru fram við pyramidana í Mexi- kó. Það eru ekki ýkja mörg ár siðan, að mm í skógum á Yukatan skaga í Mexikó fundust fornar rústir af mikilli borg, sem Mayaþjóðflokk- urmn hafði reist endur fyrir longu. Þessar borgarrústir bera þess vitni að þjóðflokkur þessi hefur þá staðið á mjög háu menmngarstigi. Borg- m nefndist Ciiichén Itzá. og þar eru hinir merkilegustu pyramidar. Þeir eru ekki mimiismerki nje grafir framliðinna liöfðingja, held- ur eru þeir gerðir í alt öðrum til- gangi. Þeir voru allmjög farnir að láta á sjá, þegar þeir fundust, en síðan hefur viðgerð farið fram á þeim og þykja þeir aðdáanleg mannvirki. Og eftir því s&m menn rannsaka þá betur, komast þeir að raun um að þessar byggingar eru stórum merkilegri heldur en þær virðast vera fljótt á litið, enda þótt reisu- legar og fagrar sje. Hefur hjer far- ið eins og um pyramidann mikla i Egyptalandi. Árið 1923 sendi Carnegie-stofn- unin í Washington dr. Sylvanus G. Morley til þess að endurreisa Chichen Itzá og hefur hann unnið að því síðan. Er hann talinn fremst- ur allra fornfræðinga á því sviði eða ráða helgirúnir og táknmál Mayaþjóðílokksins. En í þessum borgarrústum úir og grúir af forn- um listaverkum, helgimyndum og táknmyndum. Ein af byggingum þeim, sem dr. Morley hefur nú endurreist er pyramidi einn mikill, jafn á alla vegu, en gengur ekki upp í topp, heldur er efst á honum pallur og á henni bygging, sem líkist mest kastala, Upp á þennan pall eru þrep neðan af jafnsljettu utan á hverri hlið og eru þrepin nákvæm- lega jafn mörg alls staðar eða 91. Alls eru þá þrepin 364, en 365 ef pallurinn er talinn með. Og þá er talan jafn dagafjölda í ári, og er dr. Morley ekki í neinum vafa um, að brepin eíga að tákna árshring- » .. ........ ■■$> Barnahjal Þrjár litlar stúlkur Voru að tala saman. Tvær þeirra voru að met- ast um það hvor hefði verið dýr- ari. — Pabbi og mamma keyptu mig norður á Akureyri, sagði önnur. — En pabbi og mamma keyptu mig í Kaupmannahöfn, sagði hin. Þá vildu þær vita, hvar sú þriðja hefði verið keypt. Hún roðnaði og sagði: — Jeg held að jeg hafi ekki verið keypt,jeg held að jeg sje heimatilbúin. í gærkvöldi, þegar við vonun að borða kvöldmatinn, hætti Siggi litli allt í einu að borða og sagð- ist vera með svo mikinn höfuð- verk, að hann hefði enga lyst Við vorkendum honum, en gerð- urn enga tilraun að fá hann til að borða. Stundu seinna sagði pabbi hans: — Jeg er að hugsa inn að skreppa hjerna niður í fjöru og vita hvort ekki hefir rekið skeljar. — Jeg vil koma með þjer, sagði Siggi. —Þú getur það ekki, þú ert með höfuðverk, sagði pabbi. — Það gerir ekkert til. Jeg get tekið hann með mjer, sagði Siggi. inn, og að margt í byggingu pyra- midans beri vott um það, að Maya- þjóðin hafi átt jafn fullkomið tíma- tal og vjer eigum nú. En til þess að komast til botns í því, verður að finna við hvað þeir miðuðu tímatal sitt, eða hvenær það hefst. Sú gáta verður einhvern tíma ráðin og mun þá margt koma í ljós, sem nú er á huldu, alveg eins og um pyramid- ann mikla í Egyptalandi. Enda þótt þessi ráðgáta verði leyst, þá er þó enn eftir að kom- ast að hvernig á því stendur, að svo margt er líkt með þessum pyra- midum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.